Hroki ráðherra
11.4.2019 | 10:13
Það er með ólíkindum hvernig ráðherra talar. Fyrir það fyrsta þá segir hann að um afléttingu fyrirvara sé að ræða, í öðru lagi heldur hann því fram að hægt sé að samþykkja orkupakkann en jafnframt að framkvæmd hans sé hafnað og í þriðja lagi vísar hann til álit sérfróðra manna máli sínu til stuðnings. Allt er þetta rangt! Menn hafa verið álitnir veikir í höfðinu af minna rugli en þessu!!
Fyrir það fyrsta þá getur ekki verið um neina afléttingu að ræða, einungis samþykki eða höfnun Alþingis. Væri um afléttingu að ræða þá er ljóst að búið er að færa vald frá Alþingi til embættismanna og ekki man ég til að Alþingi hafi gert slíkt, enda stæðist það ekki stjórnarskrá. Allar tilskipanir þurfa samþykki Alþingis, sama hvað embættismenn, jafnvel með samþykki ráðherra, gera eða skrifa undir. Að tala um afléttingu er því einungis orðsrúð til þess eins ætlað að gera minna úr málinu en efni standa til!
Í öðru lagi er það hámark fáviskunnar að bera fram fyrir alþjóð að hægt sé að samþykkja tilskipun frá ESB en fresta framkvæmd hennar. Þetta er þvílíkur hroki að engu tali tekur. Annað hvort er tilskipun samþykkt eða henni hafnað. Þegar maður selur húsið sitt getur maður ekki bara búið þar áfram, "þar til síðar".
Í þriðja lagi vísar ráðherra til umsagnar ákveðinna sérfræðinga um málið. Þarna gengur ráðherra lengra í lítilsvirðingu sinni á þjóðinni en áður. Þessar álitgerðir eru opinberar og stór hluti þjóðarinnar hefur kynnt sér þær. Í greinargerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar er bent á tvær leiðir. Fyrri kosturinn er að hafna tilskipuninni og mun málið þá færast aftur til EES nefndarinnar. Þar gætum við reynt að fá undanþágur eftir lögformlegri leið, undanþága sem stenst dómstól EFTA. Þessi leið er nokkuð örugg og lögformlega örugg. Hinn kosturinn er að samþykkja tilskipunina með fyrirvara. Þessi leið er hins vegar óörugg og lögformlega slæm. Þar gætu hvort heldur eftirlitsstofnun EFTA, nú eða hvaða einstaklingur sem telur að fyrirvarinn skaði sig, sótt málið fyrir EFTA dómstólnum. Fari málið fyrir þann dómstól, á hann þann eina kost að dæma samkvæmt efni tilskipunarinnar, sem Alþingi hefur þá samþykkt. Þetta áréttaði annar höfundur umsagnarinnar í fjölmiðlum í gær.
Það er því einungis ein leið fær í þessu máli, að hafna tilskipuninni. Málið mun þá fara til baka til EES nefndarinnar, eins og fram kemur í álitgerð SMS og FÁF. Þar höfum við hugsanlega möguleika á að ná fram varanlegum fyrirvörum sem stæðust dómstól EFTA. Að öðrum kosti er hægt að hafna samstarfi við ESB um orkumál og munu þá fyrri orkupakkar væntanlega falla úr gildi. Ekki að nein eftirsjá sé af þeim, en ef við teljum eitthvað innan þeirra henta okkur er hægt að láta þær greinar standa áfram sem lög hér innanlands.
Þegar maður hélt að maður væri búinn að upplifa allt það slæma við pólitík, hvernig hér var staðið að verki í endurreisn eftir hrun, hvernig þá var vegið að þjóðinni af stjórnmálastéttinni á alla vegu, hvernig Alþingi hagaði sér í Icesave málinu og var gert afturreka með og hvernig stjórnarherrar hafa heygst á því að standa vörð þjóðarinnar, koma núverandi stjórnvöld og ætla að toppa allar slæmar gerðir fortíðar með því að fórna gullepli okkar, orkunni! Sjálfstæði þjóðarinnar lagt að veði!!
Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að grunnurinn undir bankahrunið var jú frelsi í flutningi fjármagns milli landa, þ.e. afleiðing EES samningsins. Þetta setti landið á hausinn og einungis með kjark fárra manna sem tókst að halda sjálfstæði þjóðarinnar, fyrst með samþykkt neyðarlaga og síðan aðkomu þjóðarinnar að Icesave. Það stóð þó tæpt, mjög tæpt.
Sú gerð sem ráðamenn nú standa að, fórn orkunnar, er þó mun svartara en hrun bankakerfisins og afleiðingar þess. Ef við missum orkuna, þá er sjálfstæðið farið. Ef þingmenn í dag eru slíkar landeyður að þeir hafi ekki kjark til að stoppa málið nú, er ljóst að mikið þarf að gerast til að hægt verði að beita eina vopninu sem eftir verður, til að endurheimta fullveldi þjóðarinnar, uppsögn EES samningsins.
Innleidd að fullu en gildistöku frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Thakka gódan pistil Gunnar.
Hvad radherranum gengur til med lygum og aumlegu yfirklori, er hulin radgata. Honum til fulltyngis gjammar sidan Björninn a sinni sidu og segir ad allt se thetta i besta lagi og valdi engum skada, hvorki nu eda um okamna tid! Pall Vilhjalmsson kemst vel ad ordi thegar hann segir "Buid er ad reisa galgann, aftakan fer fram seinna" nai thessi ofognudur i gegn.
Svei thessu folki og megi domur kjosenda senda thad ut i hafsauga i naestu kosningum. Nu er ad skrifa undir askorunina a "Orkan Okkar" og sidan herja a Bessastadabondann ad standa i lappirnar. Nu reynir a drenginn thann. Er hann madur eda mús?
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.4.2019 kl. 10:38
Öflugur sem fyrr Gunnar.
Aftur eitthvað sem erfitt er að orða betur;
"Þegar maður hélt að maður væri búinn að upplifa allt það slæma við pólitík, hvernig hér var staðið að verki í endurreisn eftir hrun, hvernig þá var vegið að þjóðinni af stjórnmálastéttinni á alla vegu, hvernig Alþingi hagaði sér í Icesave málinu og var gert afturreka með og hvernig stjórnarherrar hafa heygst á því að standa vörð þjóðarinnar, koma núverandi stjórnvöld og ætla að toppa allar slæmar gerðir fortíðar með því að fórna gullepli okkar, orkunni! Sjálfstæði þjóðarinnar lagt að veði!!".
Þetta er ekki einleikið og þjóðin þarf að horfast í augun við það.
Hef fengið bessaleyfið hjá þér svo ég ætla að linka þessum pistli í athugasemd við síðasta pistil minn, og oftar ef þörf krefur.
Takk fyrir lánið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 11:45
Glæsilegt, Gunnar Heiðarsson, vel tekið utan um málið og allar meginlínur ljósar. Þakka þér órofa baráttu þína fyrir sjálfstæði okkar Íslendinga og fullveldi í okkar málum. Ég tek undir með Ómari, að það er ekki hægt að orða þetta betur, það sem hann vitnar þarna í, og heill sé honum, Halldóri Agli og ykkur öllum fyrir hreinskilnina og áframhaldandi varðstöðu um réttindi þjóðarinnar, sem aðrir eiga ekkert að hafa með að gera!
Jón Valur Jensson, 11.4.2019 kl. 12:15
Framúrskarandi hnitmiðuð færsla hjá Gunnari, sem í félagi ágætra athugasemda þeirra Halldórs Egils, Ómars og Jóns Vals hreinlega æpir á tæpitungulaust heiti á þetta illvirki sem hér um ræðir og þá landa okkar sem að því standa.
Í stað þess að hringsóla ein og kettir í kringum heitan graut, er þá ekki tímabært að nefna þennan loðna gjörning einfaldlega landráð og lymskulega erindrekana föðurlandssvikara eða landráðamenn?
Jónatan Karlsson, 12.4.2019 kl. 05:17
Eða kannski landsölumenn?
Jón Valur Jensson, 12.4.2019 kl. 06:56
Icesave-sinnar og ESB-sinnar iðrast seint,
og allt var það heldur illa meint!
Pakkasinnar paþetískir í pólitík
um fullveldið hugsa sem liðið lík.
Föðurbetrungur Björn er ei, því Bjarni stóð
sífelldan vörð um sjálfstæða þjóð.
Jón Valur Jensson, 12.4.2019 kl. 07:07
(Þetta áttu að vera þrjár afhendingar.)
Jón Valur Jensson, 12.4.2019 kl. 07:09
AF UTANRÍKISRÁÐHERRARAUNUM
Guðlaugur Þór í gervi þess
hins góða manns, svo ógnarhress,
þykist mesti þjóðarsómi.
Þó er ljóst, að flestra dómi,
athæfi hins auma manns,
undirferli og svikin hans
við landsins rétt, en Brussel-bossum
lízt það allt
svo anzi svalt.
Linnir því skjótt, að við honum hossum!
og hlöðum sízt á hann þakkarkossum.
Jón Valur Jensson, 12.4.2019 kl. 07:39
Sælir félagar og þakka hólið.
Gunnar Heiðarsson, 12.4.2019 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.