Þögnin ein
7.5.2025 | 11:26
Þögn fjölmiðla um stóru málin er ærandi. Eru hins vegar duglegir við að flytja okkur fréttir af því sem minna máli skiptir, eru duglegir við að róta í drullupollunum.
Þau mál sem skipta þjóðina mestu máli, til allrar framtíðar eru verkefnin sem vega að náttúru okkar lands, vega að lífsskilyrðum þjóðarinnar og vega að sjálfstæði okkar. Þar má nefna ýmis verkefni sem sögð eru til bjargar jörðinni, einkum með því að eyða lífsanda hennar, verkefni sem virðast fá meiri framgang, því sem heimskulegri þau eru. Þar má margt nefna og kem ég að sumu á eftir. Verkefni sem miða að því að skuldbinda þjóðina sem mest á erlendri grundu, s.s. að bindast fastari böndum hernaðarsamböndum. Og síðast en ekki síst verkefni er miða að því að fórna sjálfstæði okkar enn frekar til erlendra ríkjastofnana, esb.
Þessi mál fá lítinn framgang í fjölmiðlum. Reyndar hefur Heimildin stundum náð sér á strik, en jafnan þagnað fljótt aftur. Hver skýring þess er skal ekki sagt, en þó ljóst að fjölmiðlum sem berjast í bökkum er auðvelt að stjórna með fjármagn, hvort heldur þar er um að ræða skort á þeim eða aukning.
Í þessum pistli verður ekki fjallað um tvö síðari atriðin, sem þögn fjölmiðla ríkir um, auknar skuldbindingar erlendis og fórn sjálfstæðisins. Hins vegar verður hér ritað um fyrsta málaflokkinn, þann mikilvægasta. Þar ríkir nú þögnin ein meðal fjölmiðla og læðist að manni grunur um að sú þögn sé keypt.
Þau verkefni sem ógna tilveru þjóðarinnar mest eru gæluverkefnin til bjargar jörðinni. Þar er ekkert heilagt, hvorki land, náttúra né þjóð. Því fráleitari sem hugmyndirnar eru, því meiri framgang fá þær.
Það sem lengst er komið i þessari ógn eru auðvitað vindorkuverin. Fyrir það fyrsta þá er lítill munur á vindorkuveri og gasorkuveri varðandi co2 losun, ef horft er til líftíma þeirra orkukosta. Líftími vindorkuvers er mun styttri en gasorkuvers, kostnaður við uppbyggingu og mengun af þeim þætti er hærri á hverja framleidda MWst af vindorkuveri. Báðir kostir nota hlutlausan orkugjafa, vind versus gas. Gasið telst hlutlaust þar sem það er aukaafurð olíuvinnslu, var áður brennt á vinnslustað en nú nýtt til orkuframleiðslu. Kostnaður við eyðingu orkuveranna er sennilega svipaður, þ.e. miðað við að einungis sé eytt því sem ofanjarðar er. Ef hreinsa á allt draslið, verður kostnaðurinn margfaldur varðandi vindorkuverið, ef yfirleitt það er gerlegt. Þar sem líftími vindorkuversins er mjög stuttur er ljóst að gasorkuverið hefur margfaldan vinning. Og ekki má gleyma hagnaðarhlutanum. Gasorkuver eru yfirleitt rekin með ágætis hagnaði, meðan ekki virðist möguleiki að reka vindorkuver með hagnaði, hvergi. Þar kemur fyrst og fremst til stöðugleiki framleiðslunnar og geta til að stýra henni.
Hér á landi þurfum við ekki að horfa til gasorkuvera, eigum næga aðra kosti. En auðvitað þurfum við að sýna heiminum að við getum það ómöguleg, rekið vindorkuver með hagnaði. Við Íslendingar erum nefnilega svo frábæri, flottari en allir aðrir í heiminum. Munið hvað við vorum miklir fjármálasnillingar á fyrsta áratug þessarar aldar?
Annað verkefni sem alger þögn er um er losun á vítissóta í Hvalfjörðinn, þennan sem fréttir morgunsins voru um að hvalir væru komnir í fjörðinn. Reyndar búnir að vera þar um nokkurn tíma, en það er önnur saga. Ekki víst að þeir hafi mikinn áhuga á vítissótablönduðum Hvalfirðinum, eftir örfáar vikur.
Stofnað var nýtt félag um þessa gölnu hugmynd, Röst. Sagt að það væri ekki hagnaðardrifið og hygði ekki á sölu kolefnisbréfa, aflátsbréfa. En hvað með móðurfyrirtæki Rastar, er það óhagnaðardrifið. Hreint ekki. Móðurfélag Rastar er Transition Labs, kannski ekki svo mjög þekkt h#r á landi, en átti meðal annars hið fræga fyrirtæki að endemum, Runnig Tide. Þetta sem sturtað tugum þúsunda tonna af tréflís í hafið og náði að selja aflátsbréf fyrir milljarða, áður en verkefnið hætti. Þar var ekki verið að fela sig bakvið innantóm orð, eins og Röst gerir. Í öllu falli hefur öll umræða fjölmiðla um malið þagnað, var reyndar aldrei mikil. Og við íslensku snillingarnir ætlum auðvitað að sýna heiminum að vítissóti sé svo ofboðslega heilnæmur, ætlum að bjarga heiminum. Rétt rúmur mánuður er þar til eitrun Hvalfjarðar hefst.
Flutningur á gífurlegu magni af co2 til landsins og dæling á því í jörðu niður, er önnur fáviskan. Ef ekki hefði komið til einstæð samstaða íbúa Hafnartjarðar gegn þessum áformum, er víst að engir fjölmiðlar hefðu fjallað um málið og við fyrst fengið fréttir af því þegar ólánið væri skollið á, skaðinn skeður. Samstaða íbúanna lokaði fyrir þessi áform í Hafnarfirði. En þetta dugði þó ekki til að drepa málið, dugði ekki til að opna augu stjórnenda og fulltrúa eigenda Orkuveitu Reykjavíkur, dugði ekki til að opinbera fáviskuna. Nú er OR komið á fullt annarsstaðar á landinu, m.a. Húsavík. Þar taka fávísir sveitastjórnarmenn verkefninu fagnandi. Ekkert virðist ætla að stöðva það verkefni, enda fjölmiðlar þögulir sem gröfin.
Þeir sem að þessu verkefni standa fullyrða að mengandi efni frá erlendum fyrirtækjum, sem sannarlega fylgir með hingað til lands, sé svo lág prósenta. Þegar heildarmagnið er mikið skipir litlu hversu lá prósentan er, magnið mun skipta tugum, hundruðum eða þúsundum tonna eiturefna, eftir því hversu lengi verkefnið stendur. Þá er ekki enn komin viðunnandi tækni til vinnslu co2 úr útblæstri mengandi verksmiðja, tækni sem er áreiðanleg og enn síður viðunnandi tækni til að vinna eiturefnin frá lífsandanum. Því má gera ráð fyrir að magn eiturefna verði meira en sagt er, hvort heldur menn nota þar prósentur eða tonn. En O r heldur sinu striki, enda forstjórinn þekktur á þessu sviði, var bæjarstjóri á Akranesi þegar RT ruglið stoð sem hæst.
Þegar Runnig Tide ruglið stóð sem hæst voru margir sem hældu því og mældu því bót. Þar fóru hæst stjórnmálamenn með hjálp fjölmiðla. Engir menntaðir menn á þessu sviði sáust þó í þeim hóp, utan þeir sem fyrirtækið átti. Jafnvel var svo langt gengið að þegar eftirlitsstofnun sem átti að fylgjast með framkvæmdinni, stöðvaði hana vegna frávika frá leyfisveitingu, þurfti raðherraúrskurð til að fella bann eftirlitsstofnunarinnar. Sá úrskurður var auðfenginn. Við fávitarnir sem horfðum á ósköpin og fáránleikann, vorum algerlega orðlaus. Þegar svo pandóruboxið opnaðist, vildu þeir sem mest höfðu greitt veg RT, ekkert vita. Hlupu í felur.
Við Íslendingar erum miklir snillingar. Fyrst töldum við við okkur mestu fjarmalasnillinga á jarðkringlunni. Landið fór nánast á hausinn. Nú ætlum við að fórna íslenskri náttúru, bara af því erum svo ofboðslega færir að við getum það sem aðrir geta ekki. Þegar því er lokið fer almenningur á hausinn og þar með þjóðin. Engin atvinna og engin laun. Auðvitað líka bara af því við erum svo ofboðslega fær, getum ábyggilega lifað bara á loftinu.
Þá verður eftirleikurinn auðveldur, aðild að esb. Hún mun verð lausnin, eða þannig. Þegar landinu hefur verið fórnað, atvinnan farin og ekkert eftir, verður ekki lengur um val að ræða.
Kannski er leikurinn til þess gerður, að neyða þjóðina. Sannað er að ríkisútvarpið þiggur styrki frá esb og fréttaflutningur þess í samræmi við það. Hversu margir aðrir fjölmiðlar eru á þeim spena? Alla vega láta þeir sér í léttu rúmi liggja þó landinu sé fórnað, heiðum þess, fjörðum og neðanjarðar hryðjuverk.
Allt er þetta gerlegt með hjálp fjölmiðla og reyndar þeirra verk ákaflega lítilfjörlegt, þurfa bara að sleppa vinnunni sinni og fá borgað fyrir. Einstaka sinnum sést hjáróma frétt um þessi mál, í einstökum fjölmiðlum. En það stendur stutt, rétt eins og stungið sé einhverju nammi í munn þeirra.
Þá þagna þeir!
Náttúrunni verður ekki bjargað með því að fórna henni
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
Algjör snilldar pistill og sorglega sannur.
En af hverju höfum við svona óhæft fólk við
stjórnvölinn.? Jú, það er vegna þess að flest af þessu
yngra liði hefur aldrei unnið handtak og er svo með
jafn vitlausa aðstoðarmenn sem eru á sama plani.
Það trúir allri vitleysu sem fyrir þau er borið
gagnrýnislaust. Td. með kynjafræði ruglið sem ætti
að leggja af hið fyrsta, enda jaðrar það bull við
geðveiki svo ekki sé minna sagt.
Gleymum svo ekki vinstri slagsíðunni í öllu skólakerfinu.
Ekki nema von að illa fari.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2025 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning