Lágkúra

Það er útaf fyrir sig sérstakt rannsóknarefni hvers vegna Dagur leggur þvílíka áherslu á að koma flugvellinum burt úr Reykjavík, hverra hagsmuna hann er að gæta þar. Enn undarlegra er þó að honum skuli hafa tekist að véla formann Framsóknar til að heimila byggingu nærri vellinum, þvert á fyrir samþykktir.

Það kemur skýrt fram að byggð við Skerjafjörð mun hafa truflandi áhrif á flug um völlinn. Síðan er bætt við að minnka megi þá truflun með mótvægisaðgerðum. Ekkert kemur fram í skýrslunni sem segir að hægt verði að halda sama öryggi fyrir flug um völlinn, einungis að truflunina megi minnka með mótvægisaðgerðum. Hverjar þær mótvægisaðgerðir eru er minna sagt. Þannig að samkomulagið frá 2019, sem segir að öryggi flugvallarins skuli tryggt jafn gott eða betra, þar til annar flugvöllur hefur verið byggður, er því í öllu falli brostið.

Hver á svo að fjármagna þessar mótvægisaðgerðir. Varla ríkissjóður. Og vart er hægt að treysta borginni til þess, enda getur hún nú auðveldlega bent á að samkomulagið frá 2019 sé brostið og því engin þörf á þær mótvægisaðgerðir.

Framsóknarmenn eru komnir út í horn með þetta mál, mál sem þingmenn og flokksfélagar hafa barist hart fyrir gengum árin. Sjá að þeir léku þarna stórann afleik. Komið er fram með skýringar sem ekki standast skoðun og vísa í samkomulag sem þeir sjálfir hafa gert að engu. Þetta er lágkúra af verstu gerð og vart hægt að komast neðar.

Oddviti Framsóknar stútaði flokknum í Reykjavík, með því að halda áhæfri borgarstjórn á lífi. Nú vinnur formaður flokksins hörðum höndum að því að klára flokkinn á landsbyggðinni, með því að brjóta eigið samkomulag við borgina um öryggi flugvallarins í Reykjavík. Flugvallarins sem er lífæð landsbyggðarinnar. Víst er að framsókn mun ekki ríða feitum hesti í Reykjavík, eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og flokkurinn má þakka fyrir að ná inn þingmanni að loknum næstu alþingiskosningum. Niðurrif flokksforustunnar á eigin flokki er fáheyrð.


mbl.is „Treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband