Dýrkun Mammons

Þegar ráðherrar eru farnir að tala um að gjaldmiðill sé veigameiri en þjóðríkin sem nota hann, er dýrkun á Mammon komin hressilega yfir strikið.

Leiðtogar ESB hafa sýnt og sannað síðustu vikur og daga að lýðræðið samrýmist ekki ESB og á ekki heima þar. Nú er bætt um betur og sagt að fjármagnsöflin séu þjóðum æðri!

Lýðræðinu er hafnað, þeir "stóru" ráða öllu og ekkert hlustað á rök eða tillögur smærri ríkjanna og fjármagnsöflin látin leiða allar ákvarðanir. Þetta er hið nýja ESB, það ESB sem nokkrir einstaklingar á Íslandi vilja framar öllu koma landinu í!

Vitfyrring þess fólk, sem enn heldur því fram að Íslandi sé betur borgið innan þessa nýja ESB, er algjör. Þessu fólki er gjörsamlega ófært að horfa, hlusta og meta rök, trúin er þeim allt og það er trúin á ESB!

Trúin á að lýðræðið sé af hinu illa.

Trúin á mátt hins stór yfir þeim smærri.

Trúin á Mammon!!

 


mbl.is Evran mikilvægari en aðild Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að þetta sýni líka hvað maðurinn hefur takmarkaðan skilning á efnahagsmálum, evran var ekki tekin upp af efnahagslegum ástæðum heldur pólitískum.

Margir spáðu fyrir um þann vanda sem þjakar evrusvæðið í dag. Hún setur mörg ríki í efnahagslega spennitreyju og það er afar sorglegt að Grikkir skuli ekki vera langt komnir með plan B: Hætta í evrunni en hún er rót þeirra vanda. Ég er viss um að ef þeir byrja núna strax að undirbúa upptöku drögmunnar gætu þeir gert þetta um mánaðarmótin. Fljótlega eftir það færi staða mála að lagast í Grikklandi. Þær verða dæmdir til fátæktar og atvinnuleysis á meðan þeir eru með evruna.

Helgi (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband