Fjölmiðlalæsi, hatursorðræða og popúlismi

Enn er áréttað innan veggja ruv að frétt sé frétt en ekki skoðun. Ekki er víst vanþörf á.

Fjölmiðlalæsi, hatursorðræða og popúlismi eru orð dagsins. Umræðan snýst um hvernig hægt sá að koma höndum og böndum á þessi hugtök. En hvað er þar um að ræða?

Fjölmiðlalæsi er notað æ oftar og þar gjarnan átt við að fólk eigi ekki lengur að treysta á sig sjálft til að greina á milli þess sem er rétt og rangt. Það á að treysta á að fjölmiðlar segi satt og rétt frá. Og ef svo óheppilega vill til að fjölmiðill hafi farið með rangt mál á hann einungis að endursegja fréttina, hellst án þess að fram komi að um leiðréttingu sé að ræða. Því miður er engum fjölmiðli á Íslandi treystandi á þessu sviði. Þar er sorglegust framganga fréttastofu ruv, sem lætur pólitík ráða fréttaflutningi, segir frá skoðunum en ekki fréttum.

Hatursorðræða er aftur annað mikið notað orð. Allt hatur og sér í lagi líkamsmeiðingar eru með öllu óréttlætanleg. Skiptir þar einu hver verður fyrir slíkri meðferð. Hér á landi er það þó svo að þetta orð er einkum notað þegar ákveðnir hópar verða fyrir óréttlæti, en þykir ekki henta er aðrir hópar verða fyrir samskonar árásum. Erlendis er þetta svolítið annað. Þar er orðið hatursorðræða meira notað þegar fólk er ekki sammála ráðandi öflum. Kemur í sjálfu sér ekki hatri við, heldur  pólitískum skoðunum.

Orðið popúlismi eða lýðhyggja heyrist ekki mikið hér á landi. En skilgreining þess orðs er "einföld og óraunhæf lausn á flóknu máli". Hellst að þeir sem stunda popúlisma sem mest noti þetta á skoðanafjendur sína. Þar er gjarnan gengið í sömu hjólför og víða erlendis, þar sem allir stjórnmálaflokkar er ekki fylgja meginstraumnum fá á sig þetta orð. Skiptir þá engu þó viðkomandi stjórnmálaflokkar hafi nokkuð fylgi að baki sér, einungis að þeir eru með aðrar hugmyndir en ráðandi öfl.

Hér bar nokkuð á notkun þessa orðs í icesave málinu, þar sem þeir sem börðust þar fyrir þjóðina fengu þetta viðurnefni, auðvitað frá þeim er vildi þóknast erlendu ofurvaldi. Þjóðin stóð hins vegar með þem er börðust lífróðri landsins og seinna skáru dómstólar úr um að þar hafði ekki neinn popúlismi verið til staðar.

Hægt er hins vegar að nota þetta orð yfir þá sem segja krónuna ónýta og reyna að telja þjóðinni trú um að upptaka á erlendum gjaldeyri muni laga hér allt. Boða einfalda lausn á flóknu vandamáli. Þar eru evru sinnar hvað harðastir, ljúga því vísvitandi að þjóðinni að hægt sé að taka upp evru án inngöngu í esb, þó Lissabonsáttmálinn taki eindregið fyrir þann möguleika.

Forsætisráðherra hefur áhyggjur af hatursorðræðu og jafnvel einnig lélegu fjölmiðlalæsi þjóðarinnar. Hún hefur svo sem ekki mikið talað um popúlisma, en sjálfsagt truflar hann einnig hug hennar. Í þessu skyni hefur hún boðað frumvarp til að taka á þessum málum. Sjálfsagt vill hún vel og víst að í hennar huga er hatursorðræða einfalt hugtak. En hún ætti að átta sig á því að hún verður ekki forsætisráðherra til eilífðarnóns. Það koma aðrir á eftir henni. Það er ekki víst að þeirra hugur til þessara hugtaka sé eins einfaldur og hennar, sé meira í ætt við hvernig erlendar stórþjóðir og þjóðasambönd skilgreina þessi orð. Að í stað varnar þeirra sem minna mega sín, verði þessi löggjöf nýtt í pólitískum tilgangi. Að þeir sem ekki vilji þóknast ráðandi öflum verði dæmdir samkvæmt henni.

Til að setja löggjöf um eitthvað verður skilgreiningin um efnið að vera á kristaltæru. Skilgreiningin á hatursorðræðu er langt frá því að vera tær. Eins og hún er notuð hér á landi í dag á hún við hatur gegn ákveðnum hópum en ekki hatri gegn öðrum. Erlendis er skilgreiningin pólitísk. Meðan skilgreiningin er ekki á hreinu, er ekki hægt að setja löggjöf um hana. Ekki frekar en að ekki er hægt að setja löggjöf um fjölmiðlalæsi eða popúlisma.


mbl.is Eldra fólk viðkvæmara fyrir röngum upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband