Vanhæfur þingmaður
17.2.2019 | 15:24
Það er rangt hjá þingmanninum að stjórnvöld eigi ekki aðild að kjarasamningum. Fyrir það fyrsta þá er stór hluti launafólks á launum hjá ríkinu og kjarasamningar þess renna senn út. Það sem samið er um í almennu kjarasamningunum mun verða leiðandi fyrir starfsfólk ríkisins. Ríkið á að koma þar inn með aðgerðir sem stuðlað geti að kjarasamningum sem ekki kollvarpa hagkerfinu.
Í öðru lagi þá er eini tími launafólks til að fá leiðréttingar eða bætur sinna kjara, þegar samningar eru lausir. Kjör þess ráðast ekki að launum einum saman, heldur spilar þar stórt skattar og álögur, sér í lagi hér á landi þar sem skattar eru með því mesta sem þekkist. Þó ríkið eigi ekki beinan aðgang að kjaraviðræðum, er þetta eini tími launafólk til að ná eyrum stjórnvalda, svo hlustað sé. Því er það klárt að ríkið getur ekki fríað sig frá kjarasamningum, eins og þingmaðurinn heldur fram.
Þá heldur þingmaðurinn því fram að kjörnir fulltrúar Alþingis séu þeir einu sem með stjórn landsins eigi að fara. Þeir séu kosnir af þjóðinni. Þingmen eru kjörnir út á loforð sín fyrir kosningar, loforð sem þeir eru ótrúlega fljótir að gleyma. Eitt hellst hlutverk þingmanna og stjórnvalda er að hugsa um hag þjóðarinnar og auka hagsæld hennar. Þar vegur þyngst að halda sveiflum hagkerfisins eins litlum og hægt er. Aðkoma að kjarasamningum, til að koma í veg fyrir verkföll og að samningar leiði til sem minnstra sveiflna, er vissulega hlutverk stjórnvalda. Svo hefur ætið verið, þó á stundum stjórnöld hafi sofið hellst til of lengi.
Það lýsir fávisku og barnaskap þeirra sem halda því fram að stéttarfélög séu með einhverjar hótanir í garð stjórnvalda. Stjórnvöld hafa verið í viðræðum við deiluaðila, eins og þeim ber og það eina sem stéttarfélögin fara fram á er að nú verði gengið til verka. Samninganefndir launþega og atvinnurekenda hafa unnið sína vinnu, nú er komið að lokapunktinum. Þetta eru ekki hótanir, heldur einungis sagðar staðreyndir. Náist ekki að loka samningum mun skella á verkfall. Málið er ekki flókið!
Hins vegar er það ekki beint merki um skynsemi, þegar þingmaður úr stjórnarflokki talar með þeim hætti sem Bryndís Haraldsdóttir gerir, tal sem vissulega má skilja sem hótun, ef ekki lægi fyrir sú staðreynd að hún hefur einungis eitt atkvæði af 63 á Alþingi og er ekki beinn aðili að þeim viðræðum sem nú fara fram.
Verkföll eru mesta böl sem nokkur þjóð verður fyrir. Til þeirra er ekki stofnað af leik, einungis neyð. Stjórnvöld spila stórann þátt í að koma í veg fyrir að verkföll skelli, enda lendir það oftast á þeim að leysa þann vanda eftir að í óefni er komið.
Þeir þingmenn sem halda að eitthvað annað lögmál ríki, þekkja ekki söguna, eru fastir í fílabeinsturni og alls ekki hæfir í starfi!!
Verkalýðsfélög stýra ekki landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll frændi jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Gunnar !
Bryndís Haraldsdóttir: er einungis eitt fjölmargra afurða:: hinna stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, hver ber heitið Sjálfstæðisflokkurinn, og ber að skoða kjapthátt hennar og gaspur, í því ljósi.
Engeyingarnir - helzta og virkasta ræningjabæli flokksins suður í Garðabæ, stýra aragrúa afætulýðs í landinu, og fóru einkar létt með, að kaupa Framsóknarmenn og Vinstri græna til fylgilags við sig Haustið 2017, t.d.
Það er einfaldlega: OPINBERT leyndarmál Gunnar minn, að þessi úrkynjaði ruzlara lýður hyggst STELA eftirstöðvum náttúru auðæfa landsmanna úr greipum almennings, sem þau hafa ekki:: nú þegar, náð tangarhaldi á.
Í viðureigninni við þennan hroða - duga engin Gul vesti / ein og sér, heldur samtakamáttur almennings, að gera þetta lið BROTTRÆKT af landinu eigi ekki verr að fara:: skipulega, og æfarandi !!!
Ekkert minna þar: frændi minn sæll.
Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 15:51
maður heyrði að stjórnmál ættu að batna mikið við að fá konur í stjórnmál, því þær væru með innbyggða vörn gegn spillingu.
en málið er að það fékk ekki neinn að kjósa um skattahækkanir á lægst launaða fólkið, þetta var bara framkvæmt . og alveg eins stefnu sér maður í heilbrigðismálum.
svo sér maður það endurtekið aftur og aftur, að það er öllu fögru lofað, svo ekkert framkvæmt, og sérstaklega þegar kemur að kosningarloforðum XD
GunniS, 18.2.2019 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.