Stór mistök sem verður að leiðrétta strax !

Jónas Garðarson veit að kjör áhafna ráðast af þeim samningum sem gilda í heimahöfn skipa, þó aldrei lægri en Alþjóða siglingasambandið semur um. Útgerðum er hins vegar heimilt að greiða hærri laun en samningar segja um.

Því eiga samningar Færeyska fiskimannafélagsins að gilda fyrir áhöfn Smyrils, annað er lögbrot.

Jónas ber því við að þeim hafi verið settir afarkostir, "take it or leave it". Svona framkoma er auðvitað út í hött. Ef Jónas hefði gert það sem honum bar og sagt að hann gengi ekki að þessu, hefði útgerðin væntanlega þurft að manna þessar stöður með Færeyjingum á þeim kjörum sem þar ráða. Hver er hagnaðurinn þá? Hvaða munur er á því hvort maðurinn er fæddur á Íslandi eða í Færeyjum?

Það er vissuleg sjónarmið að útvega 60 - 70 unglingum störf og launin eru vissulega í hærri kantinum, jafnvel þó íslenskir samningar ráði. Ef það þarf að verðfella þessa unglinga, miðað við samstarfsfólk þess, til að það fái vinnu, er betra heima setið en af stað farið!

Óánægja þessara starfsmanna er skiljanlega mikil. Það er engin réttlæting í því að laun starfsmanna ráðist af því hvar það er fætt, slíkt sættir enginn sig við.

Jónas Garðarson gerði stór mistök þarna og ef þau verða ekki leiðrétt strax, getur illa farið. Þetta gæti orðið fordæmi sem erfitt verður að snúa til baka!

Ef við ætlum að markaðssetja okkur erlendis sem einhvert annars flokks vinnuafl, er illa fyrir okkur komið!

 


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband