Stórskemmtileg umræða á Pressunni

Það fer fram stórskemmtileg umræða á pressunni þessa dagana. Upphafið er að Egill Helgason fann grein eftir erlendann mann sem hefur þann titil að vera "vinsæll bloggari". Í framhaldinu byrti Pressan útdrátt úr greininni sem stórfrétt.

Margur vinstrimaðurinn hefur eitthvað misskilið þessa grein útlendingsins, eða sleppt því að lesa hana. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir tjái sig um hana og sumir fjálglega.  Meðal þeirra er Björn Valur, fyrrverandi alþingismaður, auk fjölda annarra. M.a. hefur Guðmundur Ólafsson verið duglegur í athugasemdum við þessi skrif.

Það magnaða og skemmtilega við þessa umræðu er þó sú staðreynd að megnið af grein útlenska bloggarans er gagnrýni á fyrri ríkisstjórn. Hann fjallar um iðju, eða réttara sagt iðjuleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og gagnrýnir þau vinnubrögð. 

Bloggarinn gagnrýnir málflutning fyrri stjórnarflokka fyrir kosningarnar í vor, þegar því var haldið fram að hér hefði náðst undraverður árangur til varnar almenning í baráttunni við kreppuna og að landið væri búið að ná sér út úr þeim hremmingum. Hann bendir á að almenningur hafi þurft að taka á sig allar byrgðar meðan staðið var vel við bak fjármagnsaflanna.

Hann gerir grín að uppgjöri við stjórnendur hinna föllnu banka og bendir á að sá eini sem hefur fengið á sig dóm, hafi einungis verið dæmdur til 9 mánaða og lengstan þann tíma skilorðsbundið! 

Það er gleðilegt að Björn Valur, Guðmundur Ólafsson og flerira vinstrafólk skuli sammála þessum útlenda bloggara. Að þetta fólk skuli viðurkenna eiginn aumingjaskap með þessum hætti.

Til að gæta allrar sanngirni þá lýsir útlenski bloggarinn áhyggjum á því að hugsanlega gæti verið erfitt fyrir núverandi stjórnvöld að standa við gefin loforð um leiðréttingu lána, en hann eyðir einungis einni setningu í þær vangaveltur.

Lokaorð útlenda bloggarans eru þessi:

Belive me, the country has MUCH to offer. And this is what's so exciting. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tími til kominn að þú, Gunnar Heiðarsson, farir að átta þig á þeim óreiðskuldum sem Davíð Oddsson skildi eftir.

Þetta eru skuldir sem munu fylgja þjóðinni langt inn í framtíðina, ekki fjögur ár, fremur 40 ár. Börn þín og barnabörn munu þurfa að greiða fyrir vitleysuna í Dabba og hans hirð, sem hefur valdið íslensku þjóðinni óbætanlegu tjóni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 20:13

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég var nú hvorki að blogga um DO né hrunið Haukur, heldur þá stórskemmtilegu umræðu sem fram fer á Pressunni þessa daga. Þar keppast vinstrimenn um að hæla útlenskum bloggara fyrir hans skrif, skrif sem eru nánast eingöngu ádeila á þá ríkisstjórn sem hér sat síðast.

Þessi umræða vinstrimanna á Pressunni er kjánaleg, rétt eins og athugasemd þín hér fyrir ofan. Aldrei hef ég verið aðdáunnarmaður DO í pólitík, en að ætla að kenna einum manni um hrunið er barnalegt. Orsök þess er mun dýpri, en það er vart von að þið vinstrimenn skilji það.

Það er aftur eftirleikurinn og hvernig unnið var úr hruninu sem er gagnrýnivert. Það er ljóst að tap þjóðarinnar var mikið við hrunið, en það afsakar ekki undirlægjuhátt síðustu ríkisstjórnar við fjármagnsöflin. Það væri hægt að telja margt ljótt upp af störfum þeirrar ríkisstjórnar og víst er að enn á margt ljótt eftir að koma í ljós. Nú síðast um síðustu helgi opinberaðist að SJS var aðalhöfundur þess að kaupaukakerfið var endurvakið hjá bönkunum. 

Framtíðin mun leiða það í ljós að þeim rúmum fjórum árum sem vinstriflokkarnir voru við stjórn, eftir hrun, var kastað á glæ heimskunnar. Ef þarna hefði verið fólk með bein í nefinu er ljóst að við værum mun betur stödd í dag. 

Gunnar Heiðarsson, 25.7.2013 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband