Vandi Frakklands endurspeglar vanda evrulanda, allra nema Þýskalands

Efnahagur Frakklands er vægast sagt að hruni komið. Samdráttur í atvinnulífinu, skuldasöfnun ríkissjóðs, bankakerfið hangir á horriminni og fleira má telja. Þetta leiðir síðan til stóraukins atvinnuleysis sem er að sliga þjóðina, sérstaklega unga fólkið. Svartsýnin birtist kannski best í því að menn eru jafnvel farnir að tala um að selja þurfi þjóðargersemar og hefur myndin af Monu Lisu verið nefnd í því sambandi.

En hvað veldur þessum vanda Frakka? Hvers vegna er svo komið fyrir einu af besta landbúnaðarríki Evrópu? Ríki sem bjó að einum mestu og bestu vínræktarhéruðum innan álfunnar, ríki sem bjó að mestu og bestu nautgripa og mjólkurframleiðslu Evrópu. Ríki sem hefur alla tíð verið talið eitt mesta menningarsamfélag álfunnar. Hvað veldur? Hvað skeði?

Þessu hljóta ráðamenn í Frakklandi að velta fyrir sér, þeir muna flestir velmegun landsins og hvernig það var leiðandi á mörgum sviðum innan Evrópu, fyrir einungis örfáum árum síðan. Þeir hljóta að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis, hvað var gert rangt. Þeir hljóta að velta fyrir sér með hvaða hætti hægt er að snúa til baka, byggja aftur upp hið öfluga Frakkland. Frakkland þar sem fólk hefur vinnu, þar sem landbúnaður fær að blómstra og Frakkland sem hefur viðráðanlega skuldastöðu. Frakkland menningarinnar og ástarinnar.

Hvort of seint sé fyrir Frakklanda að snúa til baka, ætla ég ekki að dæma, en það hlýtur að hvarfla að mönnum að enn sé von. Að halda áfram á sömu braut er ekki ásættanlegt fyrir Frakkland.

Í þessu sambandi er fróðlegt að skoða ýmsar efnahagslegar stærðir og setja þær í samhengi. Línuritin hér að neðan eru sótt síðu  tradingeconomics.com/ , en þar er hægt að skoða ýmsar hagstærðir aftur í tímann, fyrir flest lönd heims. Þarna ber ég saman viðskiptajöfnuð Frakklands og Þýskalands frá 1993 til dagsins í dag. Það er reyndar sama hvaða hagstærð maður velur, samanburður þessara tveggja þjóða er alltaf á sömu leið. Og það sem er kannski merkilegra, er að það er í sjálfu sér sama hvaða evruland annað en Frakkland er valið og það borið saman við Þýskaland, myndin er alltaf svipuð.

Vendipunkturinn er í upphafi árs 2002, við upptöku evrunnar. Ekki þarf að efa að ráðamenn evruríkja þekkja þessa mynd. Þarna kemur bersýnilega í ljós hvað skeði við upptöku evrunnar, afleiðingar evrunnar. 

 

 Historical Data Chart

 Historical Data Chart

Þýskaland, sem stöglaði við að ná viðskiptajöfnuði sínum upp fyrir núllið, á árunum fyrir evru, sýnir sífellda aukinn viðskiptaafgang eftir að sameiginleg mynt var tekin upp. Frakkland, sem aftur var með góðann viðskiptaafgang fyrir evru, tapar honum fljótlega eftir upptöku hennar og síðan sígur sífellt meira á ógæfuhliðina.

Það er því ljóst að Þýskaland sogar til sín öll verðmæti evruríkja. Sum stríð eru háð með vopnum, en þau árangursríkustu vinnast með peningum.

Þar sem efnahagskerfi Frakklands er næst stæðsta efnahagskerfi evrulanda, með um 22% þess, ættu ekki bara ráðamenn í Frakklandi að óttast. Ráðamenn allra evrríkja ættu að óttast og reyndar öll heimsbyggðin.

Með áframhaldi evrunnar er ljóst að engin Evrópa verður til að nokkrum árum liðnum, einungis Þýskaland. 

Er það sú heimsmynd sem við óskum okkur?  Var fórn ellefu milljón manna í seinni heimsstyrjöldinni þá til einskis?

Svo geta menn velt fyrir sér hvorir skulu kallast hatursmenn og ofstópamenn, þeir sem vilja áframhald söfnunnar valds og auðs á einn stað innan Evrópu, eða hinir sem berjast gegn því.

 

 


mbl.is Minnka hallann stórlega á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband