Trúverðugleiki fréttastofu ruv

Enn á ný hleypur fréttastofu ruv fram úr sér og flytur rangar eða villandi fréttir. Því miður fylgdu flestir fjölmiðlar á eftir og margir mætir bloggarar hafa tekið undir þetta frumhlaup fréttastofu ruv. Kannski ekki að undra, enda framsetningin með þeim hætti að sem mestur sori væri dreginn fram, hvort sem innistæða væri fyrir honum eða ekki.

Svo virðist sem starfsfólk fréttastofu ruv þekki ekki mun á hlutabréfaeign og eign inn á verðbréfasöfnum. Þarna er himinn og haf á milli, annarsvegar bein eign í fyrirtæki og hins vegar sparnaðarreikningar sem bankar buðu uppá fyrir hrun. Því miður nýttu margir landsmenn sér þessa leið bankanna, enda talin trú um að þetta fé væri svo dreift að engin hætta væri á að tapa því. Annað kom á daginn. Sjálfur átti ég nokkra upphæð á slíkum reikning en fékk aldrei að vita hvaða fyrirtæki lægju þar að baki, ekki einu sinni eftir að féð var tapað.

Í kastljósi fréttastofu ruv var því haldið fram að þeir hæstaréttardómarar sem teknir voru fyrir, hefðu átt hlut í Glitni, haustið 2008. Þetta var gert og veifað skjölum því til staðfestingar. Þó máttu stjórnendum þáttarins vera ljóst, ef þeir hefðu einungis lesið á þessi plögg, að þessir menn höfðu selt sína hluti í Glitni löngu fyrir hrun, jafnvel áður en innherjar áttuðu sig á hvert stefndi með bankakerfið.

Ekki höfðu starfsmenn ruv fyrir því að hafa samband við alla þá sem málið fjallaði um og fá þeirra sjónarmið fram. Ef ekki var hægt að ná til allra aðila, átti einfaldlega að bíða með "fréttaflutninginn" þar til það var hægt. Það er hámark lágkúrunnar að flytja fréttir að persónum án þess að þær fái að koma sínu sjónarmiði fram.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem fréttastofa ruv fer þessa leið, að flytja villandi eða jafnvel rangar fréttir. Mannorðsmorð virðist vera einskonar kappleikur innan fréttastofu ruv!

Hvort þessi svokallaði fréttaflutningur fréttastofu ruv stafar af þekkingarleysi starfsfólks stöðvarinnar, eða hvort þetta er með ráðnum hug gert, skiptir ekki megin máli. Hvoru tveggja er grafalvarlegt og hefur nú rýrt enn frekar trúverðugleik fréttastofunnar, svo vart er hægt að tala lengur um fréttaflutning frá henni, einungis hannaðar atburðarásir sem oftar en ekki leiða til mannorðsdrápa.

Verra er að horfa á aðrar fréttastofur hlaupa á eftir ruv í fenið. Að þar skuli ekki vera stansað örlítið við og mál skoðuð, áður en lengra er haldið. Sumir velvirtir bloggarar létu einnig glepjast. Kannski liggur mönnum svo á að tjá sig að þeir taka sér ekki tíma til að skoða mál, áður en lyklaborðið er dregið fram. Þessi svokallaða "frétt" fréttastofu ruv ætti þó að kenna öðrum fréttamiðlum að taka varlega mark á því sem fréttastofa ruv setur fram.

Í nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum voru færðar fals- og hannaðar fréttir fyrir kjósendur. Jafnvel talið að einmitt sá "fréttaflutningur" hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Sú stofnun sem lengst hefur gengið á þessu sviði hér á landi er ríkirekna fréttastofan. Það var að undirlægi hennar að forsætisráðherra sagði sig frá embætti, síðasta vor og að kjörtímabilið var stytt. Það má vissulega segja að fréttaflutningur ruv hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna hér á landi, þó kannski ekki eins mikil og starfsfólk stofunnar vonaði. Nú er ráðist gegn dómurum og þeir gerðir tortryggnir!

Hverra manna fréttastofan vinnur fyrir ætla ég ekki að segja, en allir átta sig á hverjir það eru sem hagnast á þessu framferði hennar.

Hversu langt mun fréttastofa ruv ganga, áður en gripið verður í taumana?!


mbl.is Markús svarar fyrir verðbréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Gunnar, því miður virðist enginn stjórnmálamanneskja þora að hrófla við þessari ófreskju sem RUV í raun er, kannski væri leiðin að svelta kvikindið það væri best gert með því að afnema skylduáskrift(nefskatt) og gera áskriftina valfrjálsa þá er hætt við að innkoman hjá RUV myndi snarminnka. Bölvað ólán að ESB skuli ekki banna þessa skydluáskrift.

Hrossabrestur, 6.12.2016 kl. 21:06

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Helsta köllun Fréttastofu RÚV er að grafa undan lýðveldinu og fullvalda þjóðríkinu Íslandi, til að þóknast fjölmenningunni, alþjóðakapítalinu og ESB ! Til þess beita þeir öllum ráðum, m.a. að grafa undan innviðum samfélagsins og sýna fram á að Ísland sé "ónýtt" ! Þessvegna ráðast þeir að helstu atvinnuvegum okkar og úthrópa heilbrigðis- og menntakerfið. Nú ráðast þeir af heift að einni grunnstoðinni enn, dómsvaldinu !

Hvenær ætli borgara sinnað fólk og þjóðhollir íslendingar átti sig og sameinist um að koma þessu RÚV pakki burt !

Gunnlaugur I., 7.12.2016 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband