Eru þingmenn og ráðherrar almennt með skerta greind?
14.9.2018 | 21:29
Það er hreint með ólíkindum hvernig þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna geta hagað sér. Þeir láta sem þeir einir viti og allir aðrir séu ekki marktækir. Jafnvel þegar málflutningur þeirra er svo yfirmáta heimskulegur að hvert mannsbar með lágmarks skynsemi sér ruglið. Því er von að maður velti fyrir sér hvort virkilega einungis fólk sem hefur litla eða enga skynsemi og mjög takmarkaða greind, veljist á þing.
Nú hefur um nokkurra mánaða skeið verið rædd tilskipun frá ESB um orkumál, oftast nefnd 3. orkumálapakki sambandsins. Umræðan hefur eingöngu snúist um hvort og þá hversu mikinn skaða fyrir okkur sem þjóð, þessi tilskipun mun leiða af sér. Enginn hefur nefnt hvort eitthvað gott er í þessari tilskipun fyrir Ísland og íslenska þjóð, enda ekki hægt að finna neitt af því tagi í henni. Einungis er því deilt um hversu slæm hún er, mikið eða mjög mikið.
Þetta hefði að öllu venjulegu átt að duga til að þingmenn, allir sem einn, segðu einfaldlega að þessi tilskipun kæmi okkur ekkert við og hún því ekki samþykkt. Punktur.
Það atriði sem mest hefur verið rætt um er hvort og þá hvenær tilskipunin tekur gildi hér á landi. Auðvitað tekur hún gildi um leið og Alþingi hefur samþykkt hana. Allt tal um sæstreng kemur því í sjálfu sér lítið við, þó hugsanlega áhrifin verði ekki mjög mikil fyrr en slíkur strengur hefur verið lagður. Þá munu áhrif tilskipunarinnar birtast landsmönnum af fullum þunga og vandséð hvernig hægt verður að halda landinu í byggð. Minni áhrif, sem þó gætu orðið veruleg, munu koma fram fljótlega eftir samþykkt tilskipunarinnar. Má kannski helst þar nefna að nánast öruggt er að skipun um að Landsvirkjun verði skipt upp í mörg fyrirtæki, til að mynda hér "samkeppnismarkað", mun koma fljótt.
Með tilskipuninni er valdið yfir því hvort sæstrengur verði lagður yfir hafið ekki lengur í höndum íslenskra stjórnvalda, nema kannski að nafni til. ACER mun setja reglur um hvað þurfi að uppfylla til að fá leyfi fyrir slíkum streng og komi einhver fram sem getur uppfyllt þær kröfur, verða íslensk stjórnvöld að samþykkja strenginn. Að öðrum kosti mun málið fara fyrir eftirlitsstofnun ESA og þaðan fyrir EFTA dómstólinn, sem getur ekki annað en dæmt samkvæmt þeim reglum sem ESB/ACER hafa sett.
Eitthvað eru ráðherrar farnir að óttast þar sem þeim dettur nú sú barnalega lausn í hug að byrja á að setja lög um að ákvörðun um lagningu á slíkum streng verði í höndum Alþingis. Þvílíkur barnaskapur!! Þekkja ráðherrar virkilega ekki EES samninginn, hafa þeir ekki séð hvernig framkvæmd hans er háttað?!!
Um leið og Alþingi samþykkir tilskipanir frá ESB hefur það samþykkt að þau lög eða reglur sem þeirri tilskipun fylgja, verði þau íslenskum lögum um sama efni yfirsterkari. Því er algerlega tilgangslaust að samþykkja nú einhver lög um að vald yfir því hvort strengur verði lagður, muni vera hjá Alþingi. Jafn skjótt að sjálf tilskipunin hefur verið samþykkt mun hún yfirtaka þau lög. Það er í besta falli barnalegt að trúa öðru.
Þegar svo frámunalega vitlaus tilskipun, fyrir okkur Íslendinga, kemur frá ESB á auðvitað að hafni henni strax. Auðvitað eru til stjórnmálaflokkar, sem óska þess heitast að við göngum í ESB, sem sjá ekkert athugavert við þetta, en jafnvel aldraðir stjórnmálamenn innan þeirra geta ekki sætt sig við þessa tilskipun.
Tveir af þrem stjórnarflokkanna eru með nýsamþykktar ákvarðanir um að framselja ekki frekara vald yfir orkulindum til ESB og þriðji stjórnarflokkurinn hefur hingað til talað um að yfirráð ESB yfir Íslandi séu nú þegar meiri en gott þykir. Þetta ætti að róa fólk, þar sem þessir flokkar eru jú með meirihluta á Alþingi, auk þess sem a.m.k. tveir stjórnarandstöðuflokkar eru á sama máli. Því er í raun svipað fylgi fyrir samþykkt tilskipunarinnar á Alþingi og á meðal þjóðarinnar, eða innan við 20%. Lýðræðið virðist því virka þarna fullkomlega og ætti þjóðin því ekki að óttast.
Það sem hins vegar veldur hugarangri er hvernig ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna tala og haga sér. Sér í lagi ráðherrar og þingmenn þeirra tveggja flokka sem nýlega samþykktu í sínum æðstu stofnunum, að ekki skuli samþykkja þessa tilskipun. Það er alls ekki óþekkt að þingmenn hafi þurft að beygja sig undir vald flokksforustunnar, jafnvel þó þeir fari gegn eigin samvisku og samþykktum flokks síns. Svo virðist vera að einhvern slíkan leik eigi að spila á Alþingi, á komandi vetri.
Þegar gerður er samningur er ætið farið bil beggja. Þegar annar aðilinn er orðinn dómerandi yfir hinum, er ekki lengur um samning að ræða, heldur kúgun. Þegar EES samningurinn var gerður, var farið að mörkum þessa og fljótlega var ljóst að við máttum okkar lítils gegn hinum samningsaðilanum. Þessi tilskipun er í raun prófsteinn á hvort lengur er hægt að tala um EES samning eða hvort við verðum að fara að tala um EES kúgun. Tilskipun sem gerir okkur einungis illt, bara spurning um hversu illt, getur aldrei orðið hluti samnings, hún er hrein og klár kúgun!
Framtíð EES samningsins mun því verða ljós á þessu þingi, lifi ríkisstjórnin það lengi. Verði tilskipunin samþykkt er ljóst að krafan um uppsögn EES samningsins verður algjör, enda framtíð lands og þjóðar að veði!!
Þriðji orkupakkinn í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Já, þeir eru það.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 02:29
Altso með skerta greind.
Þakka góðan pistill.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.