Undarlegur hugsanaháttur SA liða

Það er vissulega hægt að fagna því að engin verðbólga skuli mælast, sérstaklega fyrir okkur sem erum bundin klafa verðtryggðra lána.

Hitt er umhugsunarefni hverjar ástæður þessa er, að mati  Samtakra atvinnulífsins. Þar á bæ þakka þeir stefnubreytingu í kjarasamningum þennan árangur. Hvaða stefnubreytingu? Ekki verður annað séð en síðastliðið ár hafi verið alveg hefðbundið í gerð kjarasamninga, þar er enga stefnubreytingu að sjá.

Fyrst er samið við láglaunafólkið, "lýðinn", um litlar sem engar launahækkanir. Síðan koma hinir á eftir og fá meira, í beinni línu við þau laun sem fyrir eru. Þeir sem eru á hæðstu laununum fá síðan mest, ekki bara í krónum talið, heldur einnig prósentum. Þetta er hefðbundið og hefur verið svona svo lengi sem ellstu menn muna. Þarna hefur engin stefnubreyting orðið.

Og vissulega má segja að þessi aðferð geti verið liður í að halda niðri verðbólgunni, trúi menn því að "lýðurinn" sé svo heimskur að hann hafi ekkert við peninga að gera. Þannig hugsanaháttur virðist vera ríkjandi meðal SA liða og kannski einhverra stjórnmálamanna líka. En kannski er rétt að benda þessu villuráfandi fólki á að enginn skaði er skeður í baráttu við verðbólgu, þó "lýðurinn", þ.e. þeir sem við lægstu launin búa, fái verulega launahækkun. Sú hækkun þarf að vera ansi mikil til að verðbólgu sé ógnað. Ástæðan er einföld, laun þessa fólks eru svo lág að jafnvel þó þau væru tvöfölduð næði það varla þeirri launahækkun sem flestir millistjórnendur og þar fyrir ofan hafa fengið. Og jafnvel þó laun lálaunastéttanna yrðu tvöfölduð, myndu þær stéttir einungis rétt ná því marki að fá laun sem hægt er að lifa af, samkvæmt viðmiðum um framfærslu.

Það verður seinnt sagt að hugsanaháttur SA liða til launafólks sé með einhverjum vitrænum hætti. Þetta er í sjálfu sér sérstakt rannsóknarefni sem fræðimenn ættu að taka fegins hendi. Án starfsmanna eru fyrirtæki lítils virði og undarlegt að SA liðar skuli ekki átta sig á þeirri staðreynd. Skuli ekki átta sig að hellsti auður hvers fyrirtækis eru starfsmenn þess.

En aftur að lágu verðbólgunni og hugsanlegum ástæðum þess hversu lág hún mælist nú.

Kannski hellsta ástæðan liggi í komandi fjárlögum. Þar er m.a. kveðið á um verulegar skattalækkanir og hafa sumar verslanir ákveðið að lækka verð hjá sér sem því nemur. Hafa ákveðið að taka á sig þær upphæðir fram að áramótum. Þetta er hið besta mál og vitað að verslunin mun engann skaða bera af, samkvæmt afkomutölum. Það er svo spurning hvort verslunin heldur áfram að gera svo vel við neytendur eftir að ný fjárlög taka gildi, eða hvort hún lætur ríkissjóð einann um það. Það verður þó að teljast líklegra en hitt að græðgisglýjan glepji þeim sýn sem verslanir eiga.

Lág verðbólga nú kemur kjarasamningum ekkert við, enda ljóst að stór meirihluti launafólks hefur fengið mun hærri launahækkanir en láglaunastéttum var rétt, í síðustu kjarasamningum. Það segir okkur að launahækkanir hafa í sjálfu sér lítil áhrif á verðbólguna, enda laun hækkað að meðaltali mun meira en verðbólgumarkmið. Þeirri launahækkun er þó eins mikið misskipt sem kostur er. Jafnvel má segja að verðlag á vörum og þjónustu hafi lítil áhrif á verðbólguna, a.m.k. er ekki að sjá að verslunin hafi haldið að sér höndum þetta ár, sé tekið mið af afkomutölum hennar. Þó verður að viðurkennast að til skamms tíma getur verð vara og þjónustu haft áhrif, en ekki til lengri tíma litið.

Það eru allt aðrar stærðir sem stjórna verðbólgu í landinu og má kannski nefna peningaprentun þar stæðstann orsakavald. Hin eiginlega peningaprentun er þó nánast útdauð, en ígildi hennar lifir góðu lífi. Og því ígildi peningaprentunnar stjórna bankar og fjármálastofnanir. Þetta var stór þáttur í hruni bankanna og því miður eru merki þess að aftur sé komið kapp í bankana við þessa iðju. Því má búast við að verðbólgan æði upp fljótlega eftir áramót, algerlega óháð kjarasamningum.

En ef SA liðar verða duglegir við að semja við launþega og klára þá samninga um áramót, geta þeir auðvitað kennt launþegum um, þegar allt fer í vaskinn. Það væri ekki í fyrsta sinn.  

 


mbl.is Engin verðbólga í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan fyrir lítilli verðbólgu eru gjaldeyrishöftin. Þegar það fé sem vill út kemst ekkert heldur vex stöðugt þá fer undirliggjandi eða yfirvofandi gengislækkun krónunnar vaxandi. Gengið er falskt.

Þannig vex snjóhengjan stöðugt og gerir afnám haftanna sífellt erfiðari eftir því sem tíminn líður. Við sitjum föst i gildrunni og losnum ekki nema í náinni samvinnu við helstu viðskiptalönd okkar.

Slík samvinna er hins vegar óhugsandi nema sem liður í að Ísland gangi í ESB. Þessari skelfilegu ríkisstjórn er hins vegar ekki treystandi fyrir því vandasama ferli. Það er því nauðsynlegt að hún fari frá. Líkur á því eru þó ekki miklar, því miður. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 23:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég nenni nú ekki að svara þessu ESB bulli í þér alltaf, Ásmundur. Ertu virkilega svona seinþroska?

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2014 kl. 00:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trúi því vel Gunnar,enda skrifar þú aldrei nema staðreyndir byggðar á rökum og þess vegna dæmum í tölum þegar þess þarf,til að skýra fyrir þeim sem ekki skilja.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2014 kl. 02:21

4 identicon

Gunnar, við vitum að þú getur engu svarað varðandi ESB enda ertu í afneitun.

En athugasemd mín fjallaði hins vegar aðallega um að gjaldeyrishöftin eru helsta skýringin á því að gengi krónunnar hefur ekki lækkað.

Með öðrum orðum erum við komin í fyrirhrunsástandið og lifum um efni fram vegna falss gengis.

Innfluttar vörur eru of ódýrar og flæða því til landsins og valda sóun á gjaldeyri sem var þó fyrir af skornum skammti.

Vegna skorts á fjarfestingartækifærum hækka íbúðir og hlutabréf gengdarlaust í verði þangað til nýtt hrun blasir við,

Allt er þetta yndislegri krónu að þakka.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 08:14

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Þessi athugasemd þín er ein þversögn, Ásmundur. Þú segir að gjaldeyrishöft valdi lækkun gengis krónunnar. Þú talar um að gangið sé of sterkt og það valdi lágu verði innfluttra vara. Það er erfitt að svara svona þversögnum.

En burtséð frá því, þá er það þín skoðun að krónan sé orsök alls ills, það vita allir sem lesa þín skrif. Það er þín skoðun og gjörsamlega útilokað fyrir nokkurn mann að breyta þeirri skoðun þinni. Því ætla ég ekki að sóa tíma mínum í það.

Hins vegar gætir þú kannski velt fyrir þér eftirfarandi spurniongum. Ég óska þó ekki eftir svari frá þér. 

Hvers vegna er þá samdráttur innan flestra ríkja evrunnar? Hvers vegna hefur gengi evrunnar gagnvart dollar fallið um nærri 20% á þessu ári? Hvers vegna óttast stjórnmálamenn allra hellstu ríkja heims utan Evrópu, þá efnahgasþróun sem á sér stað innan evrulanda? Hvers vegna hefur alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lýst yfir að mesta ógn við heimshagkerfið séu einmitt sömu lönd, löndin sem nota evru sem gjaldmiðil?

Er þetta kannski líka allt okkar íslensku krónu að kenna?

Gunnar Heiðarsson, 31.10.2014 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband