Hækkun sjávarstöðu
25.9.2019 | 10:17
Enginn efast um að hlýnað hefur á jörðinni. Hitt eru menn ekki sammála um af hvaða völdum það sé, hvort áfram muni hlýna eða hvort kólni aftur. Nýjasti vinkillinn er bréf sem samið er af 500 loftlagssérfræðingum og sent á ráðstefnu SÞ, sem nú stendur yfir. Fréttamiðlar hafa verið þögulir sem gröfin um þetta bréf og gæta þess vandlega að það sé hvergi birt.
Þegar lesin er fréttin sem þetta blogg tengist við, verður maður nokkuð sorgmæddur. Ekki vegna innihalds fréttarinnar heldur framsetningar. Þarna eru fullyrðingar sem ekki standast skoðun og að auki eru þversagnir í fréttinni sem gerir erfiðar að taka hana trúanlega. M.a. er sagt að flóð vegna bráðnunar snjóa á vorin muni færast hærra til fjalla. Hvað verður svo um vatnið þegar það kemur lægra í landið er erfitt að skilja, kannski halda menn að það muni bara gufa upp!
Flest eða öll þau rök sem færð eru fram í fréttinni og þau rök sem notuð eru til að trilla mannfólkið eru fjarri því að vera ný af nálinni. Í tveim fræðslumyndum, annarri frá áttunda áratug síðustu aldar og fjallað er um í síðasta bloggi mínu og hinni frá seinni hluta þess níunda, eru öll þessi rök tiltekin. Í seinni myndinni er málflutningurinn líkari því sem nú er, að því leyti að fastar er að orði kveðið. Talað um að "engan tíma megi missa" að "aðgerða sé þörf tafarlaust" og jafnvel eru nautin orðin jafn miklir sökudólgar og í dag. Þarna var þó ekki verið að vara við hlýnun jarðar, heldur ísöld! Og takið eftir, þetta myndband og viðtölin við fræðimennina var gert fyrir einungis rúmum þrjátíu árum síðan!! Sem betur fer fór ekki sem fræðingar spáðu, því þá væri sennilega kominn jökull yfir allt okkar fagra land!!
Hin síðustu ár hefur vísindamönnum tekist að spá um veður með nokkurri vissu, en einungis til tveggja daga. Lengri spátími er óáreiðanlegur og því óáreiðanlegri sem lengra líður. Á áttunda og níunda ártug síðustu aldar töldu þessir menn sig geta spáð með nokkurri vissu nokkra áratugi fram í tímann og spáðu ísöld. Enn í dag eru til vísindamenn sem telja sig hafa hæfileika til slíkrar spámennsku, en spá nú hamfarahlýnun. Það fyndnasta við þetta er að nú er að nokkru leiti um sömu spámenn að ræða, þó í fyrra tilfellinu hafi hlutur loftlagssérfræðinga meðal þessara spámanna verið stærri.
Stjórnmálamenn eru hrifnir af þessum spádómum. Þeir þeytast um heiminn þveran og endilangan og keppast við að lýsa sem mestri ógn. Þetta þjónar þeim vel, enda fátt sterkara en ógnarvopnið. Minna fer fyrir lausnum, öðrum en skattlagningu. Eins og veðurfarið láti stjórnast af peningum!
Forsætisráðherra okkar hélt þrungna ræðu í New York og lýsti því fjálglega hvað Ísland væri öflugt í aðgerðum gegn þessari miklu ógn. Jú vissulega hafa verið lagðir hér á skattar en fátt annað. Ef hún tryði því að hamfarahlýnun væri handan hornsins, þá ætti hún að vita að sjávarborð mun hækka verulega. Því væri Alþingi væntanlega fyrir löngu búið að banna allar nýbyggingar við sjó. Hvar rísa stærstu og dýrustu byggingar höfuðborgarinnar?!!
Tvöfalt hraðari hlýnun á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Bréfið var hvorki samið né undirritað af 500 loftlagssérfræðingum. Og vegna þess að þarna var aðallega um þekkta ruglukolla að ræða hefur umfjöllunin aðallega verið á síðum hægri öfgamanna við hlið frétta um ógn hinna illu innflytjenda, kosti þess að geyma geðlyfin í sama skáp og byssurnar og skaðleysi reykinga.
Vagn (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 12:25
Þú ert alveg ágætur Vagn
Gunnar Heiðarsson, 25.9.2019 kl. 12:53
Ert þú kannski þekktur rugludallur, Vagn?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.