Skítt með lögin

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur gjarnan átt erfitt með að gera skil á milli pólitíkusar og laga. Hennar sýn á pólitík er, að hennar mati, æðri lögum.

Í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var Svandís umhverfisráðherra. Í því embætti tók hún pólitíska ákvörðun er stangaðist á við lög. Henni var bent á þetta á sínum tíma, en þverskallaðist við og stóð föst fyrir. Hennar sýn var æðri lögum. Að lokum fór þetta mál fyrir dómstóla, sem að sjálfsögðu dæmdu eftir lögum. Ráðherrann var dæmd sek af glöpum í starfi. Í eðlilegu pólitísku umhverfi hefði þetta átt að leiða til þess að pólitískum ferli Svandísar væri lokið og að hún yrði útilokuð frá ráðherraembætti um lífstíð.

Það kom því verulega á óvart, þegar Katrín Jakobsdóttir opinberaði ráðherralista sinn, er núverandi ríkisstjórn var mynduð, að sjá að þar færi Svandís Svarsdóttir með eitt af "stóru" ráðuneytum ríkisstjórnarinnar.

Enn á ný ætlar þessi siðleysið að ráða för Svandísar, hennar pólitíska sýn á nú að ráða för. Skítt með lögin!


mbl.is Segist ekki brjóta lög með synjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

RÁÐHERRA sem notar hugsjónir gamlalla komma ætti ekki að ver RÁÐHERRA YFIR LÍFI OG LÍÐAN SJÚKRA.

 PINTINGAR ÆTTU EKKI AÐ VERA NOTAÐAR Á ISLANDI ÁRIÐ 2018.

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.9.2018 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband