Voff, voff segir hundurinn

Kjölturakki Steingríms er eitthvað að reyna sig, en eins og oftast áður fer hann með fleypur.

Björn Valur heldur því fram að 18 til 19 milljarða undanskot frá skatti sé ekki háum sköttum að kenna. Því til staðfestingar dregur hann fram eldgamla skýrslu um allt annað mál.

Þessi undanskot upp á 18 - 19 milljarða eru talin fara fram hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og aðallega vegna svartrar vinnu. Það ber Björn Valur saman við gamla skýrslu um undanskot vegna fjármagnstekjuskatts, þetta eru tveir óskyldir hlutir. Hver undanskot eru talin vera frá þeim skatti í dag hefur ekki verið opinberað, kannski vegna þess að þær tölur þola ekki dagsljósið!

Þegar Björn Valur veit hvað hann segir er honum heimilt að tjá sig, þangað til skal hann þegja! Það er bæði honum og Steingrími fyrir bestu, að ekki sé minnst á okkur þegna landsins.

 


mbl.is Háir skattar skýra ekki skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hér er komið lifandi dæmi þess hvers vegna almenningur ber ekki mikla virðingu fyrir alþingi, það sjá allir þetta augljósa samhengi sem BVG sér þó ekki frekar en margt annað. Er nema von að allt sé í steik hérlendis þegar svona menn fara með völdin?

Skattar hér hafa verið of háir í langan tíma og ef skattsvik voru veruleg árið 2004 var það einfaldlega vegna þess að skattar voru of háir þá líkt og nú.

Hérlendis talar enginn stjórnmálamaður um að draga verulega saman stærð hins opinbera og segja upp opinberum starfsmönnum. Hvernig stendur á því að líknardeildum er lokað en við höfum efni á að hafa 77 aðstoðarmenn þingmanna á launum? Hvers konar forgangsröðun er það?

Er þá ekki lógíska framhaldið að hækka skatta enn meira fyrst þeir hafa engin áhrif (nema kannski öfug) á skattsvik?

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 08:14

2 Smámynd: corvus corax

Gunnar Heiðarsson, ég hafna því að ég sé "þegn" þessa lands, ég er BORGARI. Þegnar lúta þjóðhöfðingja, t.d. konungi eða keisara. Við erum borgarar á Íslandi í lýðræðisríki þar sem fulltrúalýðræðið nauðgar stöðugt hinu rétta lýðræði.

corvus corax, 4.11.2011 kl. 11:30

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegn eða borgari skiptir ekki svo miklu máli corvus corax, nær væri að tala um að við værum þrælar, því það erum við sannarlega orðin. Þök sé afturhaldsöflunum.

Við erum þrælar stjórnvalda og við erum þrælar fjármálastofnana.

Þegar einstaklingurinn þarf að láta meira en helming launa sinna til ríkissins og lánastofnanir hirða nánast hinn helminginn, er hann þræll. Það er sama hvað hann leggur á sig, alltaf er ríkið tilbúið að taka meira.

Er nema von að þeir sem kost hafa á að segja sig frá þessu rugli geri það, með því að flýja land eða vinna svarta vinnu. Það er eina leiðin til að komast undan þrældómnum!!

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband