Fyrri talning, síðari talning eða uppkosning

Það er aumt að hóta Alþingi, jafnvel þó menn lendi undir í kosningum. Reyndar má leiða líkum að því að sama hvernig Alþingi afgreiðir þetta mál, þá muni einhver fara með það fyrir MDE. En það er samt alveg óþarfi að vera með hótanir.

Skoðum þetta aðeins. Fallisti Viðreisnar í NV kjördæmi vill að fyrri talning verði látin gilda. Eru það réttar luktir málsins? Nei, alls ekki og ástæðan er einföld. Eftir að kjörnefnd NV kjördæmis skilaði af sér kom í ljós misræmi milli talinna atkvæða og fjölda kjörseðla. Því var ekki annað í myndinni en að telja aftur. Síðari talningin hlýtur því að gilda, annað væri í meira lagi undarlegt.

Um framkvæmd talningarinnar, gæslu á gögnum og endurtalninguna má síðan deila. Þar var margt sem ekki telst í lagi. Það breytir þó ekki því hvor talningin skuli gilda, einungis því hvort kjósa skuli aftur. Þá komum við að kosningalögunum. Þar eru skilyrði fyrir uppkosningu þau að galli á kosningu þurfi að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninganna. Nú er það svo að endurtalningin hafði vissulega veruleg áhrif á einstaka frambjóðendur, en engin áhrif á fjölda þingmanna hvers framboðs. Því telst varla að um veruleg áhrif á úrslit kosninganna hafi átt sér stað.

Um framkvæmdina má vissulega deila, en vart verður deilt um það að síðari talningin hlýtur að gilda, svo fremi að ekki verði uppkosning. Sem eins og áður segir er vart skilyrði fyrir.

Nöldrarinn er kjósandi í NV kjördæmi.


mbl.is Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og samt er engu minna deilt um það sem þú telur, einhverra hluta vegna, óumdeilanlegt og það sem þú telur umdeilt. Og það sem þú telur óveruleg áhrif telja margir, ef ekki flestir, vera veruleg áhrif.

Vel kemur fram að hvorki skynsemi, lýðræðisást né réttlætiskennd ræður þínum skoðunum. Pólitík og þá má allt annað víkja.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 18:33

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vagn, eða hvaða nafn þú berð, ert orðin svolítið leiðigjarn með þínar yfirlætisyfirlýsingar og dónaskap. Sjálfur virðist þú viðkvæmur fyrir pólitíkinni, ert fljótur til athugasemda ef hallað er á ákveðna stjórnmálamenn. Um lýðræðisást þína ætla ég ekki að dæma en get fullvissað þig um að mín er sterk.

Ég má hafa mínar skoðanir og þú þínar. Best væri fyrir þig að stofna eigin bloggsíðu og tjá þar þínar eigin skoðanir. Ég skal láta þig í friði þar. Það er ósiður að setjast upp á aðra.

Þetta verður síðasta svar mitt til þín og bið ég þig vel að lifa, utan minnar bloggsíðu.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2021 kl. 20:56

3 identicon

Þú verður víst að takmarka aðgang, læsa, eins og aðrir sem ekki þola leiðréttingar og gagnrýni. Því meðan þú ferð með rangt mál á opinni síðu mátt þú búast við að því verði svarað.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 23:17

4 identicon

Eftir að lokatölur eru birtar (eftir talningu atkvæða) er ekkert í lögunum, sem gefur heimild til að endurtelja kjörseðlana. Fyrsta talning gildir. Endurtalning og endurskoðun, á að fara fram meðan á fyrstu talningu stendur og þegar niðurstaðan er send út, þá gildir hún um tíma og eilífð. Vonandi freistast ekki Kjörbréfanefnd til að brjóta lögin í einhvers konar hugsunarleysi. Hinn möguleikinn er "uppkosning" (orðskrípi) eða á venjulegri ísfirzku: endurtaka kosninguna í kjördæminu..

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 22.11.2021 kl. 10:15

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þessi Eðal-Vagn undir ábreiðunni, er ekki þess virði að láta fara í taugarnar á sér Gunnar.   Undan brekáni hans lekur pólitíkin hans og það sem verra er, yfirlæti og sjálfumgleði á mjög háu stigi. Það hefur komið fram víða.  

Það er sitthvað gæfa og gjörvileiki.

------------

Sammála fæsllu Sigurðar Oddgeirssonar.  

Benedikt V. Warén, 22.11.2021 kl. 11:27

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Síðari talningin hlýtur því að gilda, annað væri í meira lagi undarlegt".

Jón Þórhallsson, 22.11.2021 kl. 12:54

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fyrri talningin skal gilda, ef ekki þá kjósa upp á nýtt á öllu landinu.

Seinni talningin er gjörsamlega ómarktæk vegna mistaka kjörstjórnar með geymslu atkvæða.  Hver sem er hefur getað fiktað í þeim.

Í þeirri fyrri var eingöngu um mistalningu að ræða í lokuðu rými og gengið frá og klárað samkvæmt kosningalögum.  Mistalning átti sér stað, en vegna klúðurs í seinni talningar verður hún klárlega ómarktæk.

Þar var bætt gráu ofan á svart, svo af tvennu illu má vera ljóst að fyrri talningin gildi, ef ekki kjósa á öllu landinu upp á nýtt.

Forsetinn á að taka af skarið og skipar utanþingsstjórn, ef seinni kosturinn verður valinn og sendir þingmenn heim í launalaust frí fram yfir næstu kosningar. PUNKTUR.

Benedikt V. Warén, 22.11.2021 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband