Hélt við værum laus við þessa konu úr stjórnmálum

Birgitta segist ekki sækjast eftir ráðherrastóli, en "mun hugsa það" ef til hennar verður leytað! Og ég sem hélt að við værum loks laus við hana af stjórnmálasviðinu.

Það er frekar mikill hroki í sumum í vinstra liðinu, telur sigurinn í höfn þó enn séu tæpar þrjár vikur til kosninga.

Logi hóf stjórnarmyndunarviðræður í fyrsta þætti ruv þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna mættust og nú er Birgitta farin að bera víur í ráðherrastól.

Það væri svo sem ágætt, ef kosningarnar fara svo að vinstriflokkar mynda ríkisstjórn, að fá þennan uppgjafaþingmann í ráðherrastól. Þá fáum við væntanlega að kjósa aftur enn fyrr en nú, jafnvel strax í vor!!


mbl.is Sækist ekki eftir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talsmaður Pírata kvartaði í svjónvarpsumræunum hástöfum yfir "freku körlunum" en það eru greinilega margar frekar kellingar hjá Pírötum 

Grímur (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 08:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það merkilegt hjá lýðræðispostulunum (sem fundu upp hugtakið minnihlutalýðræði) að þeim þyki það eðlilegt og sjálfsagt að ókjörin manneskja taki ráðherrastól. Birgitta er alveg game á það.

Ef lýðræðið er svo létt vegið, er þá nokkur möguleiki fyrir kjósendur að vita hvað þeir eru að kjósa?

Tæra vinstri gerði annars mikið af þessu. Svo mikið að þau ráðherraembætti sem ekki voru í höndum Jóhönnu og allsherjarráðherrans voru skipuð ókjörnum utan úr bæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2017 kl. 14:09

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Jón Steinar, sýn þessa fólks á lýðræðið er eitthvað bjöguð. Þar komi pólitískar skoðanir fyrst og fremst við sögu, að svokölluð "vinstri" hugsjón standi skör hærra en skoðanir annarra hópa.

Gunnar Heiðarsson, 10.10.2017 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband