Hvað er "þjóðrembingur"?

Hvað er þjóðrembigur?

Er það þjóðrembingur að hafa trú á eigin þjóð og hennar verðleikum?

Er það þjóðrembingur að nefna þá kosti sem land okkar býður uppá?

Er það þjóðrembingur að sjá fyrir sér að hægt sé að nýta þessa kosti landi og þjóð til hagsbótar?

Maður skildi ætla að Guðmundur Steingrímsson þekkti skilgreiningu orðsins "þjóðrembingur", svo oft sem hann hefur nefnt það í ræðusól Alþingis. En kannski er kominn tími til fyrir hann að rölta á næsta bókasafn og fá að láni orðabækur, svo hann geti flett þessu orði upp. Hann gæti í leiðinni skoðað orðið "lýðskrumari" og skoðað sínar ræður og málflutning út frá skilgreiningu þess orðs!

 


mbl.is Varaði við varhugaverðum þjóðrembingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðrembingur hlýtur samkvæmt samkvæmt skilgreiningu þingmannsins, að vera einhverskonar öðruvísi rembingur en sá rembingur sem hann var sjálfur með í ræðustól Alþingis í gærkvöldi.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2014 kl. 10:09

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er ekki kominn tími á að vara fólk við varhugaverðum flokksrembingi sem skín frá þessum flokki hans Gumma S.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.9.2014 kl. 10:34

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég tel að þingmaðurinn hafi fyrst og fremst verið að vísa til innihaldslauss gorts ráðamanna af ágæti lands og þjóðar, en alltof mikið er af því, á sama tíma og allt er í tómu rugli. Menn tala upp ágæti ónýts kerfis í stað þess að ráðast á gallana.

Ísland er ekki best í heimi í neinu, nema helst því að upphefja eigið ágæti.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.9.2014 kl. 10:40

4 Smámynd: Elle_

Leiðinlegur rembingur í þessum manni sem kallar sig stjórnmálamann.  Hvað ætli hans rembingur kallist á mannamáli?  Það finnst jú fólk sem lætur eins og Ísland sé IT, með flottustu konur og menn, hunda og ketti, hæstu fjöll og tærasta vatn heims, þó það sé ekkert þannig. 

En þetta er ekki þjóðarvandamál, eins og hann lætur, og passar ekki í ræðu stjórnmálamanns.  Hann er einfaldur, vantar persónuleika.  Og með merkingarlausa og innantóma ræðu.  Hann ætti að vita að það er fáfrótt fólk í öllum löndum, meira að segja í Evrópu.  Og koma svo niður af stallinum.

Elle_, 11.9.2014 kl. 10:49

5 identicon

Þjóðremba og þjóðrækni er ekki það sama. Heilbrigð þjóðrækni er góð, en á að vera innhverf, án hávaða og sýndarmennsku. Þjóðremban á skerinu í dag er mest innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, til æsa fólk til andúðar á útlendingum og til að breiða yfir eigin afglöp, minnimáttarkennd og hreina mafíustarfsemi.

Forseta aulinn er orðinn meistari í þessu fagi og hans lærisveinn, Sigmundur Davíð, fetar í fótspor hans. Í ræðu forsetans við setningu Alþingis sem og í stefnuræðu forsætisráðherrans kom skýrt fram lágkúruleg og heimskuleg þjóðernishyggja, eingöngi til að breiða yfir eigin afglöp og ábyrgð. Tveir loddarar par exellence.

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“, sagði Styrmir Gunnarsson.

Stundum segir sá maður eitthvað af viti. Stundum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 11:14

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getur þú Haukur Kristinsson nefnt eitt dæmi eða kannski tvö um að á vegum þessara tveggja stjórnmálaflokka sem þú tilgreinir og mér er ámóta vel við og krókódíla, sé fólk "æst upp til andúðar á útlendingum"? 

Þú mátt fá tvo daga - líklega viku - til að finna þessi dæmi.

Útlendingur er orð sem þú setur þarna í almenna og breiða merkingu og erfitt er að misskilja eða breiða yfir með orðhengilshætti.
Til að þú freistist ekki til að leggja á flótta með því að kalla það útlendingahatur að vera andvígur inngöngu Íslands í ESB eða leggjast gegn því að hingað þyrpist múslimar og krefjist þess að upp verði tekin sharialög, skal þér bent á að það á enga tengingu við útlendingahatur.

Ekki fremur en að flokka undir Íslendingahatur þótt einhverjum hollenskum eða enskum einstaklingum sem urðu fyrir barðinu á íslenskum þjófum í aðdraganda bankahruns sé í nöp við yfirmenn gamla Landsbankans. 

Hún er komin út í hálfgerðar ógöngur heimskan í áróðrinum fyrir inngöngunni í Evrópusambandið þegar það er orðin skylda að lýsa yfir harmi vegna þess að vera Íslendingur.  

Árni Gunnarsson, 11.9.2014 kl. 11:53

7 identicon

Með ánægju Árni Gunnarsson, nei, ekki með ánægju, því hér er um ljót og niðurlægjandi mál fyrir íslenska stjórnsýslu og íslenska pólitíkusa.

Eftir hrun skaut upp kollinum mikil þjóðremba innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Mest ber á þeim, sem töldu, að hrunið og afleiðingar þess hafi verið útlendingum að kenna og nefna beinlínis umsátur í því sambandi (sjá bókina „Umsátrið“ eftir Styrmir Gunnarsson). Styrmir segir: Íslendingar voru beittir „fantatökum“ og „flæmdir í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins etc, etc“. En umsáturstal er gömul brella í bók þjóðrembla. Það snýst um að æsa fólk til andúðar á útlendingum til að breiða yfir ábyrgð heimamanna.

Forseta aulinn, sem var heldur betur flengdur í RNA fyrir ræfildóm og þjónkunarsemi við útrásarþjófana, hefur nú tekið skrefið til fulls og hafnar því að rekja megi ástæður Hrunsins til innlendra aðila, stjórnmála- eða viðskiptamanna - hvað þá forsetaembættisins. Í ræðu sinni við setningu Alþingis sagði forsetinn: „Þótt fjármálakreppan fyrir fáeinum árum, hrun bankanna, ógnaði um tíma þessum árangri, einkum vegna harkalegra tilrauna annarra til að beygja okkur …“

Þar með hefur Ólafur Ragnar Grímsson gefið íslenskum stjórnmálamönnum og viðskiptafélögum þeirra syndakvittun. Þetta var ekki þeim að kenna. Þetta var ekki einu sinni Íslendingum að kenna. Þetta var allt vondum útlendingum að kenna. Þvílíkur loddari!

Þá má alveg minna á hvernig tveimur Framsóknar kellingum tókst að virkja tvö til þrjúsund atkvæði í sveitarstjórnar kosningum með því að höfða til  andúðar á útlendingum. Nú sitja þessar hlussur í borgarstjórn og engin vill réttilega hafa nein samskipti við slíka karaktera.

Þá er lekamál innanríkisráðherrans eitt svívirðilegasta mál sem komið hefur upp í íslenskri stjórnsýslu. Blásnauður og hjálparvana flóttamaður er beittur brögðum, svo vísa megi honum úr landi. Það er hreint ógeðslegt að sjá hvað það er mikið af fólki sem er gjörsamlega steinblint siðferðislega og hópar sér á bak við einhvern þann allra spilltasta ráðherra sem gengt hefur starfi á Íslandi. Þar fer fremstur í flokki hinn stubbvaxni psychopath, Davíð Oddsson, sem leyfði sér að kalla Obama, forseta Bandaríkjanna „múlatta“, sem og félagi hans Jón Steinar, fv. dómari Hæstarétt Íslands.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 17:59

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skemmtilegt, eða hitt þá heldur, að Haukur Kristinsson, viðhlægjandi Ómars Bjarka og skoðanabróðir, skuli skríða undan steini og koma með margtuggða orðaleppa, sem venjulegu fólki er lítt sæmandi. Rökin eru í lágmarki og rangtúlkun í hámarki. Kurteisi í garð forseta og borgarfulltrúa er þar að auki víðsfjarri. Svona sóðaskrif hitta ritara þeirra orða harðast fyrir. Upphrópanir, skortur á háttvísi og hrokinn, loðir lengst við hann sjálfan og háðung hans verðu viðvarandi.

Benedikt V. Warén, 11.9.2014 kl. 18:28

9 identicon

Jónas Kristjánsson, ritstjóri. 11.9.2014

Þjóðremban gagnrýnd.

Að venju flutti Guðmundur Steingrímsson beztu ræðuna í umræðunni um ný fjárlög.  Gagnrýndi þá, sem byggja pólitík sína á því, sem hann kallaði þjóðernisbelging. Það hefur hingað til verið snarpar orðað sem þjóðremba. Hún mergsýgur pólitíska umræðu á Íslandi. Sé ráðherra eða forseti í vondum málum, bregður hann fyrir sig þessari rembu. Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar eru ætið á því lága plani. Engin ástæða er fyrir okkur að vera þjóðrembd. Við höfum farið hörmulega með fullveldið, valið okkur ónýta og hættulega ráðamenn. Við höfum ekki viljað læra af reynslu annarra og sízt af okkar eigin. Hefur bezt sést eftir hrunið stóra.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 19:44

10 Smámynd: Elle_

Árni bað um rök.  Kjaftæðið sem kom var ekki nein rök fyrir að kalla fólk útlendingahatara og þjóðrembinga.  Forsetinn var aldrei með neina þjóðrembu.  Lítur út fyrir að vírunum hafi slegið saman þarna.  Kannski líka í Guðmundi og Jónasi?

Elle_, 11.9.2014 kl. 20:29

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef útlendingur er ávíttur eða að honum beint einhverjum neikvæðum ályktunum þá er það ekki árás á útlendinga.
Mér er afar hlýtt til evrópubúa og játa það að þeir standa mér einhvern veginn nær en fólk af öðru þjóðerni. Þó er mér ekki á nokkurn hátt í nöp við fólk af öðru þjóðerni.

Ég er andvígur inngöngu okkar í ESB og ég var hatramur andstæðingur inngöngu í EES.
Maður einn sem býr í næstu götu fer skelfilega í taugarnar á mér og ég á í hálfgerðum vandræðum með að leyna því.
En mér er ekki á nokkurn hátt í nöp við FÓLKIÐ í næstu götu.

Þú verður að endurskoða afstöðu þína til útlendingahaturs Framsóknar og Íhalds, Haukur, bráðgreindur maðurinn.
En í guðs bænum gakktu ekki svo langt í þeirri endurskoðun að þér fari að þykja vænt um þau skelfilegu fyrirbæri stjórnmálanna.

Af tvennu illu; haltu þig þá heldur við misskilninginn! 

Árni Gunnarsson, 11.9.2014 kl. 21:44

12 identicon

Þessum tveim framsóknarkellingum tókst að ná í atkvæði, með að benda á að moska ætti ekki að rísa á tiltekinn lóð, eða?

Hver segir að flóttamaðurinn hafi verið blásnauður og hjálparvana?

Hvernig komst hann til Íslands?

Á hinum norðurlöndunum er vitað hvernig þetta fólk fer að og þegar það hefur fengid dvalarleyfið, þá flæðir öll fjölskyldan inn í landið og það er ekki hægt að stöðva.

Þetta er ekki þjóðrembingur heldur þjóðhyggni.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 21:51

13 Smámynd: Sólbjörg

Í tíð fyrri ríkisstjórnar mátti draga lærdóm til að hafa í huga. Þingmenn sem eingöngu halda ræður til að finna öllu allt til foráttu og kynna engar lausnir, þá skal varast. Til að teljast hæfur og verður þess að sitja á alþingi verður fólk að geta komið með tillögur til úrbóta og vinna að lausnum.

Fyrri ríkisstjórn sló Skjaldborg um bankanna og tilkynnti á miðju tímabili að meira yrði ekki gert fyrir almenning og heimilin því þau gætu ekki gert meira. Einu úrræðin höfðu verið að leiðbeina heimilum í gjaldþrot en það vantaði ekki í ráðaleysinu stóryrðin og hneykslunina í endalausum orðaflaumi.

Sólbjörg, 12.9.2014 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband