Hver á að borga hvað ?

Fjármálastöðugleik er vissulega forsenda áfamhaldandi uppbyggingar, um það deilir enginn. Um hitt má deila hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim stöðugleika.

Nú vilja menn allt til vinna að framlengja ólöglega skuldabréf milli gamla og nýja Landsbankans, ólöglegt segi ég vegna þess að það var undirritað af þáverandi fjármálaráðherra án þess að hann hefði heimild þingsins til undirritunarinnar og án fjárheimilda. Þetta var liður í gjöf þáverandi ráðherra til erlendra vogunnarsjóða, þar sem tveir af þrem stæðstu bönkunum voru gefnir og skuldabréf í þeim þriðja. Þetta gerði þáverandi ráðherra án aðkomu þings og skilaði ekki gögnum til Alþingis fyrr en átta mánuðum eftir þennan ólöglega gjörning.

Svo ákafir eru menn í að framlengja þetta ólöglega skuldabréf að farið er að tala um að brjóta upp þá samstöðu sem núverandi ríkisstjórn setti um gjaldeyrishöftin. Samstöðu um að engum skildi hampað umfram öðrum, við afnám þeirra. Þetta var stórt skref og alger stefnubreyting frá fyrri ríkisstjórn.

Það er ljóst að ef gamli Landsbankinn fær undanþágu frá gjaldeyrishöftum mun það vera brot á loforði ríkisstjórnarinnar og mikil ósátt myndast í þjóðfélaginu. Þá er deginu ljósara að ef þrotabú gamla Landsbankans fær undanþágu frá gjaldeyrishöftum mun verða útilokað fyrir stjórnvöld að standa gegn samskonar undanþágum fyrir hin bankaþrotabúin.

Því er spurningin hvort er betra fyrir fjármálastöðugleikann og þjóðina að hafna skuldabréfinu og láta eigendur þess ákveða hvort þeir vilja láta dómstóla ákvarða lögmæti þess, eða hvort betra sé fyrir fjármálastöðugleikann að brjóta sáttina um að allir sitji við sama borð varðandi afnám gjaldeyrishafta. Með því væri stofnað til mikillar ósáttar í þjóðfélaginu, auk þess sem sá kostnaður sem af undanþágum til þessara þrotabúa gæti hæglega orðið mun meiri en kostnaðurinn við skuldabréfið, dæmist það löglegt.

Þegar ráðherra skrifar nafn sitt undir fjármálaskuldbindingar þjóðarinar, án þess að hafa heimild Alþingis fyrir þeirri undirskrift, er ekki annað hægt að sjá en að hann sé þá að skuldbinda sig persónulega.

 


mbl.is Framlenging skuldabréfa lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálaskuldbindingar hlutafélaga, einnig þeirra sem ríkið á, þurfa ekki samþykki alþingis. Alþingi getur ekki einu sinni krafist þess að sjá samningana, jafnvel þó þeir geti haft veruleg áhrif á afkomu ríkissjóð. Þannig gerir landsvirkjun nær alla sína samninga án aðkomu alþingis og alþingi fær bara að sjá þá sem landsvirkjun telur í lagi að sýna almenningi.

Herbert (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 17:40

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessu er ekki saman að jafna Herbert. Hlutafélög í eigu ríkisins lút stjórnum þeirra og framkvæmdastjórn þarf samþykki þeirrar stjórnar fyrir meiriháttar skuldbindingum.

Ráðherra er hins vegar fulltrúi framkvæmdavalds og lýtur Alþingi. Engum ráðherra er heimilt að skuldbinda ríkissjóð án heimilda Alþingis, bæði heimildar til skuldbindingar og einnig að viðkomandi skuldbinding sé innan fjárlaga.

Hvorugt þeirra skilyrða var uppfyllt þegar fyrrverandi fjármálaráðherra gaf erlendum vogunnarsjóðum tvo af þrem stæðstu bankum landsins og skrifaði undir skuldabréf upp á hundruðu milljarða króna vegna þess þriðja.

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2014 kl. 22:18

3 identicon

Framkvæmdavald og dómsvald lúta ekki alþingi. Ráðherrar heyra undir forseta en ekki alþingi. Ráðherra er fulltrúi framkvæmdavalds og getur gert samninga fyrir þau hlutafélög ríkisins sem hann fer með yfirstjórn á án aðkomu alþingis. Við yfirtöku gömlu bankanna og stofnun þeirra nýju fór ráðherra með yfirstjórn hlutafélaganna og hafði því fullar heimildir til samningagerðar án aðkomu alþingis.

Herbert (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 23:19

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lestu stjórnarskránna Herbert, hún er enn í gildi þrátt fyrir stórsókn gegn henni á síðasta kjörtímabili.

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2014 kl. 12:40

5 Smámynd: Elle_

Óþarfi að vera að verja þennan vonda stjórnmálamann.  Undarlegt bara að maðurinn skuli enn ganga laus.

Elle_, 14.9.2014 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband