Það er ljótt að ljúga

Þegar op3 var samþykktur á Alþingi var því haldið fram að orkusala um sæstreng til meginlandsins væri ekki í myndinni. Ýmsir drógu þetta í efa, en ráðherrar, sérstaklega ráðherra orkumála, fyllyrtu að engar slíkar áætlanir væru á teikniborðinu. Á þeim tíma voru erlendir vindbarónar farnir að láta til sín taka hér á landi og töldu margir það skýrt merki um hvað koma skildi.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var þetta mál lítið sem ekkert rætt fyrir síðustu kosningar. Vindbarónarnir héldu sig til hlés og fáir virtust muna tvö ár aftur í tímann. Þar sem stjórnmálamönnum tókst að halda þessu máli frá umræðunni, fyrir síðustu kosningar, má segja að kjósendur hafi ekki fengið að kjósa um málið.

Strax eftir kosningar vöknuðu síðan vindbarónarnir og koma nú í hópum í fjölmiðla til að útlista ágæti þess að leggja hellst allt landið undir vindmillur og að auki hafið umhverfis Ísland. Ýmis rök hafa þessir menn fært fram, eins og framleiðslu á eldsneyti og fleira. Nú er opinberað að sæstrengur sé málið, reyndar legið fyrir frá upphafi. Ef ráðherra orkumála þykist vera að heyra þetta fyrst núna, er hún verri en ég hélt. Þetta vissi hún þegar hún laug að þjóðinni!

Stjórnmálamenn eiga að vita að orðum fylgir ábyrgð og að lygar duga skammt. Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið, sama hversu reynt er að halda honum niðri. Þá eiga stjórnmálamenn að vita að þeirra vinna á að snúast um að verja hag landsmanna og þá um leið landsins. Þeim er ekki heimilt að ganga erinda erlendra peningamanna, sama hvað í boði er. Þegar slíkt er gert og það skaðar hag landsmanna, kallast það landráð, eitthvað skelfilegasta brot sem nokkur stjórnmálamaður getur framið.

Fyrir landráð á að dæma fólk!


mbl.is Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegur titill, sannleiksást er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar þitt blogg er skoðað.

Það að einhverjir gæli við hugmyndir um sæstreng, sem hefur reyndar verið gert lengur en elstu menn muna, þá er ekki þar með sagt að hann sé á teikniborðinu. Menn ræða hinar ýmsu hugmyndir, krókódílaeldi við Húsavík, olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, hraðlest yfir hálendið, jarðgöng til Vestmannaeyja o.s.frv. Því var aldrei lofað að allir hættu að hugsa um sæstreng og að umræðan yrði bönnuð um aldur og ævi. En það vissir þú.

"Þór­dís sagði þá áætl­un metnaðarfulla en sam­kvæmt henni yrði ork­an úr vindorkug­arðinum flutt til Bret­lands með orku­streng sem myndi hvorki koma upp á landi hér á landi né tengj­ast flutn­ingsneti Íslands."    Bretland er ekki í ESB of því félli sá rafstrengur ekki undir neina orkupakka ESB. Og hvað þá strengir sem ekki tengjast orkunetinu og koma ekki einu sinni upp á land. En það vissir þú.

Svo mættir þú fletta upp hvað flokkast sem landráð. En oftast er það sem hávaðaseggirnir kalla landráð lítið annað en önnur skoðun og aðrir hagsmunir. Þó þú sért ósáttur með eitthvað þá flokkast það ekki sem landráð, ekki frekar en skaðlegur blekkingarleikurinn sem þú stundar hér á blogginu.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 00:49

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrir það fyrsta þá leggur enginn streng upp að landsteinunum en ekki í land. Það eru bara fávitar sem halda slíku fram.

Í öðru lagi er Bretland enn innan orkukerfis ESB, þó það sé ekki lengur hluti af sambandinu. Strengur til Bretlands væri því tenging okkar við orkukerfi ESB.

Í þriðja lagi hefur einnig komið til tals að leggja þennan streng til Írlands, jafnvel beint til meginlandsins. Þannig er tryggt, ef Bretar slíta orkusamningum sínum við ESB, að við séum örugglega tengd sambandinu og undir stjórn ACER.

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2021 kl. 06:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Landráð er einfalt hugtak og ætti að vera öllum kunnugt, sér í lagi þeim sem sitja eða hafa setið á Alþingi. Landráð er þegar einhver eða einhverjir vísvitandi svíkja þjóð sína í hendur erlendra afla. Þetta er ekki flókið! Sæstrengur og tenging okkar við orkukerfi ESB er klárlega landráð. Fólkið í landinu mun blæða meðan erlendir peningapungar græða.

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2021 kl. 06:22

4 identicon

Bretland er tengt Evrópu en er ekki undir regluverki ESB og ekki undir ACER. Tenging við Bretland er ekki tenging við ESB.

Sæstrengur sem á ekkert erindi í land þarf ekki að leggja upp á land.

Hvað kemur til tals á kaffistofum skiptir engu máli og eru engin svik. 

" svíkja þjóð sína í hendur erlendra afla" er loðið og teygjanlegt. Lögin, Almenn hegningarlög 1940 nr. 19 12. febrúar X. kafli. Landráð, eru það hinsvegar ekki. Og það þarf mikið ímyndunarafl og vilja til frjálslegrar túlkunar til að sjá þinn skilning á orðinu út frá lögunum.

Sæstrengur og tenging okkar við orkukerfi ESB eru jafn mikil landráð og sala okkar á fiski á erlenda markaði. Viðskipti sem verða vegna þess að einhverjir erlendir aðilar sjá sér hag í því að eiga við okkur viðskipti eru ekki landráð. Það væri ekki mikið um viðskipti við erlenda aðila ef við heimtuðum að þeir, erlendu peningapungarnir, mættu ekkert græða á því.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 08:53

5 identicon

Tveir fyrrum orkumálaráðherrar Bretlands eru innvinklaðir í þennan langþráða draum breta.

Sá eldri er Tony Baldry, orkumálaráðherra 1990.

En hann sá meðal annars um einkavæðingu raforku Bretlands.

Og hann er einnig sá sem er í forsprakki fyrir þetta verkefni.

" Massive Offshore Wind Farm in Iceland Planned for UK Power Supply "

https://www.oedigital.com/news/487843-massive-offshore-wind-farm-in-iceland-planned-for-uk-power-supply

Þessi geðveika áætlun mun aldrei borga sig, hér liggur augljóslega  eitthvað annað að baki.

Þessi sæstrengur mun liggja til Skotlands, land sem mun líklegast krefjast sjálfstæðis, fá það og ganga til liðs við ESB.

Gaman væri að pumpa Steingrím Sigfússon um þennan sæstreng, en hann veit heilmikið um þetta mál. ( en það mun aldrei gerast þar sem allir blaðamenn virðast hafa verið keyptir. )

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 09:32

6 identicon

Svo má bæta við ...

NSEC members

Belgium, Denmark, France, Germany, Ireland, Luxembourg, the Netherlands, Norway, Sweden and the European Commission are currently members of the NSEC, since the withdrawal of the UK from the EU on 31 January 2020.

Energy is one of the issues covered by the political declaration accompanying the Withdrawal Agreement with the UK. Future EU-UK cooperation on energy matters, including on offshore wind in the North Seas, will be addressed as part of the negotiations on the future relationship.

In this context, the Commission will apply article 128(5) of the Withdrawal Agreement to the North Sea energy cooperation. This means that, as a rule, the UK cannot be part to this group, though in exceptional circumstances the UK can be invited to participate when it is necessary in the interest of the EU.

https://ec.europa.eu/energy/topics/infrastructure/high-level-groups/north-seas-energy-cooperation_en

Allt eftir hentugleika ESB.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 10:30

7 identicon

Eitthvað lítið um viðbrögð ...

Veit ekki hvort ég á að halda áfram.

Gæti haldið áfram með MoU on Energy Cooperation.

Undirskrift: Oddný G Harðardóttir.

Ætti ég að halda áfram með EWEA?

Úllalla! Fávitavæðingin er fullkominn!

Ekki satt?

 

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 23:16

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú getur kannski upplýst okkur fávitana um hvers vegna franska fyrirtækið Qair hefur komið sinni ár svo vel fyrir borð hér á Íslandi. Hefur þegar keypt upp margar stærstu hugmyndir um vindmilluskóga hér á landi.

Eru kannski hugmyndir þessa franska fyrirtækis að efla orkubúskap Breta?

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2021 kl. 23:46

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi athugasemd var ætluð Vagni.

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2021 kl. 23:46

10 identicon

Takk fyrir það Gunnar :)

En það þýðir lítið að tala um frönsk eða hverslensk fyrirtæki eru í dag.

Klárt að bresk fyrirtæki eru jafn bresk og skrattin sjálfur

Alþjóðavæðingin virkar eins og hryðjuverkavæðing, við vitum ekki hvaðan þeir eru eða hvaðan þeir koma.

Stjórnmálamenn virðast óhultir enda verkfæri þeirra sem vilja ásælast auðlindir þjóða.

Hér áður fyrr voru þeir skotmark, en ekki lengur.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 00:16

11 identicon

Qair starfar víða í heiminum og starfsemi þess ekkert grunsamlegri hér en í Víetnam, Túnis eða á Ítalíu. Rétt eins og fjöldi Íslenskra fyrirtækja eru með starfsemi erlendis og hafa jafnvel keypt upp fyrirtæki heimamanna til að komast yfir tækni, ná betri fótfesti á markaði, minnka samkeppni og græða eins og sönnum gróðapungum sæmir. En þú vissir það.

"Hefur þegar keypt upp margar stærstu hugmyndir um vindmilluskóga hér á landi."   Ég get fengið nokkra tugi hugmynda um stóra vindmilluskóga á klukkutíma. Þú getur fengið tvær á milljón, hljóta að vera kjarakaup eins og þú lætur það líta út. Dugir samt ekki til að kveikja á einni peru. Margar hugmyndir um stóra vindmilluskóga hér á landi, sem settar hafa verið fram og eitthvað unnið í, eru innanbúðarhugmyndir Qair. Landsvirkjun á einnig nokkrar þannig innanbúðarhugmyndir og flestir sem hugsa sér að vera í raforkusölu í framtíðinni. En þú vissir það.

"Eru kannski hugmyndir þessa franska fyrirtækis að efla orkubúskap Breta?"   Hugsjónir eru sennilegast ekki drifkrafturinn í rekstri fyrirtækisins. Og með stórefldri framleiðslu rafmagns í Frakklandi með kjarnorku sér fyrirtækið e.t.v. meiri hagnaðarvon í að selja einhverjum öðrum rafmagn. Og það gæti verið að með Bretland utan ESB og ekkert ESB regluverk að þvælast fyrir hafi skapaðist tilvalið tækifæri að ná fótfestu og mjólka þann orkufreka en orkulitla markað. Þeim er sennilega skít sama hvort það efli orkubúskap Breta eða ekki, eins og öllum öðrum. ----Frakklandsstjórn ætlar að byggja ný kjarnorkuver til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Emmanuel Macron forseti sagði frá þessu í sjónvarpsávarpi og sagði að þetta muni bæði þýða að Frakkar þurfi ekki að flytja inn orku frá öðrum ríkjum og að orkuverð haldi ekki áfram að hækka.----   En þú vissir það.

Smoke and mirrors -reyk og spegla- kalla enskumælandi málflutning eins og þú stundar. En þú vissir það.

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 01:30

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vagn, þegar ég nefni að Qair sé búið að kaupa upp stæstu hugmyndir um vindmilluskóga hér á landi, á ég auðvitað við hugmyndir sem eru komnar lengra á veg. Hugmyndir sem aðrir hafa komið í gegnum matsáætlanir.

Þar má m.a. nefna Hróðnýjarstaðir í Dölum. Þar kaupir Qair alla vinnu sem Storm Orka hafði lagt fram, Grjóthálsi í Borgarfirði og Sólheimum í Dalasýslu, en þar kaupir Qair af Quadran Development. Þessir þrír staðir hafa alliur farið gegnum matsáætlanir og viðkomandi sveitarfélög búin að breyta deiliskipulagi fyrir þær.  Sennilega þær hugmyndir sem lengst eru komnar hér á landi. Þá hefur franska fyrirtækið keypt matsáætlun fyrir vindmilluskóg að Grímsstöðum í Meðallandi og að auki hefur þetta fyrirttæki keypt matsáætlun fyrir slíkan skóg að Hnotasteini á Melrakkasléttu. Þar strandar enn á viðkomandi sveitarfélögum að breyta deiliskipulagi, einkum vegna mótmæla íbúanna.

Samtals er framleiðslugeta þessara skóga um 745 MW, eða sjö og hálf Búrfellsstöð! Þetta er ætlunin að gera með 130 vindmillum sem eru nærri 200 metrar á hæð.

Í þessum matsáætlunum er ekki farið dult með að horft er til sæstrengs, enda vandséð hvað hægt er að nýta alla þessa orku í hér á landi, jafnvel þó farið yrði í stórfellda eldsneytisframleiðslu og jafnvel sett hér upp áburðarverksmiðja. Þetta magn orku er markfallt meira en þarf til þess. Sem dæmi þá notar Elkem á Íslandi ekki nema einn sjöunda þessarar orku í sína framleiðslu.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2021 kl. 05:54

13 identicon

Qair og Quadran Development eru sama fyrirtækið. Quadran Development tók upp nafnið Qair 2020. Þar voru því engin kaup á hugmyndum.

Ekki er annað að sjá á heimasíðu Storm Orku en að verkefnið að  Hróðnýjarstöðum sé enn þeirra og ekkert hafi verið selt. Þar voru því engin kaup á hugmyndum.

Vindmylluskógur að Grímsstöðum í Meðallandi og að Hnotasteini á Melrakkasléttu eru innanbúðarverkefni Qair, eins og verkefnið að Sólheimum í Dalasýslu. Þar voru því engin kaup á hugmyndum.

Í matsáætlunum Qair er ekki minnst einu orði á sæstreng. Enda er það ekkert sem þarf að koma fram í svona matsáætlunum frekar en skóstærð forstjórans.

Vindmylluskógi upp á 2-6 vindmyllur að Grjóthálsi í Borgarfirði var hafnað af Borgarbyggð.

Áætlanir ganga ekki alltaf eftir og ekki hægt að reikna með að öll verkefni skili orku. Ekki er annað að sjá en að hugsað sé til þess að þau verkefni sem ná gegnum allan ferilinn mæti vaxandi orkuþörf Íslendinga, meðal annars vegna orkuskipta. Og þá eru ótalin önnur verkefni eins og viljayfirlýsingu Norðuráls og Qair um kaup á vindorku og föngun CO2. Og viljayfirlýsingu með Faxaflóahöfnum þar sem báðir aðilar lýsa yfir vilja sínum að kanna möguleika á vetnisframleiðslu á Grundartanga. Ekki hefur komið nein viljayfirlýsing við neinn um landtöku sæstrengs eða lagningu sæstrengs.

Vagn (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 18:01

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Vagn, Qair og Quadran eru sama fyrirtækið. Það varð þó ekki með nafnabreytingu, heldur keypti Qair stóran hlu5a i Quadran. Qair var og er franskt fyrirtæki en Quadran var ítalskt.

Í síðustu athugasemd frá mér kemur fram að verkefnin á Grímstöðum og að Hnotasteini eru innanbúðarverkefni Qair. Spurning að kunna að lesa.

Borgarbyggð hefur þegar breytt deiliskipulagi á Grjóthálsi, úr landbúnaðarsvæði yfir í iðnaðarsvæði. Sveitastjórnin hefur hins vegar ekki enn gefið út framkvæmdaleyfi.

Varðandi viljayfirlýsingar, þá eru þær viljayfirlýsingar og ekkert annað. Vonandi mun þó þessi nýjasta viljayfirlýsing varðandi aukna uppbyggingu á Grundartanga leiða lengra en sú er áður hefur verið gerð. En jafnvel þó svo færi, er áætlun Qair um orkuframleiðslu hér á landi margfalt meiri en sú verksmiðja þarf. Og svona smá leiðrétt7ng, það er Elkem en ekki Norðurál sem er með Qair í þessari viljayfirlýsingu, enda Elkem verið að skoða þessi mál um langan tíma.

Auðvitað er enginn sæstrengur nefndur beint í matsáætlunum Qair, hins vegar koma þær hugmyndir skýrt fram í greinargerðum með þeim.

Inntakið í mínu bloggi var þó ekki einstakir vindbarónar, heldur hitt að ráðam3nn héldu því fram á Alþingi, þegar op3 var samþykktur, að engin áform væru um sæstreng. Þeir vissu betur og því hafa þeir verið uppvísir um lygar. Það er ljótt að ljúga.

Og þeir sem halda því fram að hingað yrði lagður strengur en hann ekki tekinn á land, eiga virkilega bágt. Nema auðvitað að vit þeirra sé svona takmarkað!

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2021 kl. 08:56

15 identicon

Þú þarft endilega að læra ð nota Google frekar en að treysta stöðugt á slæmt minni, fjörugt ímyndunarafl og pólitíska sannfæringu í gagnaöflun.

Heimasíða Qair sýnir ágætlega hvernig hinar ýmsu deildir Franska fyrirtækisins víða um heim sameinuðust undir einu nafni 2020.

Sláir þú inn í Google "Qair viljayfirlýsing" þá færð þú upp viljayfirlýsingu við Norðurál. Hvort Elkem sé með einhverjar þreifingar er ekki að sjá en má vel vera.

Þó Borgarbyggð hafi breytt deiliskipulagi á Grjóthálsi úr landbúnaðarsvæði yfir í iðnaðarsvæði í febrúar þá þýðir það ekki að þar sé hægt að byggja vindmyllur að vild. Eftir sem áður hafnaði Borgarbyggð vindmyllum á svæðið í Júní.

Því var aldrei lofað að allir hættu að hugsa um sæstreng og að umræðan yrði bönnuð um aldur og ævi. Og enn er ekki um annað að ræða en kaffistofuspjall og drauma. Engar ákveðnar fyrirætlanir hafa komið fram, engin áform um sæstreng, ekki einu sinni ómerkileg viljayfirlýsing.

Hvað vit varðar þá var fréttin um skóg á hafi úti sem framleiddi fyrir Bretlandsmarkað. Hvaða erindi kapall frá þeim vindmylluskógi til Bretlands ætti upp á land hér er vandséð. Og þó svo væri þá væru afleiðingarnar óverulegar eða engar. Kapall til Bretlands fellur ekki undir OP3, ACER eða ESB.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 15:52

16 identicon

Þetta hefði mátt setja inn. https://www.qair.energy/en/the-lucia-group-changes-its-name-to-qair/

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband