Jafnaðarmennska er vissulega umhugsunarverð.

Íslensk jafnaðarmennska er vissulega umhugsunarverð, ef marka má framgang þeirra sem fara fyrir þeim flokk hér á landi sem einna hellst kennir sig við þá stefnu.

Þegar umræðan um jöfnuð lántakenda stóð sem hæðst, var þessi flokkur í ríkisstjórn. Verk þeirrar ríkisstjórnar til hjálpar lántakendum voru fyrst og fremst til hjálpar þeim sem mest skulduðu, þeim sem kannski fóru offari fyrir hrun. Hinir sem varlegar fóru, þ.e. flestir landsmenn, sátu hjá garði þeirrar ríkisstjórnar. Þegar að henni var sótt um frekari bætur, var svarið einfallt: "Við gerum ekki meira fyrir lántakendur". 

Því fór það svo að í kosningum að loknu síðasta kjörtímabili fékk þessi flokkur harða útreið, svo harða að sumir töluðu um hamfarir. Og ekki kom á óvart að sá flokkur sem hafði barist fyrir leiðréttingu lána, allt frá hruni, skildi fá góða kosningu.

Þegar svo ný ríkisstjórn var mynduð var gerður stjórnarsáttmáli. Í þesum sáttmála var kveðið á um leiðréttingu lána allra húseigenda, ekki bara sumra. Einhver hefði kallað slíkt jafnaðrmennsku, þó núverandi stjórnarflokkar hampi ekki þeirri stjórnmálaskoðun.

Þegar svo loks kom að því að málið fengi þinglega meðferð, risu þingmenn jafnaðarmanna upp á afturlappirnar, þeir villdu engann jöfnuð! 

Og nú stígur einn þessara svokölluðu jafnaðarmanna í ræðupúlt Alþingis og mælir fyrir frumvarpi um niðurfellingu lána, ekki þó lána til að koma þaki yfir höfuð sér, ekki lána sem lægst settu stéttirnar þurfa að bera, nei, hún mælir fyrir niðurfellingu námslána!

Það er stundum sagt að jafnaðarmennskan sé um að allir hafi það jafnt, en sumir jafnara. Og vissulega er hægt að heimfæra það á þetta frumvarp jafnaðarmanna konunnar. (Má lesa ágæta skilgreiningu þessa hugtaks í sögu George Orwell, Animal Farm).

Enginn fær námslán nema fara í framhaldsnám og sá sem fer í framhaldsnám kemur gjarnan út á vinnumarkaðinn í vel launað starf. Hvers vegna telur jafnaðarkonan þann hóp þurfa aukinn jöfnuð? Á sama tíma og hún vill ekki jöfnuð hjá hinum almenna Íslending sem er að reyna að koma þaki yfir höfuð sér.

Það hefur stundum verið sagt að hún sé skrítin tík, pólitíkin og vissulega má segja það. Þegar upp er komin sú staða að þeir flokkar sem kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, stjórna í líkingu við anda jafnaðarmennskunnar, en sá flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku stjórnar í anda kapítalismanns, reyndar með smá hjálp frá þeim stjórnmálaflokk sem liggur kannski næst gamla og úrelta kommúnismanum.

Þetta er virkilega umhugsunarvert. 


mbl.is Afskriftir 22 milljarðar á 17 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband