En ekki hvað?
10.4.2023 | 09:37
Það er ekkert smá embætti að gegna formennski í umhverfis og skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar. Þegar snjóa tók í desember síðastliðnum, nokkur snjór en fráleitt að tala um einhverjar hamfarir í þeim efnum, kom í ljós að borgin var ekki viðbúin. Allt varð ófært.
Í framhaldinu var rætt við formann umhverfis og skipulagsnefndar, en snjómokstur er víst á hans ábyrgð. Formaðurinn lét ekki slá sig út af laginu, þó fólk kæmist hvorki lönd né strönd og borgin lömuð. Boðaði hann stofnun stýrihóps. Taldi það vænlegra en mokstur gatna.
Nú, í lok vetrar, skilar loks þessi stýrihópur afurð sinni og mun væntanlega koma í hlut formanns skipulags og umhverfisnefndar að færa borgarbúum hinn heilaga sannleik um snjómokstur.
Snjómokstur á að taka mið af snjómagni!
Djúpur sannleikur fyrir suma en einföld staðreynd fyrir flesta
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.