???

Einstaklega illa skrifuð frétt, eða fákunnátta fréttamanns.

Fyrir það fyrsta er ekkert tengivirki í landi Klafastaða utan tvö lítil fyrir hvora verksmiðju á Grundartanga. Hins vegar er stórt og fullkomið tengivirki á Brennimel í Hvalfirði.

Í öðru lagi er talað um í fréttinni að ekki sé búið að ákveða hvar á Holtavörðuheiðinn nýtt tengivirki verði staðsett. Tæplega er ætlunin að setja upp tengivirki þar, hlýtur að verða sett niður á veðursælli stað en upp á heiðinn. Beinast liggur auðvitað við að nýta tengivirkið í Hrútatungu, sem þegar hefur verið ákveðið að endurnýja og það komið í útboðsferli.

Það er lágmark, þegar fréttamenn skrifa frétt, að þeir kynni sér aðstæður og staðreyndir áður. Ekki þarf mikið til að kynna sér svona einfaldar staðreyndir, en hins vegar er spurning hvert mark er á fréttum þegar staðreyndir verða flóknari, þegar fákunnátta í bland við leti virðist srjórna skrifum fréttamanna!


mbl.is Undirbúa nýja línu yfir Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Einarsson

Það er ekki annað að sjá en heimildarvinna fréttamanns hafi verið ásættanleg. Lestu upplýsingar frá Lamdsneti hérna:

https://www.landsnet.is/um-okkur/utgafa-og-samskipti/frettir/stok-frett/2021/03/23/Holtavorduheidarlina-1-hluti-af-nyrri-kynslod-byggdalinu/

"Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði."

Ævar Einarsson, 24.3.2021 kl. 08:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski enn frekari ástæða fyrir fréttamann að spyrja viðmælandann út málið. Fá nánari útskýringu á þessu. T.d. hvort byggja eigi nýtt tengivirki í landi Klafastaða og hvort virkilega eigi að staðsetja annað nýtt tengivirki upp á Holtavörðuheiði.

Tengivirkið á Brennimel er nýlega endurbyggt og þá að hluta yfirbyggt. Er mjög fullkomið í alla staði og þangað liggja línurnar frá orkuverunum. Þar hlýtur upphaf nýrrar Holtavörðulínu að vera, rétt eins og þeirrar eldri.

Í Hrútatungu er annað tengivirki, er deilir rafmagni Holtavörðulínu annars vegar vestur á firði og hins vegar til norðurlands. Það virki er barn síns tíma og gerði stórann hluta norðurlands rafmagnslausan fyrir rúmu ári síðan, í nokkra daga. Í framhaldinu var ákveðið að endurbyggja það tengivirki og þegar er byrjað að bjóða út verkhluta vegna þeirrar framkvæmdar. Varla eru forsvarsmenn Landsnets svo skini skroppnir að nýta ekki þá endurbyggingu til að taka við nýrri Holtavörðulínu.

En meðan fréttamenn kynna sér ekki málin, geta þeir ekki spurt gagnrýninna spurninga. Og það leiðir aftur af sér að trú á þessa stétt dalar verulega, sérstaklega þegar þessi starfsstétt tekur að sér að túlka flóknari mál.

Gunnar Heiðarsson, 24.3.2021 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband