Öryggisleysið

Nú er okkur sagt að veflykill Ríkisskattstjóra sé ekki öruggur. Þetta eru nýjar fréttir, enda var vandlega troðið í hausinn á okkur að þetta væri alveg örugg leið og við þyrftum ekkert að óttast þó hann væri notaður í meðferð á okkar persónulegstu gögnum.

Og til að komast hjá þessu öryggisleysi verði að taka upp rafræn skilríki í meðferð leiðréttinga höfuðstóls húsnæðilána, jafnvel þó ekki hafi verið talin þörf slíku öryggi við umsókn þeirrar leiðréttingar.

Rafræn skilríki þekkjast vissulega hér á landi og er um tvennskonar aðferð að ræða í þeirri tækni, bankakort og gsm símar. Bankakort eru vissulega talin nokkuð örugg þó alltaf komi af og til fréttir af stórfelldum þjófnuðum gegnum þá tækni. Ekki er sömu sögu að segja um gsm símana. Þar fer einhver óöruggast tækni sem þekkist á okkar dögum. Hver sem er getur komist inn í símann okkar og gert þar það sem honum sýnist, án þess við verðum nokkurntímann vör við það. 

Því er öryggisleysið farið að naga mig. Veflykillinn, sem ég taldi vera öruggann er bara alls ekki öruggur. Rafrænum skilríkjum treysti ég alls ekki, sérstakega ekki gegnum síma. Öryggisleysi er slæmur fjandi. Kannski rétt sé að fara til fortíðar og taka upp pappírsviðskipti að nýju.

Þá er hætt við að öryggisleysi grípi þá sem ætla sér að græða á þessari vitleysu, símafyrirtækin, bankana og Auðkenni.

  


mbl.is Veflykillinn tryggir ekki nægt öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband