Og hver er tilgangurinn ?

Sigríður Ingibjörg hefur ásamt "fögru föruneyti" mælt fyrir þingsályktun um að rannsaka gerðir erlendra matsfyrirtækja. Til hvers? Hver er tilgangurinn?

Þegar þingmenn flytja þingsályktun sem eykur útgjöld ríkissjóðs, hlýtur einhver ástæða að liggja að baki, það hlýtur einhver ávinningur að fást vegna tillögunnar. En hvað ætla þessir þingmenn með niðurstöðu slíkrar skoðunar? Ætla þeir að leggja lögbann á erlendu matsfyrirtækin?

Það er lágmarkskrafa að þingmenn hafi einhverja hugmynd um hvað þeir eru að ræða. Matsfyrirtækjunum er haldið uppi af bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þau kaupa sér þjónustu þessara matsfyrirtækja, svo engann þarf að undra þó þau hefðu gefið bönkum, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim, hæðstu einkun, allt fram að hruni þeirra. Matsfyrirtækin voru álíka trúverðug og greiningadeildir bankana. Þetta ættu allir að vita, sérstaklega þingmenn!

Það er svo sem ágætis hugsun að vilja rannsaka sem mest af því sem gerðist fyrir hrun, en að rannsaka ákvarðanir erlendra matsfyrirtækja er þó ansi tilgangslítið. Það mun engu breyta fyrir okkur og engin hætta á að hægt sé að krefja þessi fyrirtæki um bætur. Þetta er því hrein peningasóun!!

Það þarf ekki að deila um að matsfyrirtækin ofmátu banka og fjármálafyrirtæki um allan heim, fyrir hrun. Þetta þarf ekki að rannsaka. Það er hins vegar umhugsunarefni þegar þessi sömu fyrirtæki koma fram með neikvætt mat núna. Þá eru pólitíkusar fljótir að láta heyra í sér og vilja sumir hverjir banna störf þeirra. Þetta er mun verðugra rannsóknarefni!

Hvort mat þessara fyrirtækja sé réttara þegar það er neikvætt ætla ég ekki að dæma um, en það er þó fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnmálamanna, eftir því hvort matið er jákvætt eða neikvætt.

Væntanlega er tilgangur Sigríðar Ingibjargar og "félaga" að sýna fram á að matsfyrirtækin hafi ekki verið trúverðug fyrir hrun bankakerfis heimsins og því sé ekki mark takandi á þeim nú, þegar þau vara við hættunni.

Að með þessari tillögu sé verið að styðja leiðtoga ESB í þeirri viðleitni að banna starfsemi matsfyrirtækjanna í Evrópu.

 


mbl.is „Óraunhæft mat er dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband