Krabbamein ríkissjóðs

Í samgöngusáttmálanum var gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Sæbraut. Síðar kom krafa um að Sæbraut yrði sett í stokk. Verðmiðinn fimmfaldaðist á þessum gatnamótum einum. Hafi sú krafa verið samþykkt fór það samþykki hljótt fram.

En að sjálfri fréttinni um brúnna. Hún er áætluð kosta kvart milljarð króna, fyrir utan tengingar að henni og frá. Þar mun sennilega óþarfar kröfur um útlit skipta mestu máli auk þess sem brúin skal vera hreyfanleg. Þetta er er bráðabyrgða brú og kröfur um listrænt útlit með öllu óþarfar og þar sem ekki er vitað hvar né hvort brúin verði nýtt á öðrum stað er fráleitt að auka kostnað við hönnun og bygginguna með kröfu um að hún skuli verða hreyfanleg.

250 milljónir er nokkuð stór upphæð og víst að hægt væri að byggja þarna brú fyrir mun minni fjárhæð. Þá er ekki víst að þessar 250 milljónir dugi til að greiða fyrir hönnun og byggingu þessarar brúar, ef farið skuli að öllum kröfum. En það er með þetta eins og margt annað, þegar að þeim verkefnum sem tengjast borgarlínu kemur, skipta peningar ekki máli. Varan er seld með einni hugmynd en framkvæmd á allt annan hátt. Varan er seld á óraunhæfu verðmati og stór aukinn  kostnaður síðan sóttur í tómann ríkissjóð.

Og allt fer þetta framhjá Alþingi. Betri samgöngur ohf. segja bara ráðherrum fyrir verkum og alþingismenn nenna ekki að sinna þeirri grunn skyldu sinni að stoppa þennan ósóma og þetta sukk með almannafé. Betri samgöngur ohf. getur ekki og má ekki hafa fjárveitingarvald úr sjóðum landsmanna, hvort heldur er úr mis vel stæðum sveitarfélögum eða galtómum ríkissjóð.

Ef eitthvað verkefni er til hér á landi sem stjórnvöld og sveitarfélög geta stöðvað, til baráttu gegn verðbólgunni, er það þessi borgarlína og það sem henni tengist. Sem lið í betri samgöngum um höfuðborgarsvæðið, þarf borgin að hætta þrengingu gatna. Þannig komast bæði almenningsvagnar og aðrir bílar fljótt milli staða. Þannig getur borgin sparað sér pening og þannig getur borgin að auki lagt sitt af mörkum í baráttu gegn verðbólgu. Fáir eru eins þurfandi fyrir lækkun verðbólgunnar og þeir sem skulda og þar er borgin mjög ofarlega á blaði.

Að hafa eitthvað batterí starfandi í landinu, batterí sem virðist geta gengið hindrunarlaust í sjóði almennings, er fráleitt á öllum tímum en þó sjaldan jafn fráleitt og þegar þjóðin berst gegn vágesti sem hefur það markmið að koma fólki á götuna.  Betri samgöngur ohf. á að leggja niður hið snarasta. Það tók Alþingi kvöldstund að samþykkja ræktun þessa krabbameins og það ætti ekki að taka lengri tíma að skera það burt!


mbl.is Göngubrú reist yfir Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það ætti ekki að vefjast fyrir okkur óbreyttum,að bregðast jafn snöggt við og stöðva meinið,væri sukkurum landssjóðs skylt að fá leyfi hjá ákveðnum fjölda borgara landsins.Hvernig sem því mætti koma löglega við. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2023 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband