Enginn einstklingur stærri en flokkurinn, nema auðvitað Þórólfur

Sigurður Ingi ætti kannski að skoða sín eigin orð í dag, þegar fjöldi fólks er að yfirgefa Framsókn. Varla getur hann talið sig stærri en flokkinn?

Það er annars magnað hvernig formaður Framsóknar tekur á þeim hörmungum sem yfir flokkinn dynja, þessa daga. Nú þykist hann hafa hlustað á grasrótina, þegar hann bauð sig gegn SDG, til formanns. Hann þykist ekkert kannast við neitt baktjaldamakk innan Framsóknar!

SIJ bauð sig fram til formanns vegna áskoranna að norðan. Um þetta var ekkert deilt í fyrra, þó menn reyni að halda öðru fram í dag. Með því að taka þeirri áskorun sveik hann þáverandi formann flokksins og stóran hluta kjósenda. Þau svik vega sennilega stærst meðal þeirra sem nú yfirgefa Framsókn. Þessu til viðbótar þá hefur SIJ ekki staðið sig í starfi formanns, ekki unnið að sáttum innan flokks, enda ekki með slíka heimild frá "æðstu stjórn" flokksins.

Að SIJ skuli ekki telja neitt baktjaldamakk innan Framsóknar, má sennilega skýra með því að hann er "réttu" megin við baktjaldamennina. Það hafa nú þegar allt of margir félagar flokksins yfirgefið hann, félagar úr ábyrgðastöðum. Of margir tala um baktjaldamakk til að hægt sé að skella skollaeyrum gegn því. Að SIJ skuli ekki kannast við það baktjaldamakk, segir kannski meira en nokkuð annað um hversu óhæfur stjórnandi hann er.

Sigurður Ingi Jóhannesson er sjálfsagt ágætis maður, um það efast ég ekki. En hann er enginn leiðtogi. Leiðtogar láta ekki einhverja fámenn klíku stjórna sér, norðan úr Skagafirði!


mbl.is Enginn einstaklingur stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vel skrifað Gunnar og ég er 100% sammála þessum pistli þínum og þar af leiðandi ekkert við pistilinn að bæta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.10.2017 kl. 18:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sáu flestir framsóknarmenn í gegnum þessa hallarbyltingu KS klíkunnar. Það mun líka koma í ljós í komandi kosniningum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 19:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær pistill Gunnar og þarna er ég þér 100% sammála....

Jóhann Elíasson, 2.10.2017 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband