Útrýming Arnarstofnsins?

Örninn er stolt íslensku fuglaflórunnar. Það er því gleðilegt að stofninn skuli vera að eflast og stækka. Hins vegar er ljóst að um tímabundið ástand er að ræða, að stofn Arnarins mun falla mikið á næstu árum og vandséð að hann muni geta lifað af þær hremmingar sem hans bíða.

Breiðafjörður er kjörlendi Arnarstofnsins og flest óðul þar. Til stendur að reisa 86 vindmillur af stærstu gerð umhverfis botn fjarðarins, en vitað er að slík tól eru verulega skeinuhætt fuglum, sérstaklega stærri fuglum. Því má búast við miklum felli Arnastofnsins, eftir að þessir vindmilluskógar hafa verið reistir.

Hvar eru umhverfissamtökin hér á landi, af hverju heyrist ekkert frá þeim um málið. Vegagerð um syðri hluta Vestfjarða hefur verið í uppnámi í áratugi, vegna athugasemda þessara samtaka, m.a. vegna þess að vitað er um eitt Arnaróðal í hólma fyrir utan það svæði sem áætlað er að leggja þann veg. Það er einnig eitt Arnaróðal nánast inn á framkvæmdasvæði eins af þessum vindmilluskógum sem ætlað er að byggja upp, fyrir botni Breiðafjarðar!

Hvers vegna í ósköpunum heyrist hvorki hósti né stuna frá umhverfissinnum? Hvers vegna leggur ekki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Landsverndar og núverandi umhverfis og auðlindaráðherra, eitthvað til málanna? Getur það verið vegna þess að kollegi hans í ríkisstjórn hefur hagsmuna að gæta?!

 

https://www.youtube.com/watch?v=cQo-quWlAoI

https://www.youtube.com/watch?v=QRSAvD8VAbI

 

 


mbl.is Arnarstofninn sterkur og 56 ungar á legg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband