Fótboltavellir og vindtúrbínur
12.4.2023 | 23:29
Það er nokkuð absúrd þegar ESB ætlar að leggja bann við notkun innfylliefna á gervigrasvelli, vegna örplastmengunar, en á sama tíma styrkja stórkostlega uppsetningu vindorkuvera. Fátt eða ekkert er eins örplastmengandi og spaðar vindtúrbína.
Það er sjálfsagt mál að sporna við örplastmengun og vel getur verið að innfylliefni á gervigrasvelli sé þar eitthvað sem þarf skoðunar við. En mesti áragur næst þó alltaf þegar stærstu orsakavaldarnir eru teknir úr notkun. Þar tróna vindtúrbínur yfir flestu eða öllu öðru, þegar að örplastmengun kemur.
Meðan ESB styrkir byggingu vindorkuvera, er trúverðugleiki þess í baráttu við örplastmengun hjómið eitt.
Bann á örplasti nær til 197 gervigrasvalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Umhverfismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.