Fársjúkur maður

Það verður alltaf ljósara með hverjum deginum sem líður, að Þráinn Bertelsson er fársjúkur. Enginn heilbrigður maður lætur slík ummæli út úr sér, sem hann gerir.

Það má segja að fyrsta alvarlega hneykslið sem maðurinn gerði, hafi verið þegar hann kallaði hluta þjóðarinnar fávita. Síðan þá hefur þetta bara versnað og síðustu vikur hafa verið mjög slæmar hjá honum.

Ekki efast ég um að það sem Þráinn segir kemur frá hjarta hans, það er það skelfilegasta. Hann er í þeirri stöðu að hann verður að gæta orða sinna. Það er sama hvað mönnum er illa við einhvern, þegar þeir eru með umboð þjóðarinnar ber þeim að haga sér eins og siðaðir menn!

Eitt sinn kom krafa frá einum ákveðnum stjórnmálasamtökum um að stjórnmálamaður þeirra legði fram læknisvottorð um geðheilbrigði sitt. VG ættu að fara að fordæmi þessara stjórnmálasamtaka og krefjast slíks vottorðs af Þránni. Annars gæti farið fyrir VG eins og fór fyrir þeim samtökum, að hann þurkist út.

Það er nefnilega svo að þó þessi ummæli komi frá ákveðnum mann og hann beri ábyrgð á þeim, er sá maður á þingi sem þingmaður VG og því skaðar þessi framkoma þann flokk, jafnvel þó hann hafi svindlað sér á þing og gengið síðan til liðs við VG.

Það er skelfileg tilhugsun að stórn landsins skuli nú standa og falla með manni sem greinilega á við geðræn vandamál að stríða.


mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband