Settur út á guð og gaddinn

Ekki skal undra þó yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans hafi áhyggjur. Þann dag þegar tilkynnt er um að met hafi verið slegið í staðfestum smitum, deginum áður (2.689), tilkynnir ríkisstjórnin algera afléttingu aðgerða gegn framgangi veirunnar. Þetta met verður auðvitað aldrei slegið, bókhaldslega séð, enda skal skimunum hætt.

Sóttvarnarlæknir segir að hjarðónæmi mun væntanlega verða náð undir lok næsta mánaðar. Segir jafnframt að til að svo megi verða þurfi 80% þjóðarinnar að smitast. Samkvæmt tölulegum gögnum á covid síðunni, eru nú staðfest smit orðin um 115.000. Til að ná smiti meðal 80% þjóðarinnar þurfa því á næstu 40 dögum að smitast 180.000 manns. Það gerir um 4.500 manns á dag að meðaltali. Ekki er því að undra að Landspítali óttist framtíðina. Jafnvel þó innlagnir á spítalann séu mun færri nú á hverja 1.000 smitaðra, eru innlagnir samt nokkrar. Ef að meðaltali smitast um 4.500 manns á dag næstu 40 daga, er ljóst að álag á spítalann mun verða talsvert, mun meira en hann er ætlaður til að sinna. Á meðan verða aðrar nauðsynlegar læknisaðgerðir að bíða.

Samkvæmt skipun stjórnvalda skal skimun hætt. Þar með fer eini mælikvarðinn á fjölda smita forgörðum. Hvernig sóttvarnarlæknir ætlar að staðfesta að hjarðónæmi sé náð meðal þjóðarinnar er vandséð. Það er lítið vitað um fjölda smita ef hann er ekki mældur og því ekki vitað hvenær 80% þjóðarinnar hefur smitast. 

Ég hef gegnum síðustu tvö ár hlýtt sóttvörnum í hvívetna, farið í allar sprautur sem boðist hafa gegn veirunni og lagt mig fram um að tala máli sóttvarnaryfirvalda hvar sem tækifæri hefur gefist. Það er því frekar blaut tuska sem nú slær andlit manns. Að nú skuli setja okkur sem erum viðkvæmust fyrir smiti og hefur tekist að halda því frá okkur, út á guð og gaddinn!

 


mbl.is „Við erum uggandi yfir framtíðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Opinberar smittölur segja ekki alla söguna og takmarkast af fjölda sýna þar sem um helmingur er greindur jákvæður. Það haf hrúgast upp ógreind sýni frá liðnum mánuði of líklega mun fólk vera komið í gegnum þetta áður en syni þeirra verða greind.

Ekki má gleyma heimaprófum og einkennalausum smitum. Stór hluti tilkynnir ekki smit.

Sóttvarnarlæknir hefur vafalaust rétt fyrir sér í tímaáætlun um hjarðónæmi.

Meðan þetta er minna alvarlegt en venjuleg flensa er óþarfi að hafa áhyggjur. Fólk fer í gegnum Omikron á þrem dögum, sem er meira en helmingi styttra en einangrunin krefst.

Hér er vitlegra að skða afleiðingar frekar en að hafa rörsýn á einhverjar afstæðar tölur. Allar hömlur draga þetta bara á langinn og stöðva ekkert. 

Langstæstur hluti þessara smita er meðal barna, sem fá lítil sem engin einkenni. Skoðaðu línuritin.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2022 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband