Úrsögn úr EES
15.11.2017 | 08:10
Það er ljóst að ný ríkistjórn þarf að bregðast við dómi EFTA dómstólsins. Niðurstaðan er óviðunandi og vekur upp spurningar um hvort viljaleysi núverandi landbúnaðarráðherra eigi sõk á hvernig komið er, hvort slegið var slöku í málsvõrninni. Það leyndi sér ekki gleði hennar yfir dómnum, í fréttamiðlum.
Nú þekki ég ekki hvort hægt er að áfrýja dómum þessa dómstóls. Ef þetta er endanlegur dómur, er einungis eitt úrræði eftir, úrsögn úr EES.
Ef þessi dómur stendur, er ljóst að forsendur veru okkar í EES eru brostnar. Þegar sá samningur var samþykktur af Alþingi var fullyrt að í engu væri verið að hefta sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar svo er komið að við ráðum ekki lengur hvað við flytjum til landsins, ráðum ekki hvort við setjum lýðheilsu ofar gróðabraski verslunar, er ljóst að við eigum ekki lengur erindi innan EES.
Sérstaðan tapast með bakteríunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Líklega er hér um hagsmunafærslu að ræða en ljóst er að tjón samfélagsins yrði mun meira við úrsögn úr EES.
Dýrara að flytja inn vörur, meiri tollur á útflutning, höft á fjármagnsflutninga, vandamál við að fá starfsfólk í þau störf sem Íslendingar sinna ekki og svo framvegis.
Kosturinn við úrsögn gæti þó verið að hér væri þá hægt að ríkisvæða allan rekstur og mismuna, án athugasemda frá EES.
Kannski vilja menn, konur og hagsmunaraðilar það, hver veit?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.11.2017 kl. 09:03
Já, meðan nær ekkert eftirlit er með framleiðslunni í Íslenskum landbúnaði og túristar valsa um fjós og fjárhús á skýtugum skónum eigum við ekkert erindi á EES markað. Að hið heilnæma frábæra Íslenska kjöt skuli þurfa að vera á sérstakri undanþágu frá EES reglum til að teljast hæft til manneldis er hneyksli sem við látum ekki bjóða okkur.
Það er ólíðandi að sjálfstæði okkar til framleiðslu á kjötvörum sem ekki uppfylla heilbrigðisstaðla EES skuli ekki vera algert. Og að við skulum þurfa gild rök til að banna EES kjöt sem uppfyllir heilbrigðisstaðla gengur ekki.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 09:27
Hvernig færðu það út að tjónið af úrsögn úr EES væri meira en hagnaðurinn, Sigfús Ómar? Það er vitað að núverandi Landbúnaðarráðherra er mög fylgjandi inngöngu landsins í ESB og því má alveg gera því skóna að ekki verði hafðir að leiðarljósi hagsmunir landsins, við úrlausn þessa máls. Ég er þarna algerlega sammála Gunnari Heiðarssyni.
Jóhann Elíasson, 15.11.2017 kl. 14:01
Gunnar. Hvers vegna er núverandi landbúnaðarráðherra kennt um það sem rótgrónir, spilltir og ófrávíkjanlegir forstjórar embættiskerfisins, og óheiðarlegir, ótraustir aðstoðarmenn ráðherrans bera í raun ábyrgð á að sinna heiðarlega?
Forstjórar í skattþrælagreiddum valdníðsluembættum, og aðstoðarmenn ráðherranna hverju sinni, eiga að sinna sínum störfum á sem heiðarlegastan hátt fyrir viðkomandi ráðherra og samfélagsvelferð. Það er hæfniskrafa sem embættismenn fá borgað af skattfé bankaþrælanna, til að sinna embættum af heiðarleika!
Þar er víða pottur brotinn, í íslensku samfélagi. Enda er lögmannafélags stýrða bankaræningjahertekna dómskerfið í algjörum ólögverjandi embættanna óreglunnar lög-brota-mósaík-molum.
Almenningur í lýðræðiskjörnu og sæmilega siðmenntuðu réttarríki á ekki að komast upp með að sleppa við að taka upplýsta, málefnalega og réttláta gagnrýniumræðu um öll opinberlega skattreknu landsmálin, sem eru á könnu hins opinbera og skattrekna/tekna þrælakerfis.
Og umræðu út frá staðreyndum, en ekki út frá bullfréttum fjölmiðlavaldkúgunar risanna!
Þessir sýslumanns þöggunartilburðir sem sumir kenna við persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um ósagðar fjölmiðlafréttir af persónunni Bjarna Benediktssyni, eru samfélagsins óstöðugleikans tortryggni-þöggunar-eitur.
Hvernig fer valdarán fram, í raun og veru í dag?
Hvaða leikrit er eiginlega í gangi, og hvaða NATO-"loftrýmisgaæslu" herdeild stýrir þessu þöggunarleikriti á Íslandi?
Er eitthvað ó-eðlilegt að maður spyrji um það sem ekki er almennt upplýst, og hvers vegna sumum ráðherrum/þingmönnum er haldið í þöggunargíslingu, af NATO-sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæði Íslands?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 20:30
Sigfús, það vill svo skemmtilega til að Ísland hefur gert hina ýmsu tollasamninga við aðrar þjóðir, án þess þó að þurfa að sæta slíkum afarkostum sem EES samningurinn virðist gera.
Megin málið er þó að þegar EES samningurinn var samþykktur af Alþingi, án aðkomu þjóðarinnar, var því haldið fram að hann skerti ekki á neinn hátt ákvarðanavald Alþingis. Þessi dómur og reyndar fleiri minna mikilvægir, sýna að þetta var rangt. Því er þessi samningur fallinn.
EES kemur hins vegar ekkert kommúnisma við. Þann ótta þurfum við ekki að hafa nema því aðeins að þjóðin álpist í ESB.
Gunnar Heiðarsson, 20.11.2017 kl. 10:01
Ufsi, það er rétt að eftirlit hér á landi má bæta. Ástæður þess eru einmitt að við höfum sífellt verið að færa eftirlitskerfið okkar nær ESB. Frábiðjum okkur það kerfi! Eftirlitskerfi ESB er ekki til eftirbreytni, svo hressilega sem það hefur klikkað. Enda það fyrst og fremst byggt upp að markaðshugsjón, þ.e. þeir sem eiga peninga geta keypt sér vottorðin.
Það er einnig rétt að það er auðvitað fatalt að ferðafólk, erlent sem innlent, skuli geta valsað um meðal húsdýra hér á landi og jafnvel inn í úthús. Erlendis þekkist slíkt ekki og víðast hvar skýrar reglur gegn slíku. Það eru Norðmenn lengst komnir.
Gunnar Heiðarsson, 20.11.2017 kl. 10:10
Takk fyrir þitt innlegg, Jóhann
Gunnar Heiðarsson, 20.11.2017 kl. 10:11
Anna, það er rétt að núverandi ráðherra ber ekki alla ábyrgð. Störf hennar, þann stutta tíma sem hún verður í embætti, bera þó skýr merki þess að þakka má fyrir að hún er að hætta. Skaðinn sem hún þegar hefur unnið er hugsanlega bætanlegur ennþá.
Þessi ráðherra opinberaði fávisku sína varðandi landbúnað oftar en einu sinni. Ekki datt henni til hugar að leita ráða við vandanum sem nú steðjar að bændum, heldur lokaði sig inni með sínum nánustu vinum. Einungis var kallað til þegar upp komu íslensk orð sem hún ekki skildi, er sneru að landbúnaði. Þá máttu menn túlka. Niðurstaðan var því hörmung og þvílíkt happ að stjórnin skyldi springa áður en Alþingi tók það til meðferðar.
Þá jókst nú ekki hróður hennar þegar hún tjáði sig um þann dóm sem blogg mitt fjallar um. Þar réttlætti hún innflutning á kjöti með því að erlendir ferðamenn völsuðu um sveitir landsins. Ekki datt henni til hugar að lausn þess vanda væri að taka upp sömu aðferðir og aðrar siðaðar þjóðir nota, að hafa hömlur á ferðamönnum. Að samskipti ferðamanna við búfjárstofna hér á landi væri takmörkunum háð.
Gunnar Heiðarsson, 20.11.2017 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.