Jakkalakkar

Jakkalakkar með leðurgljáandi stresstöskur eru nú vaknaðir til lífsins, enda stórir hlutir að gerast.

Það er auðvitað með ólíkindum að hér á landi skuli vera slitið milli framleiðslu og sölu orkunnar, að búinn sé til milliliður sem gerir ekkert annað en að hækka verð orkunnar til landsmanna. Enn ótrúlegra er að hver sem er geti gengið á þennan markað, stofnað fyrirtæki til sölu orku og grætt á því peninga. En þetta var okkur fært með einni tilskipun frá ESB, sem kjarklausir aumingjar Alþingis samþykktu. Og allt er þetta gert í nafni frelsis, frelsis til að græða!

Þessi tilskipun getur átt rétt á sér á stórum raforkumarkaði, þar sem samkeppni ríkir, en hér á landi, dreifbýlu landi 340.000 íbúa, er þetta næsta hjákátlegt.

En nú eru bjartir tímar framundan, hjá jakkalökkunum. Á næstu dögum mun Alþingi, enn jafn illa mannað og áður, ef ekki verr, samþykkja enn eina tilskipunina frá Brussel, tilskipun sem mun opna jakalökkunum nýja leið til að græða. Tilskipun sem mun stækka raforkumarkaðinn hér á landi úr 340.000 notendum upp í 500.000.000 notendur. Þá er gott að eiga sölufyrirtæki með rafmagn frá Íslandi!

Það dettur engum heilvita manni að stofna sölufyrirtæki um rafmagn á Íslandi, þessum litla markaði sem nánast útilokað er að komast inná og algerlega útilokað að geti boðið orkuna á lægra verði. Þessir menn eru ekki að stofna einhver góðgerðasamtök, einungis að hugsa að eigin hag, eins og viðskiptamenn ætið gera. Þeir veðja á aumingjaskap og kjarkleysi íslenskra stjórnmálamanna, enda sterkar líkur á vinningi þar.

Á nýliðnum landsfundum tveggja stjórnarflokka var samþykkt að Ísland gæfi ekki eftir yfirráð yfir orkuauðlindum okkar til ESB. Í því felst að samþykkja ekki þriðja hluta orkumálabálks ESB. Það var ekki liðin nóttin frá landsfundi Sjálfstæðisflokks, þegar menn í æðri stöðum innan flokksins fóru að túlka þessa samþykkt á allt annan hátt en hún raunverulega var og síðan hafa menn innan dyra Valhallar leitað logandi ljósi að undankomuleið frá þessari samþykkt.

Formaður flokksins lét hafa eftir sér, við fréttastofu ruv, að tilskipunin hefði engin áhrif hér á landi, ekki fyrr en að og ef við legðum sæstreng til meginlandsins. Þvílík fyrra!!

Staðreyndin er einföld. Ef alþingi samþykkir tilskipun um þriðja orkumálabálk ESB, tekur hún strax gildi. Þar eru engar undanþágur. Þessari tilskipun fylgir að ný stofnun ESB, ACER, með staðsetningu í Slóveníu, mun yfirtaka alla stjórnun raforkumála í löndum ESB. Einnig mun ACER taka yfir alla stjórnun orkumála í löndum EES ef öll lönd þess samþykkja tilskipunina. Þessi yfirtaka verður strax og tilskipunin hefur verið samþykkt. Noregur er þegar búinn að samþykkja hana og víst að Lictenstein mun einnig gera slíkt hið sama. Við stöndum því ein eftir.

ACER mun því, strax að lokinni samþykkt tilskipunarinnar, taka yfir orkumál okkar Íslendinga og eftir það mun Alþingi ekkert hafa að segja, né við landsmenn. Ofarlega á forgangslista ACER er lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands. Gera má ráð fyrir að innan árs frá samþykkt tilskipunarinnar muni framkvæmdir við strenginn vera hafnar. Ef upp kemur deila um kostnaðarskiptingu lagningar þessa strengs, mun ACER úrskurða um hversu mörg hundruð milljörðum okkur ber að greiða. Alþingi og við landsmenn munum ekkert geta við því gert!

Þetta þýðir að orkuverð hér á landi mun hækka svo að tala má um hamfarir. Fyrirtæki sem byggja á notkun raforku munu leggjast af, með tilheyrandi atvinnuleysi. Önnur gætu hugsanlega skipt yfir í olíu.

Sú orka sem ætlað er að flytja gegnum strenginn er næsta lítil á evrópskan mælikvarða, þó stór sé á íslenskan, enda þar verið að tala um orku sem svarar meira en þeirri orku sem Kárahnjúkavirkjun framleiðir. Og víst er að vilji ACER er til að flytja enn meiri orku úr landi, að leggja annan streng, þann þriðja og jafnvel fjórða! Til að fæða þá alla þarf auðvitað að virkja og þá munu umhverfissjónarmið lítils metin. Enda mun það verða á valdi ACER að ákveða hvar virkjað er, ekki Alþingis. Jafnvel helgi Gullfoss gæti orðið rofin!!

Það er því von að jakkalakkarnir rumski, enda óendanlega miklir fjármunir í boði, bara ef maður er nógu fljótur að grípa þá. Leðurglansandi stresstöskurnar munu bólgna, aftur og aftur, endalaust!!


mbl.is Hrista upp í samkeppni á orkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú kemur til með að reyna á Guðna forseta, svona mál eiga heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.4.2018 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband