Sóðaskapur borgaryfirvalda
18.11.2020 | 21:10
Átti brýnt erindi til höfuðborgarinnar í dag. Fer helst ekki á þær slóðir að þarflitlu. Það sem kom á óvart, eftir að hafa ekið um sveitirnar í björtu og góðu veðri, var hvað skyggni var slæmt í borginni.
Við nánari skoðum sá ég, mér til mikillar undrunar, að yfir götunum lá mikið ryk, svo mikið að þegar ég leit í spegilinn sá ég að undan mínum litla bíl stóð rykský, rétt eins og ég væri að aka á malarvegi.
Er það virkilega svo að ráðafólk borgarinnar veit ekki að götur borgarinnar eru malbikaðar? Það þarf auðvitað að sópa rykið af þeim, annars má allt eins spara malbikið og hafa bara malargötur.
Við búum á Íslandi, þar sem vikur eldgosa þvælist fram og til baka, í mörg ár eftir hvert gos. Þetta ryk sest á götur borgarinnar, sem annarsstaðar og eina lausnin er að þrífa það reglulega burtu.
Ekki er hægt að kenna nagladekkjum um núna, þar sem borgarstjóri hældi sér af því að borgin væri að kosta þrif gatna í upphafi nýliðin sumars og því fáir ef nokkrir ekið þessar götur á nagladekkjum síðan. En askan spyr víst lítið hvort það sé sumar eða vetur, hún nýtir allan vind sem býðst og sest þar sem skjól finnst.
Í viðhendri frétt er fólk hvatt til að leggja einkabílnum. Mun nær er að hvetja borgaryfirvöld um lágmarks hreinlæti. Sóðaskapur og slóðaskapur er engum til sóma!
Fólk hvatt til að leggja einkabílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ef við bsra hjólum meira þá lagast þetta segir Sigurborg Ósk pírati.
Halldór Jónsson, 18.11.2020 kl. 22:52
ef við bara hjólum meira þá lagast þetta segir Sigurborg Ósk pírati.
Halldór Jónsson, 18.11.2020 kl. 22:52
Sjálfstæðisflokkurinn spænir upp malbikið á götum Reykjavíkur á nagladekkjum sínum á degi hverjum frá hausti til vors á ári hverju.
Reykjavíkurborg birtir hins vegar margar auglýsingar á hverju hausti, einnig nú í haust, þar sem bílstjórar eru beðnir um að vera ekki á nagladekkjum.
"Könnun á samsetningu svifryks sýnir að einungis 25-35% svifryks í Reykjavík koma frá náttúrlegum uppsprettum sem jarðvegur og salt."
"Á Íslandi er svifryk aðallega afurð bæjarumferðar.
Litlu agnirnar geta verið ýmis efnasambönd en hinar stærri eru að mestu uppspænt malbik.
Dieselknúnar bifreiðar á nagladekkjum valda mestu svifryki.
Dreifing svifryks fer eftir veðri, vindum, umferðarþunga og umferðarhraða."
"Gróft svifryk er að mestu tjara, gúmmí og önnur hörð efni, ekki síst fínn grjótmulningur úr malbiki.
En fínt svifryk er að mestu efnasambönd sem verða til við bruna eldsneytis."
18.10.2019:
"Síðastliðin fimm ár hafa að meðaltali 74% bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á negldum hjólbörðum og hefur notkun aukist verulega undanfarin tvö ár.
Á Akureyri mælist svifryk of oft yfir heilsuverndarmörkum og eiga nagladekk sinn þátt í því.
Þau valda auk þess hávaða og slíta malbiki margfalt hraðar en önnur dekk, sem hefur í för með sér aukinn viðhaldskostnað."
Eru nagladekk nauðsynleg fyrir þig? - Akureyrarbær
Þorsteinn Briem, 19.11.2020 kl. 03:46
Vona að þú hafir ekki verið á nagladekkjum Gunnar minn :)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 10:24
En það er hægt að minnka sóðaskapinn sem fylgir ryki/svifryki í Reykjavík. Það er ódýrt að skella sökinni á borgaryfirvöld og starfsmenn þeirra.. En það þarf samstillt átak og umhverfisvakningu. Til dæmis þá ber Vegagerðin hér stærsta ábyrgð sem veghaldari stærstu umferðargatna í borginni. Síðan ætti borgin að sjá um þrif á tengivegum og loks íbúarnir sjálfir sem ættu að sjá sóma sinn í að halda íbúagötunum þrifalegum. Ég vorkenni engum að fara út með garðslönguna og strákúst og leggja sitt af mörkum. Hef alltaf gert það sjálfur þar sem ég hef búið.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 10:36
Tek undir "Segjum nei við ESB" gott að sjá þig i hæstu hæðum hér.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2020 kl. 20:29
Jú,jú Jóhannes, ég er kominn á naglana, enda bý ég utan saltpæklunar. Eins og þú sjálfsagt veist eru það ekki naglarnir per se sem eyða malbikinu. Þar er fyrst og fremst um að kenna lélegu hráefni malbiksins, auk þess sem saltið leysir það upp. Þetta má sjá á þeim köflum sem malbikaðir voru í sumar. Eyðing þess er ótrúleg á örfáum mánuðum, án notkunar nagladekkja eða saltausturs. Í vor má svo skoða þessa kafla aftur og þá munu menn komast að hinu augljósa að þar sem saltað er, er slitið mun meira en þar sem ekki er saltað. En pistill minn var þó ekki um nagladekkjanotkun, heldur sóðaskap innan borgarmarkanna. Það var hann sem kom mér á óvart í þessari heimsókn minni þangað.
Gunnar Heiðarsson, 19.11.2020 kl. 20:39
Takk fyrir Helga. En nú eru blikur á lofti. Ég kvíði haustinu. Það væri skelfing fyrir land og þjóð ef esb flokkarnir tveir komast til valda.
Gunnar Heiðarsson, 19.11.2020 kl. 20:52
Áður fyrr, þegar við höfðum borgarstjórn, voru göturnar smúlaðar
reglulega til að koma í veg fyrir svifryk og tjöruryk af dekkjum.
Þetta var gert þegar Reykjavík hafði borgarstjórn.
Enn er þetta gert í mörgum höfuðborgum Evrópu, enda er það
vitað að svifryk myndast minnst af nagladekkjum þótt
Steini Briem vilji endalaust kenna sjálfstæðismönnum um
allt sem illa fer, þá er það ekki hægt nú vegna þess að
höfuðborg Íslands er búin að vera stjórnlaus sl.12 ár.
Svo einfallt er það.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.11.2020 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.