Hvernig datt ykkur þetta í hug ?

Þannig spyr Þórarinn G Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, forsvarsmenn atvinnulífsíns um þær launahækkanir er samið var um í vor.

En hvernig datt Seðlabankanum í hug að hækka vexti? Þannig er hægt að spyrja á móti.

Launahækkanir sem samið var um í vor eru allar komnar inn í verðlagið og því ekki ástæða til að óttast frekari áhrifa þeirra í næstu framtíð. Ekki að um einhverjar stórar upphæðir hafi verið að ræða, a.m.k. ekki hjá stæðsta hluta launþega. Auðvitað voru launahækkanir hinna hærralaunuðu mun hærri, þeir fá sumir hverjir allt að tvöfalda prósentuhækkun meira en lálaunafólkið. Hverja voru t.d. hækkanir launa þeirra sem efstir eru á pýramíta fjármálafyrirtækja?

Það verðbólguskot sem nú er talið vera, reyndar einungis innan Seðlabankans, er af öðrum orsökum. Það er ekki vegna þennslu, heldur erlendra hækkanna og gengisskráningu. Hækkun vaxta hefur ekki áhrif á þá þætti, þvert á móti gæti þessi vaxtahækkun einfaldlega aukið verðbólguna.

Flest fyrirtæki í landinu standa illa og mörg þeirra eru að fjármagna sig á skammtímalánum og jafnvel yfirdrætti. Því mun þessi vaxtahækkun koma beint til þeirra og hvað geta þau annað gert en að velta henni beint út í þjóðfélagið, með tilheyrandi hættu á verðbólguskoti!!

Þá ætti Þórarinn að skoða, ef hann er svo sannfærður um að fyrirtæki hafi gengið of langt í launahækkunum, hvaða áhrif þessi vaxtahækkun hefur á þau sömu fyrirtæki og hvert þau áhrif leiða.

Hvernig dettur Seðlabankanum í hug að einhver hlusti á rök þeirra, þegar aðalhagfræðingur hans er ekki með betri og traustari málflutning en þetta?!

Nú mætti ætla að innan Seðlabankans væru menn sem taldir eru vel hæfir á sínu sviði. Þetta er því umhugsunarefni. Það fyrsta sem manni datt í hug þegar tilkynnt var um vaxtahækkun, var að þar sem verðbólguspár voru í flestum tilfellum lægri hjá flestum greiningaraðilum, öðrum en Seðlabankans, yrði bankinn að sanna að hann hefði rétt fyrir sér og því gripi hann til þess úrræðis að hækka vexti, vitandi að þá muni spá hans um aukna verðbólgu rætast.

Pólitíkin hefur tekið öll völd innan Seðlabankans, krumla afturhaldsins hefur yfirtekið bankann. Afturhaldið beytir öllum tiltækum ráðum til að herða krumlu sína um háls efnahagslífsins!!

 

 


mbl.is „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

mér er alltaf að verða meira og meira flökur af fréttum af hvernig bankarnir haga sér, og núna velti ég því fyrir mér hvort bankarnir þrífist best ef almenningur væri ekki til. eða, þrífast þeir best þegar fólk lifir ekki af launum ?

ég held samt að ef einhverstaðar er að finna stærðfræðinga sem vita hvað kostars að vera til, þá sé að finna þá í bönkunum.  en manni verður einnig hugsað til þess að það voru fréttir af því að launaskrið hefur verið í bönkunum og það meira segja eftir hrun, og má spyrja hvað nokkrar góðar bónusgreiðslur hjá bönkunum hækka verðbólguna. 

og auðvitað minnast þessir "snillingar" ekki á að verðtryggingin hækkar verðbólguna en meira, samt virðist staðið vörð um hana með kjafti og klóm, og bent á þrælana og þeim kennt um .

GunniS, 4.11.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband