ESB-RUV og Benedikt Jóhannsson

Benedikt Jóhannsson, einn harðasti fylgismaður þess að Ísland gangi í ESB, fékk að halda pistil á ESB-RUV. Þar flutti hann "boðskapinn" og sagði m.a. að ekki væru allir asnar sem væru á móti aðild. Með því gaf hann sterklega í skyn að flestir væru þær þó asnar!

Benedikt var mikið í fjölmiðlum síðasta vetur og vor, fyrir kosninguna um icesave. Málflutningur hans þá ætti flestum að vera í fersku minni. Eitthvað virðast aðrir fjölmiðlar en ESB-RUV muna eftir þeim málflutningi og hversu trúverðugur Benidikt var þá, því ekki er að finna eina einustu frétt á neinum fjölmiðli ennþá um þennan pistil sem hann fékk að flytja á ESB-RUV.

Eitt var þó sem Benedikt sagði sem smá glóra er í. Hann hvatti til að menn afgreiddu þetta mál með rökum. Eitthvað sem flestir telja eðlilega afgreiðslu en virðist vera alveg nýtt fyrir honum.

Auðvitað á að horfa á rök og taka mið af þeim þegar verið er að ræða þessi mál. Persónuleg umræða, eins og sú sem er hér fyrir ofan, þjónar litlum tilgangi, þó stundum ofbjóði manni hvernig sumir fá að leika sér.

Eðli málsins samkvæmt þá koma aðildarsinnar með rök fyrir aðild en sjálfstæðissinnar rök gegn henni. Benedikt hefur sjálfur staðið að rökfærslu með aðild en því miður eru flest þau rök, sem aðildarsinnar hafa hingað til notað, orðin úrelt og standast ekki lengur. Ekki hefur verið unnið í nýrri rökfærslu með aðild, þau gömlu eru enn notuð, útúrslitin.

Sjálfstæðissinnar komu einnig með rök gegn aðild. Sumum þótti þau léttvæg á þeim tíma sem umræðan hófst, en æ betur kemur í ljós hversu sterk þau rök eru. Þær hremmingar sem nú herja á ESB, einkum evrulöndum þess, hafa skírt línurnar og dag hvern sannast hversu sterk rök sjálfstæðissinna eru.

Þegar sjálfstæðissinnar hafa bent á þann möguleika að sjálfstæði þjóðarinnar væri í hættu þótti aðildarsinnum það fjarstæða. Hvað erum við að horfa upp á innan ESB núna þessa dagana? Hvar er lýðræði þeirra landa sem eru innan ESB?

Þegar sjálfstæðissinnar bentu á að vægi Íslands innan ESB gæti orðið léttvægt og lítið myndi heyrast til okkar á þeim vettvangi, þótti aðildarsinnum það fjarstæða. Hvaða vægi hafa önnur lönd en Þýskaland og Frakkland innan ESB nú? Hverjir taka ákvarðanirnar?

Þegar sjálfstæðissinnar benti á að ESB stefndi í eitt stórríki, eða ígildi þess, þótti það hin mesta fyrra. Aðildarsinnar sögðu að þetta væri einungis viðskiptasamband. Hvað er það sem leiðtogar og embættismenn ESB tala mest um núna? Aukin samþætting og miðstýring, fjárlög ríkja ESB verða að fá náð í Brussel áður en þau eru borin undir þjóðþingin. Og sífellt fleiri tala um að stíga skrefið til fulls og stofna eitt stórríki Evrópu.

Þagar sjálfstæðissinnar sögðu að evran væri ekki sá súper gjaldmiðill sem aðildarsinnar vilja státa af, var nánast hlegið. Hvað er að gerast með evruna núna? Hún hangir á bláþræði og gæti hrunið þá og þegar. Öll stæðstu ríki heims vinna nú hörðum höndum að því að reyna að bjarga þessum handónýta gjaldmiðli, ekki vegna þess að þau hafi svo mikla trú á honum, heldur til að bjarga eigin skinni. Staðreyndin er að krabbamein evrunnar hefur dreift úr sér út um allan heim!

Það er lengi hægt að halda svona áfram, nánast allt sem minnst er á er á fallandi fæti innan ESB. Þetta er dauðvona ríkjasamband, haldið gangandi frá degi til dags af þeirri einu ástæðu að það er of dýrt fyrir fjármálaheiminn að leifa því að deyja drottni sínum.

Benedikt Jóhannson vill að menn afgreiði ESB aðild með rökum. Ekki stendur á okkur sjálfstæðissinnum að gera það. En hvað með aðildarsinna?

Víðsýni er orð sem Benedikt kýs að misnota. Víðsýni er að geta séð þegar forsendur breytast og hafa kjark og þor til að skipta um skoðun vegna þess.

Það eru ekki margir aðildarsinnar sem hafa þann kjark, þó vissulega sumir hafi íjað að því að best væri að draga umsóknina til baka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Flott grein hjá þér, takk fyrir.

Sýnir vel hvernig áróður aðildarsinna hefur verið hrakinn, einn af öðrum.

Hvernig grunnurinn af öllum þeirra málflutningi er hreinlega hruninn. Þar stendur ekki steinn yfir steini lengur.

Nú rekum við sjálfsstæðissinnar örvæntingarfullan flótta þessara ESB aftaníossa, þeir eru nú nánast vopnlausir og tvístraðir og sífellt fækkar í liði þeirra. Liðhhlaupum fjölgar daglega.

Við skulum ekkert slaka á við að reka þennan flótta með öllum þeim öflugu vopnum og staðreyndum sem við höfum nú meira en nóg af ! Landi okkar og þjóð til heilla.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband