Kosið um aðild að ESB

Það stefnir í skelfingu fyrir land og þjóð gangi þessi spá eftir. Það þarf ekki annað enn að horfa til stjórnunar Reykjavíkurborgar, með öllum þeim hneykslum sem reglulega koma upp í stjórn hennar og hvernig fjárhagur borgarstjórnar er, til að átta sig á hvernig fer fyrir landinu, taki sömu flokkar við landsstjórninni.

En það er þó ekki það sem skelfilegast verður fyrir þjóðina. Peningasukk má leiðrétta eftirá, að vísu með sárum aðgerðum og stjórnleysi má búa við um stuttan tíma án teljandi skaða til framtíðar. Verra er að þessir flokkar munu leggja ofuráherslu á framsal sjálfstæðis okkar til erlendra aðila, eða eins og það heitir á máli ESB,  "sjálfstæðinu er deilt". Það verður ekki svo auðveldlega leiðrétt til baka.

Þar með yrðum við áhrifalaus með öllu um okkar málefni, yrðum jaðarsvæði samtaka sem stjórnast frá miðju. Þar sem allar ákvarðanir eru teknar til að efla miðjuna á kostnað jaðarsvæðanna. Þetta er vitað, núverandi jaðarsvæði ESB hafa orðið illa úti og þegar eitthvað á bjátar, bankahrun eða heims faraldur, jaðarsvæðin eru látin blæða, til að halda miðjunni gangandi. Og við, hér mitt á milli Evrópu og Ameríku, erum margfalt fjær miðju ESB en nokkurt núverandi jaðarsvæði þess. Því er ljóst að við munum alltaf verða verst úti þegar eittvað bjátar á.

ESB eru deyjandi samtök, sem haldið er á lífi með gífurlegum fjárframlögum aðildarríkja. Fyrir nokkru líkti einn helsti ESB sinni Íslands, til margra ára, inngöngu okkar í ESB við að flytja inn í brennandi hús. Þetta hús brennur enn.

Kjósendur, um þetta verður kosið um næstu helgi, aðild Íslands að ESB. Áttið ykkur á því.


mbl.is Vinstri sveifla þegar vika er eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fólk sem trúir því að lausnin á loftslagsmálum sé að hraða borgarlínunni á auðvelt með að trúa því að evra og innganga í ESB leysi öll önnur vandamál.

Grímur Kjartansson, 18.9.2021 kl. 10:22

2 identicon

Mér finnst það athygliverðast að engar kannanir gera ráð fyrir að kjósendur eldri en 67 ára muni kjósa.

Þeir eru sennilegast flokk hollastir af öllum kjósendum og þar með fylgi

fjórflokksins vantalið um þó nokkur %

Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 11:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ólyginn sagði mér að fólk flykktist í utankjörfundar afgreiðslu Smáralindar að kjósa í gær.

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2021 kl. 18:38

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef það hljómar of vel til að vera satt þá
"Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru."

Grímur Kjartansson, 19.9.2021 kl. 22:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flestir Íslendingar vilja auka tekjur lands síns rétt eins og þegar þeir komust til álna með vinnu; Heiðra kristni og taka upp kennslu í barnaskólum,halda landi og miðum í þjóðareign.--- Var þetta bara ekki gott hjá mér. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2021 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband