Bændur láta hafa sig að fíflum

Formaður Landsamtaka sláturleyfishafa fullyrðir að offramleiðsla á lambakjöti sé um 2000 tonn, að um þessi mánaðarmót verði umframbirgðir um 1800 tonn.

Í lítilli frétt á vefmiðli ruv, þann 25. júlí síðastliðinn, þar sem fréttamaður hafði samband við nokkrar afurðastöðvar, kemur fram að birgðasöfnun frá síðasta ári er um 200 tonn, eða sem nemur nálægt 10 daga neyslu Íslendinga. Ekki gefa allar afurðastöðvarnar upp heildaruppsöfnun, en út frá því sem upp er gefið er það langt frá að vera 2000 tonn.

SS; birgðir 80 tonnum meira en í fyrra, ekki gefið upp heildarbirgðir.

KS; engin birgðaaukning frá því á síðasta ári, segjast eiga "nógu miklar" birgðir.

Norðlenska; engin birgðaaukning frá því í fyrra, ekki gefið upp heildarmagn en segjast eiga nokkuð af "röngum bitum".

Fjallalamb; 100 tonnum meiri birgðir en í fyrra, sagt vera helmingi meira en vanalega.

SAH; birgðir 20 tonnum meiri en í fyrra, heildarbirgðir um 100 tonn.

Sláturfélag Vopnafirðinga; engin birgðasöfnun frá því í fyrra, heildarbirgðir um 200 tonn.

Einnig kemur fram í þessari frétt að engin afurðastöð á til hryggi og bendir Gísli Garðason, sláturhússtjóri SAH á að ef sauðfjárstofninn verði dreginn saman um 20%, vanta um 450 tonn af hryggjum á markað hér á landi! Sumar afurðastöðvar eiga ekki heldur læri og birgðir af þeim langt komnar hjá öðrum. Þar sem lítið er til af lærum má ætla að mikill skortur verði einnig á þeirri afurð, við slíkan samdrátt sem ráðherra boðar.

Þær upplýsingar sem fram koma í þessari frétt á vefmiðli ruv, þann 25. júlí síðastliðinn, eru svör forsvarsmanna sláturleyfishafa við spurningum fréttamanns. Þetta eru þeirra orð, engin birgðatalning né staðfesting á að þau séu rétt. Vel getur verið að birgðir séu enn minni!

Það hlýtur að vera krafa bænda að fram fari strax birgðatalning hjá afurðastöðvum. Ráðherra virðist ekki ætla að hafa manndóm til slíkrar kröfu. Arkar bara áttavillt um flóann!

Fá þarf staðfestu á hverjar raunverulegar birgðir af kjöti eru í frystigeymslum afurðastöðva. Ef þær eru minni en formaður Landsamtaka sláturleyfishafa segir, jafnvel mun minni, er auðvitað út í hött að stíga slíkt ógæfuskref að fækka sauðfé í landinu. Ef það er rétt að slíkt leiði til skorts á hryggjum upp á 450 tonn og lambalærum um svipað magn, er ljóst að skaðinn af slíkri skerðingu getur orðið mjög mikill. Það mun þá ekki leysa vanda afurðastöðva, heldur auka hann og það mun leiða áður óþekktar skelfingar yfir sauðfjárbændur og byggð í landinu. Sveitir munu fara í eyði.

Til að leysa vanda verður að finna rætur hans. Vandinn virðist ekki vera til kominn vegna offramleiðslu. Hver er hann þá?

 

 


mbl.is Tvö þúsund tonna offramleiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki heimslátrun bara lausnin?, við höfum búið hér í að minnsta kosti 10 aldir svo vitað sé, sláturhús hafa varla verið til hér í eina öld fyrst við lifðum án þeirra í að minnsta kosti 9 aldir hljótum við að geta gert það áfram, ef heimslátrun væri hættuleg værum við tæplega til í dag. 

Hrossabrestur, 31.8.2017 kl. 13:57

2 identicon

Mér dettur eitt í hug þarna Gunnar, en það er að vandinn stafi af því hvernig verslunin virkar. 

Það vilja nefnilega engir fremur hafa hátt verð á innlendu kjöti en þeir sem flytja inn kjöt og geta þannig laggt sem mest á það ef innlenda kjötið "ákvarðar" verðið. 

Innlenda nautahakkið sem ég sá í Krónunni um daginn var einungis örlítið dýrara en það sem blandað var pólsku kjöti. 

Þetta gæti skýrt furðulega tregðu verslanna að hafa kjötið frammi og í einhverju því formi að neytandinn vilji kaupa. 

Kvatinn til sölu er semsagt mjög lítill þegar miklu meir er upp úr því að hafa að selja innlent kjöt við hliðina á okur verði sem þó afsakast með hliðsjón af innlenda verðinu. 

Costco virðist hafa einhvern annan siðferðisstandard og raunverulega vilja selja innlenda kjötið. 

Markaðsetja það því almennilega. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 11:29

3 identicon

Kom eitthvað öfugt út úr mér þarna, á að vera: "Hvatinn til sölu er mjög lítill þegar miklu meir fæst út úr því að selja ÚTLENT kjöt við hliðina á því innlenda og á okur verði sem er falið á bak við hátt innlent verð."

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband