First we take Manhattan - then we take Berlin

Þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð með athöfn hafði Reykjavíkurborg nýlega sameinast Kjalarnesi. Því kom í hlut þáverandi borgarstjóra, ISG, að vera fulltrúi við þá athöfn. Er hún kom upp úr göngunum að vestanverðu vitnaði hún í Cohen og sagði þessi orð: First we take Manhattan - then we take Berlin. Enginn efaðist um hvað hún var að meina og fór kuldahrollur um margann skagamanninn.

En nú er öldin önnur. Reykjavíkurborg stefnir í gjaldþrot, meðan rekstur Akraness gengur þokkalega. Samkvæmt reikningum bæarins fyrir síðasta ár þá var skuldahlutfallið einungis 20%, sem er næstum því íslandsmet. Því er spurning, er kannski ekki rétta að snúa þessum orðum ISG við, að Akranes yfirtaki bara Reykjavík? Að bærinn fari í örlítið stærri landvinninga en hingað til.

Að vísu er eitt sveitarfélag í milli, Hvalfjarðarsveit, enn betur sett fjárhagslega en Akranes. Það ætti þó ekki að vera mikið vandamál. Tilvonandi bæjarstjóri og formaður bæjarstjórnar Akranes eiga báðir rætur til Hvalfjarðarsveitar. Reyndar býr tilvonandi bæjarstjóri í því sveitarfélagi. Því má eiginlega segja að einungis formsatriði sé að sameina þau tvö sveitarfélög og síðan halda í austur, undir Hvalfjörðinn.

Nafnið á hinu nýja sveitarfélagi gæti orðið:

Akra víkur sveit, eða Hval nes vík.

Og auðvitað yrði bóndinn á Reyn borgarstjóri og strákurinn frá Miðfelli forseti borgarstjórnar.

Dagur og Einar þurfa þá ekki að óttast neina frekari niðurlægingu.


mbl.is Segja borgina vilja forðast niðurlægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband