Hi, Darling

Hvenær fáum við að vita hvenær stjórnvöld vissu um bréfaskrifum Darlings til ráðuneytisstjóra síns, þeim skrifum sem stjórnvöld telja nú sitt besta tromp gegn ESA.

Þessi skrif fóru fram á fyrstu dögum eftir bankahrunið og lýsa því hvernig bresk stjórnvöld ætluðu að þvinga Ísland í svokölluðu icesave máli. Uppahaf þeirra aðgerða Breta var að setja hryðjuverkalög á Íslendinga!

Það er ákaflega ótrúlegt að þessar upplýsingar hafi dottið á borð ráðherra einmitt þegar þjóðin hafði hafnað icesave III, þegar ráðherra þurfti að senda svarbréf til ESA. En hvenær vissu ráðamenn þjóðarinnar af þessum skrifum?

Það er mikilvægt að þjóðin verði upplýst um þetta, á því hvílir sú litla sæmd sem ríkisstjórnin hefur. Hafi stjórnvöld haft þessar upplýsingar fyrr kosninguna um icesave III, eða icesave II eða jafnvel við upphaf þessara samninga, hafa stjórnvöld orðið uppvís af hreinum lygum og ber að taka þeim afleiðngum!

Hafi þessar upplýsingar hins vegar ekki borist stjórnvöldum fyrr en eftir kosningu um icesve III og þau geti sannað það, mun sá litli trúverðugleiki sem þau hafa, ekki skaðast. Þetta er þó ákaflega ótrúlegt!

Því er ljóst að meðan stjórnvöld upplýsa almenning ekki um þetta mál, verður að telja að þau hafi legið á þessum upplýsingum meðan þau stóðu að samningum við þessa svikara.

Það segir að stjórnvöld hafi logið blákallt að almenningi, til að koma á samningi sem engin ástæða var til að gera!

Hvers vegna? Hvað er svo mikilvægt að stjórnvöld telji sig verða að ljúga blákallt að almenningi? Er það kannski sú blinda ást á ESB sem þarna réð? Að ekkert megi gera sem hugsanlega geti tafið þá vegferð?

Hverju fleiru hafa stjórnvöld þá logið að okkur til að verja þá vegferð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessar tilvitnanir í bréfaskriptir í UK Treasury í svonefndu svarbréfi reimars&co - er alveg útí hött og spurning hvað mönnum gangi til.  Það er ekkert samhengi tilvitnunum er þeir reimar og indefens draga fram og óskiljanlegt til hvers þeir setja það inní bréfið.

Með UK Treasury bréfin per se,  þá hafa þau verið þekkt langa lengi og eg man að ég sa þetta fyrir nokkrum misserum.  Ekkert merkilegt.  Aðeins samskipti hefðbundin innan UK Treasury hvernig ætti að bregðast við uppákomunni sem hlaust af vitleysisgangi hins ísl. banka og vankunnáttu Sjallastjórnar til að bregðast við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband