Það er eitthvað stórkostlegt að í rekstri Landsspítalans

Er það virkilega svo að stjórnendum Landspítalans þyki það sjálfsagt mál að einungis sé hægt að sinna neyðartilfellum? Er mat þeirra á mannslífum virkilega ekki meir en svo?! Hvers vegna er ekki hægt að ná samkomulagi við geislasérfræðinga? Eru kröfur þeirra svo yfirþyrmandi að réttlætir að láta þá yfirgefa stofnunina? Hver verður kostnaður Landspítlans þegr þeir örfáu geislasérfræðingar sem eftir eru eru komnir á yfirvinnulaun allan sólahringinn, alla daga? Og hvert verður öryggi sjúklinga þegar þeir þurfa að reiða sig á vinnu fólks sem vinnur undir slíku álagi? 

Annað hvort er stjórnun spítalans í algjöru rugli, eða þá að sú hugsun sem liggur að baki stofnunarinnar er kolröng. Eitt er víst að Landspítalinn er kominn af fótum fram. Eilífar launadeilur við starfsfólk, úrelt og úrsér gengin tækjabúnaður, húsnæðið í vanhirðu og fleira í þeim dúr segir að eitthvað stórkostlegt er að.

Er hugsanlegt að hagkvæmni stærðarinnar sé farin að bíta rekstur hans í hælana, að hagkvæmara sé að vera með minni og fleiri einingar og þá gjarnan sérhæfðari. Nægt er húsnæði til af sjúkrastofnunum út um allt land, sum hverju í mjög góðu ástandi. Þetta húsnæði stendur meir og minna autt. Gæti verið lausn að deila starfsemi Landspítalans út til þessara stofnana?

Það er ljóst að sá sem styðst við exel í sínum hagkvæmnisútreikningum fær þá niðurstöðu að best væri að færa alla starfsemi á einn stað. En exel er bara töflureiknir, hann tekur einungis til greina tölur. Rekstur heilbrigðiskerfisins er flóknar en svo að töflureiknir ráði við hann.

Það þarf því að endurhugsa alla heilbrigðisstarfsem í landinu. Vissulega má segja að Landspítalinn og heilbrigðiskerfið í heild sér hafi þurft að taka á sig miklar fjárhagslegar skerðingar frá hruni, en það afsakar ekki stöðuna. Það er ekkert sem afsakar að tækjabúnaður, sem að stórum hluta er gefinn til spítalans af félagasamtökum, skuli úreltur, að húsnæði sé ekki viðhaldið og orðið heilsuspillandi, eða að eilífar kjaradeilur skuli skekja spítalann.

Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á höndum ríkissins. Það veldur manni þó hugarangri þegar í ljós kemur að einkaaðilar sem stunda lækningar á einkastofum, geta boðið ríkinu sambærilegar aðgerðir og framkvæmdar eru á spítalanum fyrir mun minna fé en kostar þar.  Þó þurfa þessir aðilar að fjármagna sitt húsnæði, kaupa tækjabúnað og þeir geta greitt mun hærri laun til síns starfsfólks. Þetta vekur vissulega upp þá spurningu hvort ekki eigi að nota skattfé frekar á þessa braut. Eftir sem áður er heilbrigðiskerfið á höndum ríkisins, þó framkvæmdin sé færð frá stofnun sem virðist vera ófær um að reka sig, til einkarekinna sjúkrastofa út í bæ.

Á meðan ástand Landspítalans er jafn skelfilegt og raun ber vitni, er talað um að byggja nýjann og stærri spítala. Er hugsanlegt að þar sé verið að fara á ranga braut? Hvað höfum við Íslendingar að gera við spítala sem myndi sóma sér í milljónaborg? Við erum jú rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund! Væri ekki réttara að styrkja það sem fyrir er? Væri ekki réttara að ná sáttum við starfsfólk spítalans? Í öllu falli höfum við lítið við einhvern risaspítala að gera ef ekkert starfsfólk vill vinna þar.

Það þarf að hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, frá grunni. Hvort minn, fleiri og sérhæfðari einingar er lausnin, einingar sem dreift væri út um landið, eða hvort frekari verktaka einkaaðila sé betri, skal ósagt látið. Það er ljóst að við erum komin á endapunkt. Hagkvæmni stærðarinnar á greinilega ekki við um rekstur spítala.

Við íslendingar þurfum að hanna okkar eigið heilbrigðiskerfi. Við getum ekki sótt hugmyndir til annara þjóða, til þess erum við einfaldlega allt of fá. Við þurfum kerfi sem getur sinnt okkar þörfum fyrir það fé sem við höfum efni á að láta af hendi. Stórkarlalegar byggingar eru ekki lausnin, þær auka einungis vandann. 

En þetta eru langtímamarkmið. Vandinn nú er bráðavandi. Nánast heil starfstétt er að yfirgefa Landspítalann um næstu mánaðamót. Í stað þess að reyna að ná sáttum ákveður stjórn spítalans að tefla fram "neyðaráætlun", áætlun sem mun kosta stofnunina mun meira fé en sátt og að auki setja líf fólks í hættu. Áætlun sem hugsanlega getur valdið því að það fólk sem nú yfirgefur spítalann, með sína menntun, komi ekki aftur og að sú starfsemi sem nú er verið að offra verði lömuð til margra mánaða, jafnvel ára.

Hver mun bera ábyrgð ef þetta ástand mun leiða til dauðsfalla? Er það stjórn spítalans, eða heilbrigðisráðherra? Sá sem ábyrgðina ber ætti að hugsa sinn gang og leita sátta við geislafræðinga.  Það verður of seint að reyna sættir þegar skelfingin hefur dunið yfir, þá skelfingu verður sá að bera með sér sem ábyrgðina ber!!

 


mbl.is Segjast geta sinnt alvarlegum bráðatilfellum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar,

Það er ekki á valdi Landspítalans að samþykkja þessa launahækkun. Það eru fjárlög í gangi sem eru samþykkt af þinginu og spítalin er núna með takmarkaða rýmd til að endurskipuleggja sig til að geta hækkað laun geislafræðinga og síðan alla hinna stéttana sem koma á eftir.

Það þarf semsagt aukafjárlög og samþykki fjármálaráðherra til að þetta gangi eftir.

Einkastofur geta jú gert vissar aðgerðir á ódýrari máta en það er vegna þess að þær þurfa ekki hluti sem neyðarstofnun eins og LSH þarf. LSH þarf að reikna inn í sinn kostnað vaktavinnu, bakvaktir og vissa umfremd af starfsfólki til að geta sinnt neyðartilfellum allan sólarhringin ásamt því að sinna þeim sjúklingum sem liggja nú þegar inni á sama tíma.

Rúmlega 75% þjóðarinnar býr innan circa klukkustundar aksturs frá Höfuðborgarsvæðinu. Hvernig færðu fram hagkvæmni með því að flytja þjónustuna lengra frá þeim sem nýta hana?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 16:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki að halda fram neinum sérstökum hugmyndum og allra síst að ég geti nefnt hagkvæmni þeirra hugmynda sem ég velti upp.

Ég er einungis að benda á að lengra verður ekki haldið á þeirri braut sem hingað til hefur verið farin og að nauðsynlegt er að skoða alla hluti sem hugsanlega gætu gert okkur fært að reka hér sómasamlega heilsugæslu.

Það er ekki boðlegt að starfsfólk á þessu sviði skuli ár eftir ár þurfa að standa í deilum vegna kjara. Það er ekki boðlegt að ekki skuli vera hægt að halda við því húsnæði sem þarf undir þessa starfsemi og að ekki skuli vera hægt að endurnýja tækjakost þess. Það er ekki boðlegt að ætla að reka hér deildir innan spítalans á neyðaráætlun.

Heilbrigðiskerfið er langstæðsti hluti útgjalda rikissjóðs og ljóst er að ekki verður sótt meira fé þangað. Því þarf að upphugsa þetta kerfi upp á nýtt og við þá vinnu þarf að leggja alla möguleika á borðið.

Vandan sem nú liggur fyrir, uppsagnir geislafræðinga, verður að leysa. Annað er ekki í boði!

Gunnar Heiðarsson, 25.7.2013 kl. 18:06

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það gefur augaleið að ekki þarf risasjúkrahús ef ekki eru til tæki og mannskapur til að annast störf sjúkrahúsins.

Þess vegna er ég sammála því að fyrst er að fá nýjustu og beztu tæki sem til eru og tryggja það að það sé starfsfólk sem getur notað tækin og allt aðstoðar hjúkrunarfólk.

Svo má kanna ef það er betra að hafa risasjúkrahús eða eins og Gunnar bendir á, minni einingar.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband