Siðblinda stjórnmálamanna

Þegar ruv flutti frétt af því að fulltrúi Pírata í borgarstjórn efaðist um réttmæti þess að ríkisstyrkja fjölmiðla, varð ég nokkuð hissa. Kannski væri einhver glóra í þessu hjá henni. Alla vega varð fréttin til þess að ég gerði meira en að lesa fyrirsögnina, las alla fréttina.

Þar heldur borgarfulltrúinn því fram að tengja eigi slíka ríkisstyrki við það að fjölmiðlar séu ekki pólitískir. Enn meira opnuðust augu mín. Þetta var alveg frábær tillaga hjá borgarfulltrúanum. Reyndar einn hængur þar á, fjölmiðlar myndu þá sennilega ekki starfa lengi í landinu, þar sem ekki finnst einn einasti ópólitískur fjölmiðill hér. Þar er sennilega sá þurftafrekasti pólitískastur, þ.e. ruv. Enda var fréttamaður þaðan fljótur að lýsa yfir frati á þennan málflutning borgarfulltrúans.

En þegar enn lengra var lesið kom í ljós að borgarfulltrúinn var ekki að hugsa um pólitík afskiptaleysi fjölmiðla, vildi bara taka þá af sakramentinu sem ekki þóknuðust henni. Mogganum hafði orðið það á að flytja aðrar fréttir af fjárhagsstöðu borgarinnar en siðblind borgarstjórn heldur fram.

Varla er hægt að hugsa sér meiri siðblindu en þennan málflutning borgarfulltrúans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband