Fordæmi fyrir aldraða og öryrkja?

Kannski er þarna komið fordæmi fyrir aldraða og öryrkja, að í stað þess að bíða endalaust eftir því að ráðherrar skammti því launabætur, þá reikni þessir hópar einfaldlega út hver hækkunin ætti að vera, miðað við vísitölu og bæti síðan 10% álagi þar á. Síðan er bara skrifaður út reikningur og hann sendur í fjármálaráðuneytið. Ef reikningurinn er ekki greiddur, fer hann í lögfræðiinnheimtu. Ef tryggingafélögum er heimilt að gera slíkt, ætti öldruðum og öryrkjum að vera þetta heimilt einnig.

Rökin sem tryggingafélögin nota, að endar nái ekki saman, eiga engu síður við um aldraða og öryrkja. Eini munurinn er að aldraðir og öryrkjar þurfa ekki að ljúga til um slík rök, eins og tryggingafélögin gera. Hagnaður tryggingafélaganna er mældur í mörgum þúsundum milljóna króna á ári.


mbl.is Hækka vegna slæmrar afkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna komstu með lausninaÉg hvet samtök aldraðra og öryrkja til að standa að því að aðstoða félagsmenn sína við þetta.....

Jóhann Elíasson, 8.12.2015 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband