Rekstrargrundvöllur Íslands
14.2.2020 | 06:48
Hvernig í ósköpunum gat það gerst að þessi kona gat orðið ráðherra? Það örlar ekki fyrir einföldustu skynsemi hjá henni.
Þegar eitt af stærstu fyrirtækjum landsins gefur það út að grundvöllur þess sé fallinn og eina sem gæti komið í veg fyrir lokun þess sé upptaka á raforkusamningi, segir ráðherra að ekki sé tímabært að skoða hvaða áhrif það hefur fyrir þjóðfélagið að af þeirri lokun verði! Og þegar forsvarsmenn leita ásjár hjá ráðherra, vegna þvermóðsku forstjóra Landsvirkjunar, vísar hún þeim á dyr og segir að þarna sé um samning milli tveggja fyrirtækja að ræða. Vísar þeim í fang þess er setti snöruna um háls þeirra! Hvers vegna heldur ráðherra að leitað hafi verið til hennar? Áttar hún sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að búið er að reyna að ná sambandi við þann sem heldur um hinn enda snörunnar?
Forsætisráðherra komst þó örlítið betur frá málinu, talaði um að skoða þyrfti samkeppnisgrundvöll stórfyrirtækja á landinu. Væntanlega á hún þar við að með því að setja málið í nefnd muni það lagast.
Það er ekki stór mál að skoða samkeppnisgrundvöll fyrirtækja, meðan tekjur eru lægri en gjöld er grundvöllurinn ekki til staðar. Svo hefur verið hjá Ísal frá því að nýr orkusamningur tók gildi við það fyrirtæki landsmanna sem selur því orkuna. Því er ljóst að grundvöllurinn er brostinn, verði ekki að gert hið bráðasta.
Frekar ætti að skoða hver rekstrargrundvöllur Íslands er, falli stóriðjan. Fyrsta fyrirtækið í fallinu verður Ísal, Elkem er skammt á hælum þess og Norðurál mun fylgja í kjölfarið. Bara við það eitt að missa Ísal mun skerða rekstrargrundvöll Íslands niður fyrir það level er afætur þjóðarinnar í 101 þola. Að ekki sé nú talað um rekstur grunnþjónustunnar. Enn verra verður ástandið þegar fleiri falla. Það er nefnilega enginn annar kaupandi af orkunni, svo einfalt sem það er!
Þá má ekki gleyma þeim sem beinlínis lifa á þessum fyrirtækjum, starfsmenn þeirra og minni fyrirtæki sem þjóna stóriðjunni. Þarna er verið að tala um fleiri þúsund manns sem munu missa sitt lífsviðurværi.
Landsvirkjun er í eigu landsmanna, Alþingi ber ábyrgð á fyrirtækinu og skipar stjórn. Stjórn þess ræður síðan forstjóra. Framkoma og framferði forstjórans ber þó ekki merki þess að um fyrirtæki landsmanna sé að ræða, hann hagar þvert á vilja eigenda, en sjálfsagt vel studdur stjórn Landsvirkjunar. Enda ekki ónýtt að hafa þar næst sér lögfræðinginn "góða" sem stjórnaði kjararáði. Þegar síðan forstjórinn og stjórnarformaðurinn verða búnir að rústa þessu gullepli landsmanna, setja það á hausinn vegna þvermóðsku við stærstu orkukaupendurna, munu þeir sjálfsagt fá væna starfslokasamninga!
Stjórnvöld verða að vakna, þau verða að grípa inní áður en lengra er haldið. Taka völdin af stjórn Landsvirkjunar og forstjóra þess. Ef lagabreytingu þarf til verksins á einfaldlega að breyta þeim lögum strax!
Við erum þegar komin með annan fótinn fram yfir bjargbrúnina. Þökk sé misvitrum forstjóra Landsvirkjunar og kjark- og getulausum ráðherrum ríkisstjórnarinnar!!
Hættum nú að tala þetta niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Athugasemdir
Og hvað? Á að gefa fyrirtækinu raforku svo það geti haldið áfram starfsemi?
Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2020 kl. 13:50
Frekar þunnur útúrsnúningur hjá þér Þorsteinn.
Gunnar Heiðarsson, 14.2.2020 kl. 15:23
Álverið í Straumsvík var upphafið að auðlegð Íslands , eins og við þekkjum það í dag. Jafnhliða stofnun þess voru reist og byggð einhver glæsilegustu vatnsorkuver veraldar. Orkuver sem flest liggja neðanjarðar og framleiða orku daginn út og inn árin um kring, án þess nokkur svo mikið sem taki eftir. Allt hófst þetta með ÍSAL.
Orkusala Landsvirkjunar til þessa fyrirtækis, gerði það kleift að byggja enn fleiri virkjanir á ársvæðum Þjórsár, alveg að upptökum árinnar, lengst inn á hálendi Íslands.
Nú ríður veggjum Landsvirkjunar forstjóri með kapalnjálg til útlanda. Til að geta skaffað stuð í kapalinn þarf að útrýma stóriðjunni. Ísal fyrst og svo allt hitt helvítis klabbið þar á eftir í grafkistu evrópukapalsins. Hver er búinn að lofa hverjum hverju?
Landsvirkjun er ekki eign forstjórans. Landsvirkjun er það sem hún er í dag, vegna fyrirtækja eins og álversins í Straumsvík. Ef lokun þess blasir við, vegna óvæginnar verðlagningar fávitans í forstjórastóli Landsvirkjunar, ber að víkja þeim auma þræl úr stöðu sinni og það sem fyrst!
Hluthafarnir taka ekki mark á svona dellu og krefjast þess að hlutirnir séu teknir til alvarlegrar endurskoðunar, sér til heilla, en ekki spilltra embættismanna, sem lofað hefur verið fúlgum fjár, gangi þeir gegn þjóð sinni og betri vitund.
Þakka góðan pistil Gunnar. Góðar stundir, með áhyggjukveðjum að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.2.2020 kl. 22:52
Þorsteinn Guðlaugs er kjáni. Punktur...
Halldór Egill Guðnason, 14.2.2020 kl. 23:02
Já eða Siglaugs.
Halldór Egill Guðnason, 14.2.2020 kl. 23:03
Takk fyrir góðan pistil Gunnar, hörmung að sjá menn saga svona greinina sem þeir sitja á.
Reyndar er þetta svo arfavitlaus nálgun hjá bæði forstjóra Landsvirkjunar og ráðherranum með langa nafnið en stuttu yfirsýnina að maður fer að halda eitthvað annað ráði en skynsemin, fólk bara getur ekki verið svona vitlaust.
Vonandi að samsæriskennign Halldórs sé röng en því miður efast maður um það.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.2.2020 kl. 00:00
Það er einfaldlega tóm vitleysa að orkukostnaðurinn einn og sér valdi rekstrarvanda þessa fyrirtækis. Ef svo væri, hvers vegna væri þá fyrirtækið að íhuga að bregðast við með því að minnka framleiðslu? Það hefur skyldu til að kaupa ákveðið magn orku, og dragi það verulega úr framleiðslu, hvað gerist þá? Jú, orkukostnaðurinn verður vitanlega enn hærra hlutfall af rekstrarkostnaði en áður. Þarna eru önnur vandamál á ferðinni.
En það er vitanlega dæmigert í allri svona umræðu að stökkva af stað og heimta ríkisstyrki, án þess að menn hafi nokkra minnstu hugmynd um í hverju vandinn liggur í raun og veru. Og svo æsir hver apinn annan upp í þruglinu.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2020 kl. 18:49
Auðvitað er orkukostnaður ekki eini vandi Ísal, Þorsteinn. Enginn hefur haldið því fram. Orkukostnaður er hins vegar um einn þriðji af rekstrarkostnaði fyrirtækisins (við eðlilegar aðstæður) og vegur því þungt þegar verið er að skera niður kostnað, vegna lækkunar á afurðaverði.
Um kaupskildu Ísal er nokkuð ljóst að ef fyrirtækinu verður lokað muni móðurfyrirtækið beita öllum þeim ráðum sem það getur til að losna undan samningi við Landsvirkjun. Slíkur málarekstur gæti tekið langan tíma og á meðan væri Landsvirkjun án þeirra tekna. Ekki víst að það muni lifa slíkt af. Þá má ekki gleyma öllum þeim tekjum öðrum sem af Ísal hlýst, hér á landi og þeim 500 starfsmönnum sem þar vinna auk verktaka sem þjóna fyrirtækið. Þar er engin kaupskylda og því þær tekjur og sú vinna farin jafn skjótt og fyrirtækið lokar.
Api get ég verið, viljir þú endilega kalla mig það. Hins vegar skil ég ekki það sem þú ert að skrifa um ríkisstyrki. Þar ertu kominn í einhverja óskiljanlega umræðu.
Gunnar Heiðarsson, 16.2.2020 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.