Þriðja heimstyrjöldin?

Ástandið í heiminum er farið að minna illilega á það sem gerðist í upphafi seinni heimstyrjaldar. Lönd eru hernumin í nafni þess hvert tungumál er talað innan þeirra. Landamæri eru vanvirt og farið með heri yfir. Aldrei datt þó Hitler í hug að kalla heri sína friðargæsluliða, jafnvel þó hann hefði haft áróðursmeistara sinn sér við hlið. Sennilega vegna þess að það hugtak var vart til á þeim tíma. Þar hefur Pútín vissulega forskot.

Enn skuggalegra er að nú virðist vera að myndast enn meiri vinskapur milli Pútíns og Xi Jinping, forseta Kína. Kína hefur einnig sýnt heri sína og virðist tilbúinn til alls. Hefur þegar svikið öll loforð um sjálfstæði Hong Kong og er farinn að sýna enn frekari tilburði til að yfirtaka Taívan. Þessi leikur Pútín blæs sjálfsagt enn frekar í þau segl Xi.

Hvort við erum komin á þann stað að ekki verður aftur snúið, er ekki gott að segja. Þó verður að segja eins og er að viðbrögð vesturlanda bjóða ekki beinlínis upp á bjartsýni. Þau líkjast einna helst sneypuför  Chamberlain, sem hann kallaði "friðarviðræður", eftir að Hitler hafði lagt undir sig Rínarlöndin, Austurríki og Sudethéruð Tékkóslóvakíu. Pútín er búinn að taka Krím og austurhéruð Úkraínu, en mun hann stoppa þar? Hann er þegar farinn að tala um löndin fyrir botni Eystrasalts. Þau eru reyndar komin í NATO, þannig að erfiðara er fyrir hann að sækja þangað, en ekki ætti að útiloka þann möguleika. Og vesturlönd ætla að beita efnahagsþvingunum, sniðnum að ákveðnum stórríkjum Evrópu, eins og vanalega.  Það er eins og að skvetta vatni á gæs, sér í lagi ef Pútín og Xi taka höndum saman.

Menn geta vissulega deilt um og velt fyrir sér hvers vegna þessi staða er komin upp nú. Talað er um að Pútín þyki vesturlönd vera farin að færa sig freklega upp á skaftið, jafnvel svo að hann telji Rússlandi ógnað. Það má til sanns vegar færa, en það eru jú íbúar þessara landa sem eiga að eiga síðasta orðið, ekki nágrannar þeirra, hvort heldur er til austurs eða vesturs. Og víst er að íbúar Úkraínu vilja fæstir fara aftur undir ægivald rússneska björnsins, fengu nóg af því á Sovét tímanum. Þetta er ekki ósvipuð rök og Hitler hafði, en hann taldi Versalasamninginn vera ógn og beinlínis móðgun við Þýskaland. Þessar vangaveltur skipta þó litlu úr því sem komið er.

Hvort við erum að horfa upp á upphaf þriðju heimstyrjaldar skal ósagt látið, en þeir atburðir sem nú hafa orðið og viðbrögð hins frjálsa heims við þeim, bjóða vart upp á bjartsýni.

 


mbl.is Pútín varar við hærra matvælaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þriðja heimsstyrjöldin er stríðið á milli kynjanna. Raunar styrjöld við geimverur, sem í Biblíunni eru kallaðar guð almáttugur, sonur hans og heilagur andi. Þessar geimverur komu af stað stríðinu á milli kynjanna. Það hefur kostað miklu fleiri mannslíf en Þjóðverjastríðin tvö, sem voru þó blóðug. Þriðja heimsstyrjöldin, femínisminn, hefur fækkað fólki innanfrá, með sálfræðistríði, með því að uppræta lífslöngunina.

 

Þetta brölt hans Pútíns er miklu ómarkvissara en hjá Hitler, sem alltaf er hafður sem viðmið og samanburður. Það virðist vera meiri vilji á stríðsyfirlýsingum hjá Joe Biden og Boris Johnson en Vladimir Putin. Mér finnst það óvíst enn að Pútín ætli í landvinningahernað af hefðbundnu gerðinni, en þó má ráða í aðgerðir hans að hann vilji tryggja sér ítök og völd á þessu svæði, áður en fleira gerist.

 

Ég er sammála þér um það að Kína sé ekki síður ógn. Það er furðulegt núna þegar Kínaveiran hefur hernemið heimsbyggðina að Bandaríkin skuli ekki sýna þeim gremju, en Rússum. Jæja, Rússar bjóða uppá það núna, en Pútín er ekki Hitler enn, langt frá því.

 

En þriðja heimsstyrjöldin er femínisminn, ég hef verið þeirrar skoðunar lengi. Það stríð nær yfir allan hnöttinn, er grunntækara en önnur stríð, skaðsamara jafnvel.

 

En margt áhugavert í grein þinni sem vekur viðbrögð. ESB er ekki fyrirheitna landið mitt, nema þegar ég er mjög pirraður útí Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Ingólfur Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 01:34

2 identicon

Sæll Gunnar frændi; sem og aðrir gestir, þínir !

Vildi bara; benda þjer og heiðursmanninum Ingólfi Sigurðssyni á, að fari til verri vegarins þar eystra, má skrifa alla stærri styrjaldar reikninga þar um slóðir á NATÓ og Evrópusambandið - ekki Rússneska Sambandslýðveldið, nje Hvíta- Rússland.

Gunnar og Ingólfur !

Munið þið; þegar Víet- Cong skæruliðar og Norður Víetnamar ráku Bandaríkjamenn út í sjó - í orðsins fyllstu merkingu Vorið 1975 / eða viðskilnað Bandaríkjamanna í Afghanistan í fyrrasumar ?

Eða; þegar NATÓ og Evrópusambandið STÁLU Kosóvo frá Serbum, til handa Múhameðskum, á Balkanskaganum ?

Þarf jeg nokkuð; að nefna fleirri dæmi, til háðungar Vesturlöndum, piltar ? ? ?

Minni ykkur; á opið brjef mitt, til Þórdísar Kolbrúnar á Miðjunni í morgun (midjan.is), ennfremur.

Með; hinum beztu kveðjum að vanda, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2022 kl. 18:27

3 identicon

Sæll Gunnar,

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu og hans lið hefur drepið yfir 14.000 rússneskumælandi- og rússneskuættað fólk (eða "aðskilnaðarsinna"), svo og aldrei staðið við Minsk friðarsamkomulagið, heldur hafið hvert stríðið á fætur öðru. Hann hefur séð mjög vel til þess að veita þessu fólki í austurhlutanum EKKI heimastjórn. Er það einhver furða að Rússar séu svona reiðir yfir þessum þjóðernishreinsunum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu?
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 01:43

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það voru líka sum viðundur sem fylgdu Hitler, Þorsteinn

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2022 kl. 06:28

5 identicon

Sæll aftur Gunnar,

Já, þetta úkraínska-lið þarna eru ný -Nazistar, er bæði NATO og ESB hafa og eru reyndar í dag að styðja, nú og stuðningurinn er svo mikill hjá þeim, að þeir vilja alls ekki tala um og/eða minnast á Private Sector, Stepan Bandera group, og hvað þá alla þessar ný nazista -hópa þarna í Úkraínu.
KV.


How prevalent are far right nationalists in Ukraine? | by Matt Florence |  Medium
Stepan Bandera: Why is this man responsible for thousands of murders called  'Hero'? Hundreds of people came out with torch on birthday

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 08:17

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru líka til nýnasistar í Svíþjóð.

Og Bandaríkjunum.

So what?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2022 kl. 23:41

7 identicon

Sæll aftur Guðmundur,

Eins og áður segir þá eru margir í NATO sem að styðja þessa stefnu (eða nasisma) með bæði fjármagni og vopnum, og sjá bara nákvæmlega ekkert að því. En þetta er nasista-herlið sem er og hefur verið að berjast gegn rússnesku ættuðu fólki (eða gegn "aðskilnaðarsinnum") þarna í austurhluta Úkraínu.
KV.

The Politics Of Memory: A Struggle For An Institute And What It Means For  Ukrainian Identity
Western reporters in Kiev continue to ignore the rise of Neo-Nazism in  Ukraine — RT
Babushka battalion' training in Ukraine was organised by neo-NAZIS | Daily  Mail Online

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband