Æran og orkan

Nú held ég að sá gamli sé búinn að tapa glórunni. Sæstrengur er það síðasta sem við Íslendingar þurfum.

Aðstaða Grænlands og Íslands ansi misjöfn þegar að orkumálum kemur. Fyrir það fyrsta er Grænland utan EES og ESB, meðan við Íslendingar erum bundnir ESB gegnum EES. Þar sem ESB hefur skilgreint orku sem vöru og Alþingi okkar samþykkt þá skilgreiningu, eru orkumál okkar að stórum hluta komin undir þá deild innan ESB er kallast ACER, deild sem sér um að stýra orkumálum ESB ríkja. Meðan við erum ótengd rafkerfi ESB getum við haft einhverja stjórn sjálf á okkar málum, s.s. verði orkunnar, hvar og hversu mikið skuli virkja og þar fram eftir götum. Ef við tengjumst þessu raforkukerfi ESB með sæstreng missum við endanlega alla stjórn á þessu. Þá er ljóst að orkuverð hér á landi mun verða á sama grunni og innan þessa kerfis og sveiflast í takt við það. Þetta mun leiða til margföldunar orkuverðs hér á landi, um það þarf ekki að deila. Hins vegar geta menn deilt um hversu margföld sú hækkun verður. Fyrst finna landsmenn þetta á pyngju sinni og fljótlega einnig á atvinnuöryggi sínu.

Í öðru lagi er ljóst að rafstrengur í sjó er mun erfiðari og dýrari framkvæmd en slíkir strengir á landi, jafnvel þó þeir séu grafnir í jörðu. Þá er munur á viðhaldi þeirra geigvænlegur, eftir því hvort þeir eru djúpt í úthafinu eða uppi á þurru landi. Það þarf ekki einu sinni að líta á landakort til að átta sig á hvert hugur Grænlendinga mun liggja, þegar að slíkum útflutningi kemur. Þeir munu auðvitað velja þá leið sem styðst er yfir haf, þannig að strengurinn verði sem mest á þurru landi. Ísland er í órafjarlægð frá þeirri leið.

Blessunarlega eigum við mikla orku hér á Íslandi og jafnvel þó við séum að stórum hluta búin að hafa orkuskipti varðandi heimilin og jafnvel þó okkur takist að skipta um orku á öllum okkar fartækjum, á láði, legi og í lofti, munum við sjálfsagt verða aflögufær um einhverja orku til hjálpar öðrum þjóðum.

Þá hjálp gætum við lagt til með því að taka að okkur orkusækin fyrirtæki hér á landi og sparað þannig þeim þjóðum sem illa eru sett varðandi orkuöflun. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til að afnema einhver kolaorkuver meginlandsins. Þessi fyrirtæki munu þá framleiða sína vöru með sannarlega hreinni orku, á lágu verði. Atvinnuöryggi landsmanna mun þá tryggt og væntanlega mun verð á raforku til neytenda haldast á viðráðanlegu verði áfram.

Að selja orkuna úr landi gegnum sæstreng, sér í lagi undir stjórn erlendra hagsmunaaðila, mun gera Ísland að þriðjaheims ríki innan fárra ára. Æra þeirra sem fyrir slíku standa mun verða lítt metin.

 

 


mbl.is Sæstrengur góð leið til að nýta hreina orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg sammála. Merkilegt að Ólafur skuli segja þetta.

Vítin eru til að varast og það hefur sýnt sig þar sem

erlendir aðilar hafa sölsað undir sig raforkuna með aðstoð

ríkisstjórna í viðkomandi löndum að almenningur hefur

varla efni á því að kaupa rafmagn. Verðið myndi tvöfaldast

á stuttum tíma og eru Hollendingar að fá að finna fyrir

O3, þar sem meðal verð fer úr 130€ í tæpar 300€ á mánuði.

Meira en tvöföldun á einu ári.Þetta vilja þingmenn 

á Íslandi fyrir Íslendinga. Bara orku heildsala kjaftæðið,

sem skapaði laun fyrir forstjóranna þar, hækkaði orkuna

um 15% til að skapa samkeppni..!!!! Um hvað.

Á þjóðin ekki Landsvirkjun..?? Þetta heildsölubrask, sem

það er og ekkert annað, á ekkert við Ísland. En,

mannvitsbrekkurnar á þingi fannst það svo og útkoman

varð þessi. Er verið að vinna fyrir land og þjóð á

þessu lágvirta þingi okkar..??

Held að allir viti svarið við því. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.10.2021 kl. 09:47

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sammála þér um þetta, Gunnar.  Viðtal birtist í Mogga dagsins við ÓRG um þessa Norðurslóðaráðstefnu.  Í stuttu máli virðist hún ekki hafi verið til neins.  Vita gagnslaust.  Rándýrt og stórlega mengandi kjaftaþing um mál, sem kjaftatýfurnar hafa sáralítið vit á, en blása sig út af til að stækka sitt eigið ego.  ÓRG er algerlega utan gátta, þegar kemur að því, hvernig hagfelldast er fyrir Íslendinga að nýta auðlindir sínar.  Til að fræðast um það ættu menn að lesa grein prófessors Jónasar Elíassonar í Mogganum í dag.  Að láta dellukalla og dellukerlingar stjórna auðlindanýtingu Íslands er vísasti vegurinn til efnahagslegrar glötunar.

Með kveðju úr Garðabænum 

Bjarni Jónsson, 18.10.2021 kl. 10:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef alltaf álitið Ólaf Ragnar Grímsson skynsaman og mjög KLÁRAN mann en það runnu á mig tvær grímur þegar ég hlustaði á það sem hann sagði í "Silfrinu" í gær og hugsaði með mér " HVAÐ HEFUR EIGINLEGA GERST MEÐ MANNINN"?????????????

Jóhann Elíasson, 18.10.2021 kl. 14:28

4 identicon

ORG veit, og þér hefur verið sýnt og tilgangslaust er að rekja aftur, að það sem þú segir er bull. En þetta Miðflokksmanna skáldverk hafa margir gleypt gagnrýnislaust og neita að trúa öðru þó sannanirnar séu við nefbroddinn á þeim.

Á ensku kallast það Euromyth sögurnar um regluverk ESB sem ekki eiga við nein rök að styðjast og engin leið virðist vera að sannfæra andstæðinga ESB um að séu rangar. Þráin til að trúa öllu illu upp á andstæðinginn verður skynseminni yfirsterkari.

Vagn (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 15:07

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er spurning hvort máltækið sem segir eitthvað á þá leið að peningar séu ekki vandamál, nema þegar maður eigi þá ekki til, eigi ekki ágætlega við um þessa óvæntu yfirlýsingu fyrrverandi forseta okkar.

Það er að verða augljóst að digurbarkalegar yfirlýsingar í kjölfar samþykktar þriðja orkupakkans, þess efnis að enginn sæstrengur væri í burðarliðnum áttu að öllum líkindum ekki við rök að styðjast - eins og drjúgur meirihluti landsmanna óttaðist.

Jónatan Karlsson, 18.10.2021 kl. 17:29

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður

Það kemur sífellt betur í ljós hversu illa orkupakkar ESB henta okkur hér á Íslandi.

Í upphaflega EES samningnum, sem reyndar er sagður enn í gildi þó vart sé hægt að sjá það á hinum ýmsu sviðum, var orkunni haldið utan viðræðna. Orkan var okkar og ekki stóð til að breyta því. 

ESB skilgreindi hins vegar orku sem vöru, nokkru eftir undirskrift. Þannig færðist orkan okkar undir EES samninginn. Með samþykkt fyrsta orkupakkans, skömmu síðar viðurkenndu íslensk stjórnvöld að orka væri vara, og þar með hluti af EES samningnum. Þar með vorum við föst í netinu. 

Hver skilgreining á vöru er, veit ég ekki nákvæmlega. Þó hlýtur vara að vera eitthvað sem er hægt að kaupa og selja. Einnig hlýtur að vera hægt að skila vöru, en það gæti reynst erfitt varðandi raforku, jafnvel þó hún sé gölluð (spennuflökt og fleira sem eyðileggur raftæki).

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2021 kl. 17:35

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Bjarni.

Það er hættulegt að taka afstöðu gegn svokallaðri loftlagsvá. Vissulega hefur hitnað á jörðinni, en hvort það er af náttúrulegum ástæðum, svona eins og hingað til, eða að í fyrsta sinn í jarðsögunni að maðurinn sé farinn að stjórna veðrinu, greina loftlagsfræðingar enn um. Meðan svo er, er þetta enn á sviði vísindanna. Þegar vísindamenn hætta að greina á um orsökina og sættast á niðurstöðu, geta stjórnmálamenn tekið við keflinu, ekki fyrr. En eins og ég sagði, það er hættulegt að taka afstöðu í þessu máli.

Hitt má gagnrýna fram í rauðan dauðan að stjórnmálamenn skuli taka málið af vísindasviðinu, löngu áður en niðurstaða fæst. Það má gagnrýna að þau meðul sem þeir vilja nota, enda nokkuð ljóst að vandinn verður ekki keyptur, sama hversu háir skattar eru lagðir á almenning. Og það má sannarlega gagnrýna að það sem þessir háu herrar boða, brjóta þeir í stórum stíl sjálfir. En eins og þú bendir á, egóið þvælist stundum fyrir fólki.

En engu að síður er búið að mynda skelfingarástand í orkumálum á meginlandi Evrópu. Við hér á Íslandi erum ansi smátt peð í að leysa þann vanda, jafnvel þó hver lækjaspræna yrði virkjuð og nægur fjöldi strengja yfir hafið yrði lagðir svo flytja mætti hvert einasta kílóvatt sem hér væri framleitt, yfir til meginlandsins. Vandinn þar ytra yrði litlu minni. 

En við munum þó hafa eitthvað aflögu, til hjálpar þessum nágrönnum okkar, sem búið er að setja í spennutreyju orkuleysis. Þá hjálp nýtum við best hér á landi, með því að losa þá við einhver fyrirtæki sem taka orkuna frá heimilum þeirra. 

Kær kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2021 kl. 17:57

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir með þér Jóhann, það hefur eitthvað komið fyrir kallinn. Hann hefur ekkert verið að þvælast á hrossum? Kannski dottið? 

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2021 kl. 17:59

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég ætlaði nú bara að sleppa að svara þér "Vagn", enda tilgangslaust. 

En, hvað kemur Miðflokkurinn mínu bloggi við? Bara spyr, þú hlýtur nefnilega að vita eitthvað meira en ég um það mál. Á ég kannski einhvern falin ritsjóð sem ég ekki veit um? Það kæmi sér sannarlega vel fyrir mig.

Reyndar eru mínar skoðanir allar mun eldri en Miðflokkurinn. 

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2021 kl. 18:04

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki vil ég trúa að sá gamli sé búinn að selja sig - aftur, Jónatan. 

Hitt lá ljóst fyrir áður en op3 var samþykktur, að loforðið um að enginn strengur yrði lagður, var byggt á einhverju öðru en heilindum. Þá er frekar óhugnanlegt að hugsa til þess að op4, eða orkumál yfirleitt, voru ekki rædd fyrir síðust kosningar. Engu líkara en að flestir flokkar hefðu bundist sannmælum um að ræða það mál ekki.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2021 kl. 18:10

11 identicon

    HVORUM SKAL TRÚA NÚ, ÓLAFI EÐA GUÐI?

 

Biblían kallar mann eins og Peter James Spielmann falsspámann.

Ólafur Ragnar Grímsson er tvímælalaust hetjan okkar í Icesavemálinu. Hann spáði sannarlega rétt um það mál og stóð með þjóðinni.

Nú bregður svo við að hann kemur með rangan spádóm og með tillögur byggðar á honum, sem eru í andstöðu við þjóðarviljann og hagsmuni íslendinga.

Hvað og hverjir hafa nú töfrað hann? Hann tekur undir villutrúna: Við verðum að grípa til aðgerða í loftlagsmálum strax. Ef ekki, farast þjóðir heims í flóði vegna hækkunar sjávarmáls þar sem Grænlandsjökull mun bráðna.

Flóðið kemur ekki eins og spáð var 1989, að myndi gerast eftir árið 2000, vegna þess einfaldlega að Guð hafði spáð öðru. Hann hefur gert sáttmála við mennina sem hann hefur innsiglað með boga sínum í skýin.

Guð hefur sagt: Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina. 1. Mósebók 9:11.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 20:54

12 Smámynd: Þröstur R.

Það er gott að sjá að margur er maðurinn sem er farin að átta sig á þessu rugli. Þessi alþjóða (chosen) one fjármálaelíta sem að sjálfsögðu tilbiður Græna Orku Guðinn og öskrar út í hyldýpið show me the money. Peningarnir sem þeir vilja er að sjálfsögðu skattfé almennings um allan heim og potturinn er orðin helv stór eða 150 trillion dollarar.

Hvort hr Ólafur sé farin að kalka get ég ekki sagt til um en þegar maður er í guðanna tölu á Íslandi hvernig hann tæklaði Icesave þá er víst engin önnur leið en niður þegar maður hefur náð toppnum.

Þröstur R., 18.10.2021 kl. 21:35

13 Smámynd: Bjarni Jónsson

Trúverðugleika vísinda verður nú á dögum að taka með fyrirvara, því að undir þeirri regnhlíf starfa hreinir fúskarar í bland við strangheiðarlega vísindamenn.  Fúskararnir starfa í annarlegum tilgangi til að framfylgja einhverju stefnumiði, sem getur verið pólitísks eðlis eða fjárhagslegs, nema hvort tveggja sé.  IPCC er dæmi um þetta, og því til stuðnings bendi ég á grein Helga Tómassonar, prófessors í hagrannsóknum og tölfræði, í Morgunblaðinu 14.10.2021, þar sem bent er á, að fúsk IPCC með tölfræði tímaraða hafi leitt til ýkja í spám um hlýnun jarðar.

Bjarni Jónsson, 19.10.2021 kl. 10:44

14 identicon

Sæll Gunnar.

Hér finnst mér heldur langt
seilst um hurð til lokunnar.

Er líklegt að sá er barg íslenskri þjóð frá Icesave
sitji á svikráðum við þjóð sína til að framselja
hana í hendur auðhringum og ofureflismönnum þeirra?

Er líklegt að sá sem man Hnjúkafjöllin og reyndi á
sjálfum sér stuðlabergið vestfirska búi yfir slíku?

Kann að vera að sú hugsun sem þarna býr að baki
sé sú ein að strjúka blindu af auga, draga vaglið frá
og benda Íslendingum á að í stað olíu eiga þeir
auðlindir í vatnsorku sem getur fært þjóðarbúinu
ómældar tekjur. 

Húsari. (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband