Einræðistilburðir ráðherra

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er vissulega minnst á nýja heilbrigðisstefnu. Þar er talað um samráð heilbrigðisstétta, eflingu nýsköpunar, minni þátttöku sjúklinga og fleira í þeim dúr. Kaflinn er nokkuð langur, þó efnislega sé hann rýr. Hvergi er minnst á að kommúnistavæða eigi kerfið, enda ljóst að þingmenn Sjálfstæðisflokks hefðu aldrei samþykkt aðild að ríkisstjórn með slíka stefnu. Ekki verður sama sagt um Framsókn, þar var markmiðið eitt og einungis eitt, að komast í ríkisstjórn. Hefðu jafnvel gengið til slíks samstarfs þó ætlunin væri að leggja niður heilbrigðiskerfi landsins! 

Eitthvað virðist orðið "samráð" vefjast fyrir heilbrigðisráðherra. Í hennar augum eru hennar orð samráð og allir verði að hlýða. Svo sem ekki neitt nýtt, sást vel þegar sama persóna var umhverfisráðherra um árið, enda þurfti atbeina dómstóla til að kveða hana niður.

Sú ætlun ráðherra að öll læknisþjónusta sé á höndum ríkisins og að mestu leyti framkvæmd við Landspítalann, er ekki einungis hugmynd, heldur er hún farin að framkvæma hana. Það þrátt fyrir að það brjóti í bága við lög. Væntanlega mun aftur þurfi dómstóla til að fá hana til að skilja hlutina.

Að ætla að færa alla heilbrigðisþjónustu undir Landsspítalann er auðvitað galið. Jafnvel þegar búið verður að klastra upp kofunum við Hringbraut, ef það þá einhvertíma tekst, mun sú stofnun vera fjarri því að geta tekið við allri heilbrigðisþjónustu landsins. Þeir kofar hafa einfaldlega ekki nægt rými til þess, þar sem svokallaður nýr spítali er allt of lítill og engin leið til að stækka hann!

Það kerfi sem við höfum í dag hefur leitt til þess að íslenskt heilbrigðiskerfi er talið eitt hið besta í heimi. Hvers vegna þá að breyta því? Eðlilegra er að efla það kerfi sem fyrir er og bæta þannig aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Það kerfi sem við búum við er byggt á sama kerfi og nágrannalöndin hafa, stæðsta einingin er á vegum ríkisins en ýmsar aðrar í einkarekstri. Jöfnun til landsmanna er síðan fengin með stýringu á fé úr ríkissjóð. Þannig fæst fjölbreyttara og skilvirkara heilbrigðiskerfi, öllum til framdráttar.

Það skal því engan undra þó einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokk velji að tjá skoðanir sínar um málið í fjölmiðlum. Annan kost hafa þeir ekki, enda eins og áður sagði tilburðir ráðherra til einræðis öllum kunnir.

Hins vegar er stór undarlegt að Rósa Björk Brynjólfsdóttir skuli velja að kalla þessi skrif þingmannanna árás á ráðherra. Orðfæri hennar og framkoma í Silfrinu bendir til að hennar tilgangur sé einn og einungis einn, að sprengja stjórnarsamstarfið.

Vonandi gengur það upp hjá henni svo komist verði hjá enn frekari skaða af hálfu VG!!

 


mbl.is Ræði álitamálin ekki í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband