Að snúa við í miðri á

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum, líkti því við að snúa við í miðri á, ef tekin væri nú ákvörðun um að byggja nýjan spítala á öðrum og betri stað. Þessi samlíking er að mörgu rétt, reyndar ekki út í miðri á, heldur freka svona rétt við árbakkann.

Þegar menn ana út í á án þess að kanna vaðið, treysta á að það sé jafn gott og fyrir nokkrum árum, þegar það var síðast kannað, getur sannarlega komið upp sú staða að betra sé að snúa við og leita betra vaðs. Vel gæti svo farið að betra vað finnist ekki og þá ekki um annað að ræða en reyna að berjast yfir á þeim stað sem upphaflega var ætlað, jafnvel þó tvísýnt sé hvort hægt sé að ná hinum bakkanum.

Finnist hins vegar betra vað á öðrum stað, er bæði öruggara og fljótlegra að fara þar yfir ánna.

 


mbl.is Halda Landspítala við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er SNILLDARFÆRSLA hjá þér Gunnar og ætti að vera skyldulesning.

Jóhann Elíasson, 25.10.2015 kl. 10:13

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar.

Þarna hittir þú rækilega naglann á höfuðið.

Hinn landsfrægi skurðlæknir Tómas Guðbjartsson er ekki skynsamur landkönnuður, þó hann sé sannarlega fær á öðrum sviðum.

Hann velur að böðlast yfir ófæra jökulá aðeins vegna þess að hann hefur dýft stóru tánni ofan í, þrátt fyrir að í sjónmáli á báða bóga blasi við greiðfær vöð og brýr, auk æpandi samferðamanna sem vara hann hástöfum við.

Jónatan Karlsson, 25.10.2015 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband