Veggjöld
5.2.2019 | 18:52
Hvað eru veggjöld? Því er erfitt að svara. Þó er ljóst að þetta er fyrst og fremst skattur og ekkert annað en skattur. Að öðru leyti er erfitt að skilja umræðuna, virðist sem hugmyndir þingmanna um þessi gjöld sé jafn margar stólum Alþingis.
Fyrst var talað um að veggjald skildi leggja á ákveðnar framkvæmdir, eftir að þeim lyki. Var þar m.a.vísað til Hvalfjarðargangna sem fyrirmynd. Síðan var farið að tala um ótilgreind gjöld á ótilgreindum stöðum, til að flýta ótilgreindum framkvæmdum. Nú er jarðgöng komin inn í þessi gjöld,jafnvel göng sem þegar hafa verið greidd að fullu og vel það, með slíkum gjöldum. Og nú eiga veggjöld að leggjast á til að flýta orkuskiptum. Manni er farið að hlakka til hvað kemur næst! Er nema von að ráðherra nuddi saman lófum og sé farinn að leita að "hagstæðum" lánum. Gjöldin munu ekki klikka!
Verst er þó að í sumum tilfellum munum við fá að greiða veggjöld fyrir framkvæmdir sem leiða af sér enn verri samgöngur en nú eru.
Eftir tuttugu ára baráttu og fjölda slysa, sum hver skelfileg, fyrir tvöföldun vegarins um Kjalarnes virðist sú framkvæmd loks komast í gegnum hið þétta net hagkvæmispólitíkusa Alþingis. Að vísu einhver frestun, en framkvæmdin hefur þó verið samþykkt.
Þá kemur Vegagerðin að málinu. Eftir að snillingar þar á bæ hafa farið höndum um málið er tvöföldunin einungis hálfföldun og til að tryggja endanlega einhvern bata á þessari leið, ákváðu þessir snillingar að setja þrjú til fjögur hringtorg á þessum stutta kafla. Eftir sitjum við íbúar á Vesturlandi og horfum á veg sem í sjálfu sér er þokkalegur, verða að vegi sem verður nánast ókeyrandi og stór hættulegur, vegna hringtorga. Og þurfum síðan að greiða skatt fyrir "dýrðina".
Ég er nú svo grænn að ég hélt að þegar um bætur á vegakerfinu væri að ræða, þá væri verið að tala um betri veg, betra flæði og minni hættur. Hélt líka að þegar verið væri að skoða hvernig bæta megi vegi,væri fyrst skoðuð slysasaga vegarins. Varðandi Kjalarnesið virðist hvorugt vera haft að leiðarljósi, rétt eins og dagskipunin hafi verið að gera bara eitthvað,svo hægt væri að innheimta meiri skatta!
Á Kjalarnesinu verða slys fyrst og fremst af tvennu, vindi og framúrakstri. Vindur breytist lítið við tvöföldun,þreföldun eða jafnvel fjórföldun vega og enn síður með tilkomu hringtorga,hversu mörgum sem mönnum dettur til hugar að drita niður. Framúrakstur er aftur vandamál og verður einungis leystur með breikkun vega. Hringtorg skipta þar litlu máli. Tiltölulega fá slys verða vegna gatnamóta og fjölmargar leiðir til að bæta þau.
Hins vegar er ljóst að við hvert hringtorg þarf að hægja mikið á bílum,sem leiðir til umferðateppu fyrir framan þau. Þegar svo loks er komist þar í gegn, hefst kappakstur til að ná góðri stöðu fyrir næsta haft. Þetta verður því beinlínis stór hættulegur vegur, mun seinfarnari en nú og mun skapa gífurlega mengun og slit á dekkjum bíla.
Eins og staðan er í dag, ættu sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi að afþakka þessar svokölluðu vegabætur og skattinn sem þeim fylgir,skattinn sem þeir voru plataðir til að mæra. Bíða með frekari framkvæmdir þar til fólk sem hefur minnsta skammt af skynsemi sest á Alþingi! Ein plús einn vegur um Kjalarnesið, með öllum þeim göllum sem slíkum vegi fylgja, er mun greiðfarnari og hættuminni en einn plús tveir vegur, með fjögur hringtorg á 11 km kafla!!
Gjöld hvati til að skipta um bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona fer þega eintómir dýralæknar eiga að sjá um samgöngur landsmanna
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.2.2019 kl. 21:05
Af einhver ástæðum er íslenskt samfélag að breytast í eintóm leiðindi, forræðishyggju kraft idjóta.
Heilbrigð skynsemi virðist ekki fyrirfinnast innan ríkisstofnana og stjórnsýslu. Hefur versnað mjög eftir hrunið og almest eftir að þeir skömmtuðu sér launahækkanir langt umfram aðra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.2.2019 kl. 21:53
Sæll Gunnar frændi - sem og aðrir gestir, þínir !
Gunnar - Halldór Egill, og Símon Pétur frá Hákoti !
Skynsamleg orðræða Gunnars síðuhafa: sem og undirtektir ykkar hinna staðfestir ENN BETUR það sjónarmið mitt, að atburðina dagana 1. Desember 1918, sem og 17. Júní 1944, má telja til mestu STÓRSLYSA Íslands sögunnar gjörvallrar, sé litið allt aftur til landnáms, á 7. - 9. öldunum, piltar.
Hefi ekki - öllu fleirri orð þar um að sinni, a.m.k.
Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2019 kl. 23:08
Fyrir einhvern misskilning eða blekkingu hélt ég að veggjöld væru ætluð til að standa að stærri vegaframkvæmdum og hyrfu þegar búið væri að borga þær, en nú heyri ég frá hinu háa þingi að það eigi jafnvel að leggja þau á framkvæmdir sem eru löngu búnar. Svo er spurningin stóra. Hvað stendur þessi gjalddtaka lengi? Er verið að koma á varanlegum skatti?
Ég sem hélt að við hefðum alltaf borgað margfalt það sem fer í vegagerð í gegnum eldaneytis og bifreiðaskatta.
Nú er sjálfstæðisflokkurinn orðinn vinstrigrænn.
Þetta er alveg hrokkið af skaftinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2019 kl. 02:15
Ég skrifaði grein um dýralækna fyrir nokkrum dögum Halldór Egill, þar láðist mér að nefna þann sem stjórnar vegagerðinni.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2019 kl. 09:06
Öllu verra er þó Símon Pétur, að sjálfstæði og velferð þjóðarinnar er orðið að einhvers konar tabú á Alþingi. Enginn þorir lengur að nefna þá þætti, sjálfsagt vegna þess að þeir sem slíkt gera eru samstundis nefndir þjóðernissinnar, rasistar eða jafnvel nasistar. Eins og við vitum er kjarkur þingmanna minni en svo að þeir geti staðið af sér slíkar ásakanir, hvað þá svarað þeim.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2019 kl. 09:12
Sæll frændi. Verið getur að við værum betur sett ef gjörningarnir 1918 og 1944 hefðu ekki orðið. Vil þó ekki trúa því.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2019 kl. 09:14
Held að Sjálfstæðisflokkur sé búinn að spila sig út í horn, Jón Steinar. Spurning hvað kemur í staðinn.
Veggjöld herma vel við stefnu VG og Framsókn gerir það sem þarf til að halda stólum. Hins vegar er skattheimta eins og veggjöld í algjörri andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokks. Því er magnað að höfundur þessa skatts komi úr þeim flokk. Skaðinn sem þeim þingmanni hefur tekist að valda eigin flokk mun koma fram í næstu kosningum.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2019 kl. 09:19
Sjálfstæðisflokkurinn afhjúpar sig meira og meira með hverjum deginum sem líður
sem flokk aukinna skatta og gjalda
sem flokk aukins ríkisvalds og forsjárhyggju
sem flokk ESB sinna
sem flokk ríkisstarfsmanna, gegn sjálfstæðu fólki.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið öll sín gömlu grunngildi, og hefnist fyrir það með fallandi fylgi. Og það mun falla enn neðar, þökk sé þingmönnum og ráðherrum flokksins.
Margir þeirra munu EKKi komast aftur á þing, blessunarlega. Og skiljanlega, því hvaða heiðarlegur sjálfstæður maður getur kosið þennan flokk farísea og tollheimtumanna?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.2.2019 kl. 11:43
Sælir - á ný !
Gunnar !
Þú virðist: vilja taka undir sjónarmið mín, en, .......... átt ekki ekki í fullu tré með, að viðurkenna raunveruleika þeirra ?
Þó ekki væri - nema í ljósi GLÆPSAMLEGRAR stjórnýslunnar, í landinu, í dag ?
Virtu betur fyrir þér frændi: hversu ógeðfelldur snigils háttur ráðamanna er, í krafsi þeirra, ofan í mis- djúpa vasa okkar, upp á hvern einasta dag ársins:: sjálfum þeim til forsorgunar EINKA GRÆÐGI ÞEIRRA sjálfra, prívat.
Þau eru mörg - Kjararáðin hjá þessu liði, Gunnar minn.
Halldór Egill - Jón Steinar, og Símon Pétur frá Hákoti !
Þá: eiga ykkar innlegg fyllilega, fyrir sínu að standa, ágætu drengir:: ekki síður.
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2019 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.