Undarlegur málflutningur forstjórans

Það er undarlegur málflutningur forstjóra Landsvirkjunar. Talar um leka milli raforkukerfa.

Alþingi samþykkti, illu heilli, að gerast aðili að orkustefnu ESB. Þetta var gert með samþykkt þriggja  svokallaðra orkupakka, þ.e. safn laga og reglna sem sambandið setur upp, og í raun er farið að vinna samkvæmt orkupakka 4 hér á landi, þó Alþingi hafi ekki fengið að ræða þann pakka eða samþykkja.

Orkustefna ESB byggir á frjálsum viðskiptum með orku og frjálsu flæði hennar yfir landamæri. Við samþykkt op1, árið 2003, var Alþingi í raun að samþykkja að hér skyldi einnig gilda frelsi á markaði um orku. Fyrstu kynni almennings af þessu "frelsi" var að orkureikningum fjölgaði, þar sem op1 krafðist þess að skilið skyldi á milli framleiðslu, flutnings og sölu orkunnar. Þar með var lagður grunnur að frelsi með sölu orkunnar okkar, ekki bara hér innanland, heldur einnig milli landa. Enn er þó ekki komin tenging á okkar raforkukerfi til annarra landa, sem betur fer, þannig að í  raun er þetta frelsi einungis um sölu hér á landi.

Þetta segir að ekki megi gera skil á milli notkunar heimila og stóriðjunnar. Frelsið um söluna er ekki og má ekki vera með neinum höftum. Ef útlit er fyrir skort ber framleiðendum að framleiða meira og ef flutningur kerfisins er ekki nægur ber að bæta það. Og ef einhver vill leggja héðan raforkustreng til annarra landa, til að flytja orkuna okkar úr landi, ber Alþingi að samþykkja þá bón. Þessi atriði öll voru kyrfilega áréttuð í op3.

Þetta veit forstjórinn, en samt velur hann að koma fram með einhvern bull málflutning, eitthvað moð. Ekki er ástandið betra á löggjafasamkundunni okkar. Þar liggur fyrir frumvarp stjórnvalda sem mun sannarlega brjóta í bága við orkustefnu ESB, sem sama samkunda samþykkti fyrir hönd landsmanna fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan!

Ef það er vilji forstjórans og ef það er vilji Alþingis, að heimili landsins fá forgang að orkunni okkar er ekki nema eitt í stöðunni. Reyndar mjög einfalt að fara þá leið. Það er að segja upp samstarfi um orkumál við ESB, gegnum EES samninginn. Þannig fær ríkið aftur yfirráð um hvernig orkunni skuli ráðstafað og þannig fær forstjórinn aftur afsökun fyrir því að slugsast við að framleiða næga orku fyrir landið. Eins og staðan er í dag er víst að öll viðleitni til að stjórna því hver fær orkuna okkar til afnota, mun lenda fyrir dómstólum og ríkið mun tapa því máli. Slíkt verður ekki liðið meðan við höldum okkur við að láta stofnanir undir ESB stjórna markaðnum hér.

Grundvallarstefna ESB, sem við höfum tengt okkur við gegnum EES samninginn er fullt frelsi með sölu orkunnar. Þar skal markaðurinn einn ráða.

Er ekki komið nóg? Er ekki kominn tími til að vakna?


mbl.is Varar við leka á milli orkumarkaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar.

Ég tek undir hvert orð í færslu þinni og vildi helst bæta við viðurlögum og miskunarlausum refsingum til handa þeim sem vilja ganga gegn hagsmunum íslenskra heimila, eins og heyra má jafnvel frá kjörnum fulltrúum og embættismönnum - án þess að nefna nein nöfn.

P.S.

Eins og ég hef áður nefnt, þá álít ég í stöðu spillingamála í þjóðfélaginu á þann veg, að því miður sé orðið tímabært að reisa gálga og gapastokk fyrir framan Stjórnarráðið.

Jónatan Karlsson, 28.12.2023 kl. 10:06

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Flumbrugangurinn og allur framgangur orkupakkaráðherra Sjálfstæðisflokksins við innleiðingu 3. orkupakka ESB reið ekki við einteyming. Hvað lá þar að baki? Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eða hagsmunir (erlendra) fjárfesta? Svo virðist sem meginþorri íslenskra stjórnmálamanna séu orðnir handbendlar erlendra auðhringja og stórfyrirtækja. Við ráðum ekki lengur sjálf yfir orkuauðlinum okkar sama hvað forstjóri Landsvirkjunar bullar eins og þú bendir á. Það sýnir nýlegur dómur Landsréttar í máli gegn Landsvirkjun. Björgum Íslandi!

Júlíus Valsson, 28.12.2023 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband